Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 32
Lifandi fréttamiðill með nýjustu fréttum allan sólarhringinn ásamt ítarlegri umöllun um málefni líðandi stundar. Selárdalur er fastur viðkomustaður í tilveru systranna Kristínar og Sólveigar Ólafsdætra sem sitja hér á ljónum Samúels Jónssonar. Þær koma sér nú upp húsi í dalnum til að geta verið þar meira. MYND/GUÐMUNDUR SVERRISSON Sambi í Selár­ dal og Gísli á Uppsölum voru samferða Sól­ veigu Ólafs­ dóttur á æsku­ árum hennar. Selárdalur er engum líkur. Hann er eiginlega við heimsenda en um leið nafli alheimsins því sem barn upplifði maður að þar gerðust allir hlutir,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sem sleit barnsskónum í Selárdal og bjó þar öll sumur fram á fullorðinsár. „Afi minn, Hannibal Valdimars­ son, tók kirkjujörðina Selárdal á leigu um það leyti sem ég fæddist og hugsaði hana sem sumaríveru­ stað fjölskyldunnar. Jafnframt setti hann upp fjárbú með um 500 fjár og þá kom öll fjölskyldan saman á sumrin til að ganga í bústörfin. Pabbi minn, Ólafur Hannibalsson, tók svo við búinu 1977 og bjó þar til ársins 1987 og þar átti ég mitt annað heimili,“ útskýrir Sólveig sem á sér ljúfar minningar úr Selár­ dalnum. „Við vorum mörg börnin í frænd­ systkinahópnum sem gengum þar um algjörlega frjáls og maður áttaði sig fljótt á að það væri ekki á mörgum stöðum þar sem tvær kirkjur stæðu í sama dalnum. Við krakkarnir gerðum víðreist um dalinn, fórum í berjamó, lékum okkur við sjóinn, í höggmynda­ garði Samúels Jónssonar og komum við hjá Gísla á Uppsölum þar sem við fengum góðar mót­ tökur. Gísla þótti vænt um að hitta mann og spjalla og þótt ég hafi ekki byrjað að drekka kaffi fyrr en um þrítugt var ég ekki nema sex ára þegar ég fór að þiggja kaffisopa hjá Gísla, enda þótti okkur krökkunum ókurteisi að afþakka sopann,“ segir Sólveig og brosir. Tvisvar á sumri var Gísla boðið til kvöldverðar hjá ömmu Sólveigar og þar var alltaf samgangur á milli. „Gísli var dálítið óskýr í tali en við krakkarnir lögðum okkur fram um að heyra það sem hann sagði og náðum flestu þótt við hefðum stundum þurft að hvá svolítið. Gísli var vissulega einangraður einbúi en pabbi átti oft í samskiptum við hann. Gísli hlustaði líka á sveita­ símann og fylgdist með því sem gerðist í sveitinni, tók inn rafmagn um leið og hinir bæirnir, og bróðir hans kom alltaf með vistir til hans, en þeir töluðust ekkert við og áttu í samskiptum án orða.“ Uppsalir eru nú í eyði og þar er Drakk kaffi með Gísla á Uppsölum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is lítið að sjá, en Sólveig segir ferða­ fólk sækja þangað til að standa í sporunum hans Gísla. „Mér finnst verst að maður skyldi ekki hafa haft rænu á því að hirða garðinn hans Gísla því hann var mikill áhugamaður um skrúðgarð­ yrkju og var með ansi merkilegan lystigarð við bæinn sinn þar sem hann ræktaði sérstök tré og skraut­ runna. Það er synd að garðurinn hafi orðið eyðileggingu að bráð því þegar enginn var orðinn eftir í dalnum til að reka út fé fór það að ganga í garðinn og girðingarnar eyðilögðust. Það gæti þó vel orðið næsta verkefni félagsins að endur­ gera lystigarðinn hans Gísla,“ segir Sólveig. Stórvirki draumóramanns Sólveig er að vísa í Félag um endur­ reisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal. Það var stofnað 1998 og fagnar nú 20 ára afmæli sínu. Mark­ mið félagsins er að sinna viðgerð­ um á listaverkum og byggingum Samúels og hefur Gerhard König myndhöggvari verið verkstjóri við­ gerðanna frá upphafi. „Afi Hannibal hélt verkum Samúels á lofti en sumum sam­ tíðar mönnum Samúels þótti kannski lítið til hans koma, álitu hann vera skrýtinn og verkin hans barnaleg. Í seinni tíð hafa æ fleiri áttað sig á því hversu gríðarlegt þrekvirki Samúel vann einn og sjálfur við öll sín verk, því fyrir utan kirkjuna, listasafnið og högg­ myndagarðinn liggja eftir hann hundruð málverka. Hann var líka stórtækur í módelsmíði og tálgaði meðal annars eftirlíkingu af Péturskirkjunni í Róm. Samúel hefur því farið frá því að vera álitinn draumóramaður yfir í að fá loks þá viðurkenningu sem honum ber,“ segir Sólveig. Samúel bjó víða í Selárdal og byggði sér hvarvetna eigið hús. Hann var vinnumaður á bæjum, alltaf fátækur og þvældist á milli. Kona hans hét Salóme og átti einn son áður, en þrjú börn þeirra Samúels dóu öll í frumbernsku. „Ekkert húsa Samúels stendur nú eftir nema tóftirnar og maður sér að höggmyndagarðurinn, listasafn­ ið og kirkjan hefðu horfið ef ekki hefði verið farið í að bjarga því. Verk hans voru unnin af vanefnum og stórviðri á Vestfjörðum fara um þau ómjúkum höndum. Samúel notaði eins litla steypu og unnt var og svo fjörusand sem hann bar sjálfur á bakinu upp fjörukamb­ inn,“ útskýrir Sólveig. Hún segir verk Samúels einstök menningarverðmæti. „Þau eru ótrúlegur vitnisburður um samtímalist og einstakling sem fann sig knúinn til að sinna listþörf sinni þrátt fyrir úrtölur og háð samferðafólksins. Því ber okkur skylda til að viðhalda svo dýrmætri alþýðulist og halda nafni hans á lofti. Við viljum líka gjarnan að hann fái þá viðurkenningu sem honum ber í íslenskri listasögu.“ Byggði sína eigin kirkju Samúel Jónsson var í daglegu tali kallaður Sambi. Því heldur félagið Sambahátíð í Selárdal á morgun, laugardaginn 11. ágúst. „Þar verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds; föndur og leikir fyrir börn, gönguleiðsagnir, kvik­ myndasýning, tónleikar Hallveigar Rúnarsdóttur og Teits Magnús­ sonar í kirkjunni og margt fleira. Hægt verður að tjalda á staðnum og boðið verður upp á ljúffenga fiskisúpu, lambakjöt og kaffi og meðlæti. Í kvöld kveikjum við svo í brennu í fjörunni við brekkusöng og sleppum kínverskum luktum út í nóttina,“ upplýsir Sólveig og vonast eftir sem flestum. „Við viljum fá sem flesta í lið með okkur að bjarga menningar­ verðmætum Samúels og í kjöl­ far vel heppnaðrar söfnunar á Karolina Fund, ásamt framlögum frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ferðamálastofu og menningar­ málaráðuneytinu, hillir nú undir að hægt verði að taka hús Samú­ els í rekstur sem aðstöðuhús, kaffistofu, minjagripaverslun og gestaíbúð fyrir lista­ og fræðimenn og áhugafólk.“ Sólveig segir Selárdal vera ein­ staka ferðamannaperlu sem brýnt sé að hafa á Vestfjarðakortinu. „Þetta er töfrandi staður. Þann­ ig er ljónagosbrunnur Samúels innblásinn af ljónagarðinum við Alhambra­höllina í Granada. Lítið er um vatn í Selárdal en þegar ég var lítil man ég eftir að Samúel hellti vatni úr fötum í brunninn til að láta það flæða úr munnum ljónanna, gegn greiðslu. Altaristafla kirkjunn­ ar á sér líka magnaða sögu því þegar Selárdalskirkja varð 100 ára málaði Samúel altaristöflu sem hann vildi gefa kirkjunni. Þar var fyrir afar verðmæt altaristafla frá 18. öld svo safnaðarstjórnin taldi sér ekki fært að þiggja gjöf Samúels. Stórhuga maður eins og Samúel ákvað því að byggja sína eigin kirkju undir töfluna og skar í staðinn út kerta­ stjaka sem hann gaf kirkjunni og eru þar enn.“ Nánari upplýsingar má finna á vef safnsins: samueljonssonmuseum. jimdo.com og á Facebook. Samúel Jónsson skildi eftir sig einstakan höggmyndagarð, hús og kirkju í Selárdalnum þar sem Sambahátíð verður haldin nú um helgina. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 D -B B B C 2 0 8 D -B A 8 0 2 0 8 D -B 9 4 4 2 0 8 D -B 8 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.