Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 8 7 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 0 . á g ú s t 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Ásmundur Einar Daðason ráðherra skrifar um Hinsegin daga. 8 sport Boltinn byrjar að rúlla í Leikhúsi draumanna á Englandi í kvöld. 10 tÍMaMót Elín Halldórsdóttir söngkona, píanó- leikari og tón- menntakennari hefur gefið út lagið The #metoo song eða #metoo lagið. 14 Menning Tónleikhússýning í Hóladómkirkju. 20 plús 2 sérblöð l Fólk l  enski boltinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 24.990 HNÍFAPARATÖSKUR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils FangelsisMál „Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlend- ingamála hefur svona ótrúlega nei- kvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánun- ar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlend- ingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endur komubann til Íslands á grund- velli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef fram ferði viðkom andi fel ur í sér al var lega ógn gagn vart grund vall ar- hags mun um sam fé lags ins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofn- unar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslu- lausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörð- un um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti. Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörð- un Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomu- bannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fang- elsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsis- vistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefna- málum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastlið- ins og hefur afplánað með ökklaband síðan. – aá Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Mirjam hafði betur gegn Útlendingastofnun og var síðan boðuð í fangelsi. Hún fann ástina á Íslandi. Við hjónin getum búið hvar sem er, en það felst svo mikil frelsis- skerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland. Mirjam Van Twuijver Hvergerðingurinn Aisha var í óðaönn að gróðursetja blóm skammt frá Skyrgerðinni þegar ljósmyndari Frétta- blaðsins rakst á hana í gær. Bæjarhátíð Hveragerðis, Blómstrandi dagar, hefst í næstu viku og er meðal annars keppt um best skreyttu götuna. Að auki fer fram fjöldi menningar- tónlistarviðburða. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR tó n list A r n ó r D a n A r n a r- son, söngvari í Agent Fresco, gefur út sitt fyrsta lag í dag sem heitir Stone by Stone. Þar að auki er hann að skipuleggja Evróputúr og næstu plötu hljómsveitarinnar. „Við í Agent Fresco erum að fara í Evrópuferð í september ásamt tveimur norsk- um hljómsveitum. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túr- inn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ – bb / sjá síðu 26 Arnór Dan gefur út sitt fyrsta lag FiskVeiðar Eftirlitsmenn Fiski- stofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frum- varpi sem nú er í umsagnarferli. „Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins segir að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu. „Við teljum að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“ – tfh Munu geta fylgst með í rauntíma 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 D -8 A 5 C 2 0 8 D -8 9 2 0 2 0 8 D -8 7 E 4 2 0 8 D -8 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.