Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 10
Sheriff Tiraspol - Valur 1-0 1-0 Ziguy Badibanga (85.). Liðin mætast aftur á Hlíðarenda 16. ágúst. Nýjast Forkeppni Evrópudeildarinnar FH - Selfoss 0-1 0-1 Allyson Paige Haran (21.). Pepsi-deild kvenna Fram - Þór 3-3 0-1 Sveinn Elías Jónsson (12.), 0-2 Ármann Pétur Ævarsson (30.), 1-2 Guðmundur Magnússon (43.), 2-2 Guðmundur Magnús- son (72.), 3-2 Guðmundur Magnússon (víti) (75.), 3-3 Alvaro Montejo (víti) (90.). Njarðvík - ÍA 1-2 0-1 Jeppe Hansen (9.), 0-2 Einar Logi Einars- son (52.), 1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson (sjálfsmark) (86.). HK - Þróttur R. 0-1 0-1 Daði Bergsson (36.). ÍR - Leiknir R. 1-0 1-0 Ágúst Freyr Hallsson (4.). Inkasso-deild karla Fótbolti Tímabilið 2018-19 í ensku úrvalsdeildinni hefst með leik Manchester United og Leicester City á Old Trafford í kvöld. Leikur- inn byrjar klukkan 19.00. United endaði í 2. sæti deildar- innar á síðasta tímabili sem er besti árangur liðsins síðan Sir Alex Ferguson settist í helgan stein 2013. Þrátt fyrir það var United 19 stigum á eftir Englandsmeisturum Manc- hester City. United gerði lítið á félagaskiptamarkaðnum í sumar og José Mourinho hefur varla stokkið bros á undirbúningstímabilinu. Margir spá því að Portúgalinn verði farinn frá United áður en tímabilið er á enda. City hafði gríðarlega mikla yfir- burði á síðasta tímabil og setti ný viðmið, bæði í stigasöfnun og spilamennsku. Pep Guardiola er afar metnaðarfullur stjóri og slær ekkert af kröfunum þrátt fyrir frá- bært tímabil í fyrra. Liverpool þykir líklegast til að veita City samkeppni um Englands- meistaratitilinn. Rauði herinn hefur eytt liða mest í sumar, tæpum 160 milljónum punda, og leikmanna- hópurinn er stærri og sterkari en síðustu ár. Liverpool hefur ekki unnið titil síðan 2012 en stuðn- ingsmenn liðsins vonast til þess að þeirri bið ljúki í vor. Tottenham, sem hefur endað í einu af þremur efstu sætum deild- arinnar undanfarin þrjú tímabil, er með sama lið og sama stjóra [Maur- icio Pochettino]. Chelsea og Arsenal eru hins vegar með nýja menn við stjórnvölinn og erfitt er að spá um gengi þeirra. Maurizio Sarri tók við Chelsea og hefur breytt áherslum þar á bæ. Evr- ópudeildarsérfræðingurinn Unai Emery er nýi maðurinn í brúnni hjá Arsenal. Hann tók við af Arsene Wenger sem hætti í vor eftir 22 ár við stjórnvölinn hjá Skyttunum. Ísland á þrjá fulltrúa í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt annað tímabil með Everton sem er enn og aftur með nýjan stjóra [Marco Silva]. Meiri stöðugleiki er hjá Burn- ley sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með. Burnley kom liða mest á óvart á síðasta tímabili, endaði í 7. sæti og tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni. Aron Einar Gunnarsson er svo hjá Cardiff City sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Flestir spá því að Cardiff fari beinustu leið niður í B-deildina aftur. Það ríkir öllu meiri bjartsýni hjá hinum nýliðunum, Wolves og Fulham, enda hafa þeir látið til sín taka á félagaskipta- markaðnum í sumar. ingvithor@ frettabladid.is Tímabilinu spyrnt af stað í Leikhúsi draumanna í kvöld Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla hefst með leik Manchester United og Leicester City í kvöld. Íslend- ingar eiga þrjá fulltrúa í deildinni, en Gylfi Þór Sigurðsson leikur annað tímabil sitt með Everton og Jóhann Berg Guðmundsson þriðja með Burnley. Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans hjá Cardiff eru nýliðar. Alexis Sánchez hefur verið sprækur í liði Manchester United á undirbúningstímabilinu. Hann verður í eldlínunni þegar liðið tekur á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í kvöld. NORdICPHOTOS/GETTy Ásdís einu sæti frá úrslitunum Frjálsar íþróttir Ásdís Hjálmsdótt- ir komst ekki í úrslit í spjótkasti á EM í frjálsum íþróttum í Berlín. Ásdís endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu keppendurnir komust áfram í úrslit. Ásdís kastaði 58,64 metra í fyrstu tilraun en það reyndist hennar besta kast. Hún gerði ógilt í annarri tilraun og í þeirri þriðju kastaði hún spjót- inu 56,41 metra. Ásdís var í fyrri riðli í undan- keppninni og eftir að honum lauk var hún í 8. sæti. Í seinni riðlinum máttu því ekki fleiri en fjórir kasta lengra en hún. Fimm keppendur enduðu þó á því að kasta lengra en 58,64 metra og Ásdís var því einu sæti frá því að komast í úrslit. Ásdís hefur lengst kastað 60,34 metra á árinu en Íslandsmet hennar er 63,43 metrar. – iþs Ásdís kastaði 58,64 metra í undan- keppninni í spjótkasti á EM í frjálsum íþróttum í gær. NORdICPHOTOS/GETTy GolF Axel Bóas son, atvinnukylf- ingur úr Golfklúbbnum Keili,  og Birg ir Leif ur Hafþórs son, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,  hafa haft betur í báðum leikjum sínum  á Evr ópu- mót inu í liðakeppni í golfi sem fram fer á Gleneag les-vell in um í Skot- landi þessa dagana. Axel og Birg ir Leifur mættu Ítölunum Guido Migl- ozzi og Lor enzo Gagli í gær og fóru með sigur af hólmi. Keppt er í svo kölluðum fjór bolta á mót inu þar sem báðir kepp end ur beggja liða leika hol urn ar og besta skorið tel ur. Axel og Birg ir unnu 2&1 í dag sem þýðir að þeir voru með tveggja hola for ystu þegar ein hola var eft ir óleik in. Þar áður höfðu þeir lagt Belga að velli í fyrstu umferðinni og eru þeir þar af leiðandi með fjög- ur stig eða fullt hús stiga  í D-riðli mótsins. Keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum á mótinu og efsta liðið í hverj um riðli kemst áfram í undan- úr slit á mótinu. Axel og Birg ir mæta Norðmönn um í lokaumferð riðla- keppninnar í dag og sigur í þeim leik tryggir þeim sæti í undanúr- slitum. Ekki hefur gengið jafn vel hjá Ólafía Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr Golfklúbbi Reykjavíkur, og Valdísi Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfingi úr  Golfklúbbnum Leyni. Þær náðu reyndar í jafntefli í leik  sínum gegn Finnlandi í gær, en  tap gegn Bretlandi í fyrstu umferðinni þýðir að uppskera þeirra er of rýr til þess að þær eigi möguleika á að komast áfram með sigri í loka- leik  sínum í riðlakeppninni gegn Austurríki í dag. – hó Sæti í undanúrslitum í boði í leik gegn Noregi Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson spá í spilin. NORdICP- HOTOS/GETTy Fótbolti Varn ar maður inn Jón Guðni Fjólu son er á leið frá sænska knattspyrnuliðinu Norrköping  til rúss neska liðsins Krasnod ar. Þetta staðfesti rúss neska liðið í frétt á heimasíðu sinni í gær. Þar kom fram að félögin hefðu samið um kaupverð og gengið yrði frá samningi við leik- manninn og læknisskoðun í dag. Jón Guðni yfirgefur sænska liðið sem er í þriðja sæti sænsku úrvals- deildarinnar. Tímabilið er nýhafið í Rússlandi og Krasnodar er með þrjú stig eftir tvo leiki í rússnesku úrvals- deildinni. – hó Jón Guðni á leið til Rússlands Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru í góðri stöðu fyrir lokaum- ferðina í liðakeppni á Evrópumótinu í golfi sem haldið er í Glasgow. Bið áhugmanna um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla lýkur í kvöld þegar deildin hefst með leik Manchester United og Leicester City á Old Trafford. 1 0 . á G ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D a G U r10 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð spOrT 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -9 E 1 C 2 0 8 D -9 C E 0 2 0 8 D -9 B A 4 2 0 8 D -9 A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.