Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 22
Jóhann Berg kom með beinum hætti að tíu mörkum á síðasta tímabili. Nordicphotos/ Getty Burnley fékk aðeins 39 mörk á sig í fyrra, tólf mörkum minna en Arsenal sem lenti í sætinu fyrir ofan. Að sjálfsögðu þarf rétta sjón­varpið fyrir enska boltann. Þeir sem gera kröfur og horfa mikið á íþróttir í sjónvarpi sjá mikinn mun á myndgæðum milli tækja. Þessi munur er vissu­ lega til staðar, sérstaklega þegar kemur að hreyfingum og litum. Það eru myndgæðin sem fólk er að borga fyrir í fínni tækjunum,“ segir Sindri Thorlacius, vörustjóri hjá ELKO Upplifunin við áhorf verði margfalt betri með dýpri litum og mýkri hreyfingum og það viti kröfuharðir áhorfendur íþrótta­ viðburða. Það sé engin tilviljun að stærstu sjónvarpsframleiðend­ urnir fái frægustu fótboltamenn heims til liðs við sig en Zlatan Ibra­ himovic er andlit Samsung, Steven Gerrard og Adam Lallana fyrir LG og Neymar birtist í öllu kynn­ ingarefni TCL. sérstök fótboltastilling „Flottustu tækin frá þessum stærstu framleiðendum einblína á íþróttirnar í dag og þá sérstak­ lega á fótboltann,“ segir Sindri. „Til að mynda eru mörg sjónvörp frá Samsung, LG og TCL komin með sérstaka fótboltastillingu. Allar hreyfingar á skjánum eru mýkri og minni líkur á að áhorfandinn týni boltanum í lengri sendingum, en stundum er eins og boltinn hverfi augnablik úr mynd í eldri og ófull­ komnari sjónvörpum, sem dregur úr ánægjunni. Gæðin verða alltaf betri og betri og í dag eru heilt yfir mjög góðar tölvur í sjónvörpum sem sjá um að vinna myndina á skjáinn. LG framleiðir sjónvörp sem kall­ ast OLED og Samsung sjónvörp sem heita QLED. Þetta eru flagg­ skipin í dag frá þessum stærstu framleiðendum og við bjóðum að sjálfsögðu upp á þau, auk margra annarra tegunda og merkja,“ segir Sindri. „Öllum sjónvörpunum er stillt upp í verslunum ELKO og ég hvet fólk til þess að koma og sjá mynd­ gæðin með eigin augum og bera saman. Hér er útsala í gangi og nóg af góðum tækjum á góðum prís,“ segir Sindri. Nálægt hundrað sjónvörp séu til á lager og ekkert því til fyrirstöðu að ná að tengja nýtt sjónvarp heima áður en fyrsti leikurinn fer fram í enska boltanum í kvöld. „Við erum með öll helstu vöru­ merkin á lager og hægt að kaupa beint af vefverslun okkar og sækja strax, ef fólk veit nákvæmlega hvað það vill. Ég mæli líka með því að kíkja til okkar í verslanir, sjá myndgæðin og fá faglegar ráðlegg­ ingar. Við erum með vel þjálfað fólk akkúrat í þessum málum. Mörg okkar hér í ELKO horfa mikið á íþróttir í sjónvarpi og vita því nákvæmlega hverju fólk er að leita eftir,“ segir Sindri. Sjá nánar á www.elko.is Myndgæðin skipta höfuðmáli Sindri Snær Thorlacius, vörustjóri hjá ELKO, segir góð myndgæði nauðsynleg þegar horft er á íþróttir í sjónvarpi. ELKO bjóði upp á það sem þarf til að upplifunin verði sem best. Útsala í gangi. sindri thorlacius vörustjóri hvetur fólk til að kíkja við í verslunum eLKo og kynna sér úrvalið. MyNd/ÞÓrsteiNN Jóhann Berg Guðmundsson er að hefja sitt þriðja keppnis­tímabil með Burnley, en hann átti mun betra tímabil í fyrra heldur en árið þar áður. Að sama skapi var árangur liðsins mun betri. Liðið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni og er komið í þriðju umferð forkeppninnar þar sem það mætir tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1967 sem Burnley tekur þátt í Evrópukeppni og í þriðja skipti í sögu félagsins sem liðið kemst í einhverja af Evrópukeppnunum. Jóhann á sjálfur góðar minn­ ingar úr Evrópudeildinni en fyrsti leikur hans fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar, sem var fyrsta erlenda liðið sem hann spilaði með, var í þeirri keppni. Hann setti strax mark sitt á liðið og skoraði í frum­ raun sinni fyrir liðið í leik gegn sænska liðinu Gautaborg. Jóhann Berg glímdi við meiðsli drjúgan hluta af fyrstu leiktíð sinni með Burnley í ensku úrvals­ deildinni, en hann lék 20 leiki og skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var hins vegar svo til meiðslalaus á síðustu leiktíð, spilaði 35 deildarleiki og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Hans helsta framlag var aftur á móti stoðsendingar hans sem voru átta talsins þegar upp var staðið. Hann var í mun stærra hlutverki hjá liðinu síðasta vetur, en spil­ tími hans jókst um það bil þrefalt og hann virtist vera með fyrstu mönnum á leikskýrsluna hjá Sean Dyche, knattspyrnustjóra liðsins. Jóhann hefur ekki þurft að sitja sveittur við það að kynnast nýjum liðsfélögum eftir að hann kom til móts við liðið á nýjan leik eftir þátttöku sína með íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Joe Hart var keyptur frá Manchester City til þess að leysa Jóhann Berg og félagar í evrópuævintýri Jóhann Berg Guðmundsson hefur farið vaxandi með hverjum leik sem hann hefur spilað fyrir Burnley. Hann sprakk út á síðustu leiktíð og var iðinn við að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. meiðslavandræði markvarðasveit­ ar liðsins, enski varnarmaðurinn Ben Gibson, sem kom frá Middl­ esbrough, á að auka breiddina í varnarlínunni og tékkneski fram­ herjinn Matej Vydra, sem gekk til liðs við félagið frá Derby County, á að auka möguleikana í sókinni. Samkeppnin hvað kantstöðuna varðar hefur því ekkert breyst og líklegt að Jóhann verði áfram í lykilhlutverki hjá liðinu; leiki á hægri vængnum og haldi vonandi áfram að mata samherja sína á frábærum fyrirgjöfum. Burnley leikur þéttan varnarleik og treystir á skyndisóknir og föst leikatriði. Jóhann hefur bætt sig umtalsvert í varnarleik sínum og fellur eins og flís við rass við þann leikstíl sem einkennir Burnley undir stjórn Seans Dyche. 4 KyNNiNGArBLAÐ 1 0 . áG ú s t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U ReNsKi BoLtiNN 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -A 7 F C 2 0 8 D -A 6 C 0 2 0 8 D -A 5 8 4 2 0 8 D -A 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.