Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 44
Kúrekastígvél Þessi grófi skófatnaður verður greinilega vinsæll í vetur þar sem margir klæddust kú- rekastígvélum og pöruðu saman við síða kjóla eða stuttbuxur. Það væri nú gaman að eign- ast eitt svona par fyrir veturinn. Stórir jakkar Því stærri og herðabreið- ari því betra er greini- lega málið í yfirhöfnum þennan veturinn. Stórir jakkar, sem jafnvel litu út fyrir að vera sóttir í herradeild- ina, voru yfirhöfnin í Kaupmanna- höfn í ár. Mittistaska Þessi taska hefur verið vinsæl upp á síðkastið og hangir þá gjarnan bara yfir öxlina en ef marka má áhrifa- valdana er málið núna að spenna töskuna um mittið. Smart og praktískt. Skyrta með herralegu sniði Það sama á við um skyrtuna og jakkann, því stærri og herra- legri því betra. Skyrtur detta seint úr tísku og nú er málið að hafa hana úr léttu efni, jafnvel silki, og í glaðlegum lit til að flikka upp á heildardressið. Tískuveisla í Kaupmannahöfn Þessa vikuna stendur yfir tískuvika hjá nágrönnum okk- ar í Danaveldi þar sem helstu skandinavísku merkin sýna glænýjar fatalínur fyrir næsta vor og sumar. Það er samt alltaf gaman að beina sjónum að gestunum þar sem áhrifa- valdar innan tískuheimsins skiptast á um að klæðast öll- um heitustu trendum ársins. Glamour skoðaði götutískuna í Kaupmannahöfn og hér er það sem var vel áberandi. Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter Blómakjólar Við fáum ekki nóg af blómakjólum og greinilega ekki Danirnir heldur. Parað saman við bera leggi eða yfir galla- buxur. Engin ástæða til að leggja blóma- kjólunum í vetur. 1 0 . á g ú S t 2 0 1 8 F Ö S t U D A g U R24 l í F i ð ∙ F R É t t A B l A ð i ð Lífið 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 D -B 1 D C 2 0 8 D -B 0 A 0 2 0 8 D -A F 6 4 2 0 8 D -A E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.