Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Qupperneq 37
Johnny Logan vann keppnina
þrisvar sinnum fyrir hönd Íra
en það er lagið „Hold Me
Now“ frá 1987 sem situr eftir
í minningunni.
Dönsku Olsen-bræðurnir unnu Eurovision árið 2000
með „Fly on the Wings of Love“ eða „Smuk som et stjer-
neskud“ sem er í miklum metum hjá mörgum Íslendingum.
Keppnin varð aldrei söm eftir sigur France
Gall fyrir Lúxemborg árið 1965 með lag-
inu „Poupée de cire, poupée de son“ eftir
Serge Gainsbourg en þetta var fyrsta popp-
lagið til að vinna keppnina.
Ruslana dansaði
taktfast til sigurs fyr-
ir hönd Úkraínu árið
2004 með laginu
„Wild Dances“.
Fyrsti sigur Íra í keppninni var þegar Dana söng „All Kinds of Eve-
rything“ árið 1970. Þetta fallega lag seldist í meira en tveimur millj-
ónum eintaka og var á toppi írska vinsældalistans níu vikur í röð.
Finnska sveitin Lordi sló algjörlega í gegn
með sviðsframkomu sinni og kröftugum flutn-
ingi á „Hard Rock Hallelujah“ árið 2006 og
hlaut metstigafjölda fyrir, 292 stig. Þetta er eini
sigur Finna í keppninni sem hafa 13 sinnum
lent í síðasta sæti og þrisvar fengið engin stig.
Reuters
13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Nýjasta Star Wars-myndin, Solo: A Star
Wars Story var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir helgi.
Solo segir frá Han Solo á yngri árum, en hann var leik-
inn af Harrison Ford í upphaflegu myndunum.
Alden Ehrenreich er við stjórnvölinn í Millennium
Falcon í þetta sinn en á meðal annarra leikara í mynd-
inni eru Donald Glover, Emilia Clarke, Thandie Newton
og Woody Harrelson. Leikstjóri er Ron Howard en hann
tók við eftir að upphaflegu leikstjórarnir yfirgáfu verk-
efnið í miðju kafi. Segir myndin frá Solo þegar hann er
að læra að verða flugmaður og leitar að geimskipi fyrir
sjálfan sig.
Fyrstu viðbrögð áhorfenda voru almennt jákvæð en
myndin verður frumsýnd hérlendis 23. maí.
Solo tekið vel
Alden Ehrenreich og Ron Howard.
KVIKMYNDIR Nýjustu mynd gamanleik-
konunnar Melissu McCarthy var vel tekið í for-
sýningum fyrir helgi og halaði inn 700.000
bandaríkjadali. Myndin heitir Life of the Party
en í henni leikur McCarthy nýfráskilda konu
sem ákveður að fara aftur í háskóla og ljúka
við prófgráðuna sem hún var byrjuð á. Hún fer
í sama skóla og dóttirin sem Molly Gordon leik-
ur.
McCarthy skrifaði handritið ásamt Ben Fal-
cone, sem er einnig leikstjóri. Framleiðandinn
Warner Bros. vonast til þess að myndin verði
vinsæl hjá mæðgum um helgina en mæðradag-
urinn er á sunnudag.
Mæðradagsmynd McCarthy
Melissa McCarthy og Molly Gordon
í hlutverkum sínum.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105, kata@mbl.is
Blaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn,
pallinn, heita potta,
sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill ásamt
girnilegum uppskriftum.
Garðar &grill
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí
SÉRBLAÐ