Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 18
Súkkulaði er merkilegt fyrir þær sakir að um 99% mannkyns geta borðað það, hver elskar ekki súkkulaði? Hráefnið er bara ræktað rétt í kring- um miðbaug jarðar en samt er það í uppáhaldi hjá flestum jarðarbúum. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is „Sjálfur er ég meir og meir að færa mig yfir í dekkri tegundir af súkkulaði enda finnst mér það betra eftir því sem það er dekkra,“ segir Stefán Barði Kristjönuson súkkulaðigerðarmaður. MYND/ERNIR Súkkulaðigerðarmaðurinn Stefán Barði Kristjönuson hefur að eigin sögn alltaf haft áhuga á mat og matargerð en þó sérstaklega súkkulaði, enda sé það einstaklega skemmtilegt og fjölbreytt hráefni sem hægt sé að leika sér mikið með. „Súkkulaði er merkilegt fyrir þær sakir að um 99% mannkyns geta borðað það, hver elskar ekki súkkulaði? Hrá- efnið er bara ræktað rétt í kringum miðbaug jarðar en samt er það í uppáhaldi hjá flestum jarðarbúum, hvort sem þeir búa við miðbaug eða heimskautsbaug. Sjálfur er ég meir og meir að færa mig yfir í dekkri tegundir af súkkulaði enda finnst mér það betra eftir því sem það er dekkra.“ Hugmyndin að eigin súkku- laðigerð kviknaði í berjamó fyrir nokkrum árum. „Í kjölfarið ákvað ég að kaupa litla vél og las mér til um súkkulaðigerð. Alveg frá byrjun hef ég verið að vinna mikið með dökkt súkkulaði og það er í raun alltaf að aukast. Framleiðsla mín hefur alltaf verið smá í sniðum og gerð í litlum skömmtun til að ná fram sem bestum gæðum. Ég sel súkkulaðið mitt í verslun minni á Laugavegi og í ýmsum sérversl- unum.“ Hann segir súkkulaðismekk landsmanna hafa þroskast jafnt og þétt undanfarin ár og þar sé dökkt súkkulaði alltaf að sækja á. „Einnig finnst mér margir farnir að leita meira í súkkulaði með salti en súkkulaði og salt fer mjög vel saman auk þess sem hreint súkku- laði er alltaf klassískt.“ Best með mjólk Sjálfum finnst honum ísköld mjólk passa best með góðu súkkulaði. „Margir spyrja mig hvaða súkku- laði er gott að borða með góðu rauðvíni en það getur verið erfitt að para þessa tvo hluti saman. Helst þarf að passa að vínið sé aðeins sætara en súkkulaðið. Einn- ig fer 60% eða 70% súkkulaði mjög vel með portvíni eða Madeira.“ Hann stendur í stöðugri til- raunastarfsemi í súkkulaðigerðinni og segist þar helst vilja nota eins mikið íslenskt hráefni og hægt er. „Það er þó ekki alltaf í boði en ég held þó áfram að reyna. Síðast var ég t.d. að prófa mig áfram með súkkulaði sem innihélt tólf ára gamalt balsamikedik.“ Hér gefur Stefán lesendum uppskrift að einföldum en afar ljúf- fengum blóðbergstrufflum. Blóðbergstrufflur 500 g 70% súkkulaði 400 ml rjómi 30 ml hunang 50 g smjör við stofuhita 1 msk. íslenskt blóðberg Hitið rjóma að suðu (ekki sjóða) með blóðberginu út í. Brjótið niður súkkulaði og setið í skál með smjörinu og hunanginu. Hellið síðan heitum rjómanum yfir í gegnum sigti til að skilja blóð- bergið frá og hrærið vel. Látið kólna inni í ísskáp í u.þ.b. tvær klst. Mótið síðan litlar kúlur og stráið kakódufti yfir. Geymist í þrjá daga í ísskáp. Hugmyndin kviknaði í berjamó Eftir góðan dag í berjamó kviknaði áhugi Stefáns Barða á súkkulaðigerð. Í dag framleiðir hann og selur alls kyns súkkulaði með ólíkum bragðefnum. Honum finnst ísköld mjólk passa best með góðu súkkulaði. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is HEILSURÆKT Veglegt sérblað Fréttablaðsins u heilsurækt kemur út 24. ágúst nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -C 0 A C 2 0 8 D -B F 7 0 2 0 8 D -B E 3 4 2 0 8 D -B C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.