Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 6
Jemen Sádiarabíski herinn og
bandamenn hans í stríðinu í
Jemen felldu í gær tugi í loftárás-
um á Saada-fylki. Á meðal fórnar-
lamba árásanna voru börn sem
ferðuðust saman í rútu. Frá þessu
greindi alþjóðaráð Rauða krossins.
„Tugir eru fallnir og hinir særðu fá
aðhlynningu [...] Meirihluti sjúkl-
inganna er undir tíu ára aldri,“ tísti
ráðið.
Ráðið sagði starfsmenn reyna að
bjarga eins mörgum og unnt væri.
Hins vegar héldi tala látinna áfram
að hækka. Nú þegar hafi verið tekið
á móti líkum 29 barna, allra innan
við fimmtán ára, og 48 særðum, þar
af 30 börnum.
Sádi-Arabar sögðust í gær hafa
beint árásinni að eldflaugaskot-
pöllum sem notaðir hafa verið til
að skjóta á sádiarabísku borgina
Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmenn-
irnir sem hernaðarbandalagið berst
gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um
að nota börn til að skýla sér fyrir
skothríðinni.
„Árás dagsins í Saada var lögmæt
hernaðaraðgerð og var gerð í sam-
ræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfir-
lýsingu hersins sem birtist á ríkis-
fréttastöðinni SPA.
Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta,
sagði á Twitter í gær að 39 hefðu
fallið í árásunum og 51 særst. Hútar
vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-
Araba um að hafa notað börn sér
til varnar. Sagði miðillinn börnin í
rútunni hafa verið á leið á námskeið
um Kóraninn.
Loftárásir voru einnig gerðar á
hafnarborgina Hodeidah síðasta
fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum
hernaðarbandalagsins að því er
uppreisnarmenn greindu frá. Tala
látinna var þó nokkuð á reiki,
Reuters sagði 28 hafa fallið en kín-
verski miðillinn Xinhua sjötíu.
Í kjölfarið bauð Martin Griffiths,
erindreki Sameinuðu þjóðanna í
Tugir barna féllu í loftárásum
Sádi-Araba og bandamanna
Blóðug átök
Rætur stríðsins í Jemen liggja í arabíska vorinu svo-
kallaða, mótmælaöldu Arabaríkja gegn einræðis-
herrum. Jemenar mótmæltu forsetanum Ali Abdullah
Saleh árið 2011 og náðu að knýja fram valdaskipti.
Abdrabbuh Mansour Hadi tók við völdum.
Hadi gekk illa að taka við taumunum. Hútar, upp-
reisnarhreyfing sjíamúslima, gerðu uppreisn síðla
árs 2014 gegn ríkisstjórninni. Uppreisnarmennirnir
tóku stóran hluta landsins, meðal annars höfuðborg-
ina Sana og eftir að hafa upphaflega flúið til hafnar-
borgarinnar Aden flúði Hadi land í mars 2015.
Sádi-Aröbum leist ekki á blikuna, fullvissir um að
Íranar stæðu að baki uppreisninni, og í slagtogi við
önnur ríki súnnímúslima á svæðinu hömruðu þeir
saman hernaðarbandalag með það að markmiði að
koma Hadi aftur til valda. Íranar hafa ítrekað neitað
því að tengjast Hútum, þótt fjölmargir blaðamenn
og rannsakendur hafi greint frá tengslunum. Líkt og í
Sýrlandi, og raunar víða, má því flokka átökin í Jemen
sem leppstríð Sádi-Araba og Írana.
Auk Sádi-Araba eru Bareinar, Kúveitar, Egyptar og
fleiri í bandalaginu. Nýtur það jafnframt stuðnings
Bandaríkjanna, Bretlands, Tyrkja og NATO.
Ekkert ríki hefur lýst yfir stuðningu við Húta. Íranar
og Hezbollah-samtökin sjá þeim þó fyrir vopnum,
samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Katarar eru
einnig taldir hafa gengið til liðs við Húta árið 2017
eftir að kastaðist í kekki á milli þeirra og Sádi-Araba.
Hútar halda nú vesturströnd landsins, Hadi-stjórnin
stærsta partinum þar fyrir utan, en aðskilnaðarsinnar
halda svæðum á suðurströndinni og al-Kaída og ISIS
hafa hreiðrað um sig um mitt landið.
Að minnsta kosti 10.000 hafa farist í stríðinu. Sú tala
er að öllum líkindum miklu hærri.
Ástand mannúðarmála er hamfarakennt. Á sunnu-
dag sagði Evrópusambandið það hvergi verra.
Jemenskt barn fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í Saada-fylki en 29 börn létust í loftárásinni. NordicphotoS/AFp
Meirihluti sjúklinga
okkar er undir tíu
ára aldri.
Alþjóðaráð Rauða krossins
FÉLAGSmÁL Guðmundur Hörður
Guðmundsson hefur tilkynnt að
hann bjóði sig fram til formennsku í
Neytendasamtökunum á þingi sam-
takanna í október næstkomandi.
Guðmundur, sem er fyrrverandi
formaður Landverndar, sat í stjórn
Neytendasamtakanna 2012-2014.
Hann segir í tilkynningu að sam-
tökin hafi gengið í gegnum erfitt
tímabil að undanförnu og í því fel-
ist tækifæri til að endurbyggja þau
á þeim trausta grunni sem lagður
hafi verið. Meðal helstu stefnu-
mála hans er andstaða við hækkun
neysluskatta, krafa um lækkun
virðisaukaskatts á matvæli, and-
staða við okurvexti bankakerfisins
og að stöðva smálánastarfsemi.
Þá leggur hann áherslu á aukið
samstarf við stéttarfélög, eflingu
neytendaaðstoðar og fjölgun félags-
manna.
Jakob. S. Jónsson, leiðsögumaður
og leikstjóri, hefur áður lýst yfir
framboði til formennsku. Þá stað-
festir Brynhildur Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Neytendasam-
takanna, að þriðja framboðið hafi
borist skrifstofunni síðastliðinn
miðvikudag. Hún segist ekki geta
gefið upp nafn þess frambjóðanda
þar sem viðkomandi hafi ekki til-
kynnt sjálfur um framboðið. – sar
Guðmundur
Hörður sækist
eftir formennsku
Tugir barna féllu í loft
árás hernaðarbandalags
SádiAraba á Jemen.
Átökin hafa verið einkar
blóðug undanfarnar
vikur. Friðarviðræður
mögulega á döfinni.
Ástand mannúðarmála
í Jemen sagt það versta í
heiminum og fjölmargir
á barmi þess að svelta.
Jemen, fylkingunum til friðarvið-
ræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær
viðræður bera árangur, en síðustu
viðræður fóru fram í Kúveit fyrir
tveimur árum.
Mæti sendifulltrúar fylkinganna
til viðræðna munu þær hefjast þann
6. september næstkomandi í Genf.
Hernaðarbandalagið hefur gert
fjölda loftárása á Jemen undanfar-
ið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258
árásir gerðar í júnímánuði einum.
Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd
hernaði. Yemen Data Project greindi
frá því að 24 árásir hafi verið gerðar
á íbúabyggð, þrjár á vatns- og raf-
magnsinnviði og þrjár á sjúkrahús.
AP greindi frá því fyrr í vikunni að
hernaðarbandalagið hafi gert leyni-
lega samninga við hryðjuverkasam-
tökin al-Kaída í Jemen og ráðið til
sín hermenn úr þeirra röðum.
Heimildarmenn sögðu frá því að
Bandaríkjamenn, sem styðja hern-
aðarbandalagið, hafi vitað af samn-
ingnum en þeir eiga sjálfir í átökum
við samtökin.
Bandaríkin hafi í þokkabót hætt
drónaárásum á al-Kaída á meðan
á viðræðunum stóð. Þessu neitaði
talsmaður bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins.
thorgnyr@frettabladid.is
Guðmundur
hörður
Guðmundsson
BAndAríkin Ríkisstjórn Púertó Ríkó
birti í gær skýrslu þar sem fram kom
að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins
Maríu sem reið yfir eyjuna þann
20. september síðastliðinn. Sú tala
er margfalt hærri en talan sem ríkis-
stjórnin gaf fyrst upp, 64. „Þótt hin
opinbera tala látinna frá almanna-
varnastofnun Púertó Ríkó hafi í upp-
hafi staðið í 64 virðist raunverulegur
fjöldi mun meiri,“ sagði í skýrslunni.
Skýrslan verður send neðri deild
Bandaríkjaþings eftir umsagnarferli
og er í þessu uppkasti farið fram á
139 milljarða dala aðstoðarpakka en
innviðir eyjunnar löskuðust gríðar-
lega í hamförunum.
Yfirvöld í Púertó Ríkó voru harð-
lega gagnrýnd fyrir að vantelja fjölda
þeirra sem létust í kjölfar hörmung-
anna þegar innviðir landsins voru
í molum og sjúkrahús óstarfhæf
vegna rafmagnsleysis. Þar á meðal
eru dauðsföll sem rekja má til sykur-
sýki og blóðeitrunar.
Í skýrslunni er að finna metnaðar-
fulla áætlun um uppbyggingu Púertó
Ríkó. Yfirvöld þar vilja fá fjármagn
til að ráðast í meiriháttar viðgerðir
á vegakerfi eyjunnar, uppbyggingu
opinberra bygginga og skóla, ásamt
því að gera umfangsmiklar breyting-
ar á raforkukerfum á eyjunni.
„Púertó Ríkó hefur nú einstakt
tækifæri til að innleiða nýjungar
og endurbyggja Púertó Ríkó í þeirri
mynd sem við öll viljum,“ sagði Ric-
ardo Rosselló ríkisstjóri í yfirlýsingu
til fjölmiðla. – þea, khn
Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó
Frá hamfarasvæði í púertó ríkó eftir fellibylinn Maríu. NordicphotoS/Getty
nOreGUr Sautján ára drengur hefur
játað að hafa orðið hinni þrettán ára
Sunnivu Ødegård að bana aðfaranótt
30. júlí í bænum Varhaug í Noregi.
Ekki hefur verið greint frá tengsl-
um á milli Sunnivu og drengsins og
því er ástæða þess að hann myrti
hana enn óljós. Lögreglan greindi
frá því á blaðamannafundi að hann
hafi sagt að tilviljun hafi ráðið því að
hann myrti hana.
Drengurinn kom upprunalega
sjálfur til lögreglunnar og sagðist
vera vitni en var síðar handtekinn
og ákærður fyrir morðið.
Sunniva fannst látin þann 30. júlí
á göngustíg nærri heimili sínu. Á
blaðamannafundi norsku lögregl-
unnar í gær kom fram að hún telur
næsta víst að Sunniva hafi verið myrt
í stigagangi í hverfinu og svo flutt á
göngustíginn þar sem hún fannst. – la
Játaði að hafa
myrt Sunnivu
1 0 . Á G ú S t 2 0 1 8 F Ö S t U d A G U r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð
1
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
D
-B
6
C
C
2
0
8
D
-B
5
9
0
2
0
8
D
-B
4
5
4
2
0
8
D
-B
3
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K