Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 24
Síðustu þrjú tímabil hefur Mahrez skor- að 35 mörk og gefið 24 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Torreira er fyrsti Úrúgvæinn sem leikur með Arsenal. Jorginho 26 ára MiðJuMaður Ítali Landsleikir/mörk: 8/0 Keyptur á 50,4 milljónir punda frá Napoli Jorginho var fyrsti leik­maðurinn sem Maurizio Sarri keypti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Manchester City hafði áhuga á Jorginho en það kom lítið á óvart að hann skyldi enda hjá Chelsea enda þjálfaði Sarri hann hjá Napoli. Hinn 26 ára gamli Jorginho var lykilmaður í stórskemmtilegu liði Napoli undir stjórn Sarri. Hann er leikstjórnandi í anda Andreas Pirlo, leikur fyrir framan vörnina og er nokkurs konar taktmælir í spilinu. Á síðasta tímabili gaf hann að meðaltali 96,9 sendingar í leik sem var það langmesta í ítölsku úrvalsdeildinni. Næstum því 90% sendinga hans rötuðu á samherja. Sarri hefur breytt leikstíl Chelsea og Jorginho er lykilmaður í því breytingaferli. Miðað við frammi­ stöðu hans í leiknum gegn City um Samfélagsskjöldinn þarf hann þó tíma til að aðlagast enska bolt­ anum. Þar fær hann ekki sama tíma með boltann og hann fékk á Ítalíu. Jorginho er ekki mikill varnar­ maður en ætti að njóta góðs af því að spila með hinum sívinnandi N’Golo Kanté. Jorginho er fæddur í Brasilíu en fluttist til Ítalíu þegar hann var 15 ára. Hann er ítalskur ríkisborgari og hefur leikið átta leiki fyrir ítalska landsliðið. Jorginho hóf ferilinn hjá Verona en gekk í raðir Napoli 2014. Taktmælirinn sem Sarri tók með sér frá Napoli riyad Mahrez 27 ára KaNTMaður Alsíringur Landsleikir/mörk: 39/8 Keyptur á 60 milljónir punda frá Leicester Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir til að komast frá Leicester City varð Riyad Mahrez loks að ósk sinni þegar Manchester City keypti hann fyrir metverð í sumar. Mahrez gerði gott mót hjá Leic­ ester. Hann var valinn leikmaður ársins þegar Refirnir urðu óvænt Englandsmeistarar tímabilið 2015­ 16. Þá skoraði Mahrez 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni og gaf 11 stoðsendingar. Tímabilið 2016­17 var ekkert sérstakt hjá Alsíringnum en hann var öflugur síðasta vetur. Hann skoraði þá 12 mörk og lagði 10 upp til viðbótar. City hafði mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og sló fjölmörg met á leið sinni að Eng­ landsmeistaratitlinum. City skoraði m.a. 106 mörk. Sóknarleikurinn var því í góðu lagi og hann veikist ekk­ Enn eitt vopnið í vopnabúri meistaranna Lucas Torreira 22 ára MiðJuMaður Úrúgvæi Landsleikir/mörk: 8/0 Keyptur á 26,5 milljónir punda frá Sampdoria Stuðningsmenn Arsenal vonast til að Lucas Torreira sé varnarsinnaði miðjumaður­ inn sem félagið hefur leitað að án árangurs í rúman áratug. Margir hafa reynt sig í þessari stöðu en enginn verið nógu sannfærandi. Hinn smávaxni Torreira var keyptur fyrir 26,5 milljónir frá Samp doria þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góða frammi­ stöðu, sérstaklega á síðasta tímabili. Í vikunni var greint frá því að Luis Suárez, samherji Torreira í úrú gvæska landsliðinu, hefði hvatt hann til að ganga til liðs við Arsenal. Torreira lék sinn fyrsta landsleik í mars og kom við sögu í öllum fimm leikjum Úrúgvæ á HM í Rússlandi. Hinn 22 ára gamli Torreira er óþreytandi og grimmur miðju­ Er týndi hlekkurinn loksins fundinn? Jorginho verður mikilvægur hlekkur í liði Chelsea í vetur. NordiCphotos/ Getty riyad Mahrez lyftir samfélagsskildinum eftir sigur Manchester City á Chelsea á sunnudaginn. NordiCphotos/Getty ert við komu hins 27 ára Mahrez. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur úr mörgum góðum leik­ mönnum að velja og Mahrez þarf að berjast fyrir mínútunum sínum hjá Manchester­liðinu. Það er annar veruleiki en hjá Leicester þar sem hann var aðalmaðurinn. Mahrez líður best á hægri kant­ inum þar sem hann getur komið inn á völlinn og sveiflað sínum frábæra vinstri fæti. Alsíringurinn er gríðarlega leikinn og erfiður viðureignar þegar hann er í stuði. Hann gæti náð nýjum hæðum undir stjórn Guardiola. maður sem er duglegur að vinna boltann. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir góðan varnarleik er Torreira með fínar sendingar og skilar boltanum ágætlega frá sér. Torreira er dýrasti leikmaðurinn sem Arsenal keypti í sumar og hann verður í stóru hlutverki hjá Skyttunum á tímabilinu. Arsenal stendur á tímamótum enda með nýjan mann í brúnni í fyrsta sinn í 22 ár. Unai Emery, nýr knattspyrnu­ stjóri Arsenal, vill að bakverðirnir taki virkan þátt í sóknarleiknum og því mæðir mikið á Torreira að loka þeim svæðum sem þeir skilja eftir sig þegar þeir fara fram á völlinn. Lucas torreira er ætlað að styrkja varnarleik Arsenal sem var slakur á síðasta tímabili. NordiCphotos/Getty 6 KyNNiNGArBLAÐ 1 0 . áG Ú s t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U ReNsKi BoLtiNN 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -9 4 3 C 2 0 8 D -9 3 0 0 2 0 8 D -9 1 C 4 2 0 8 D -9 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.