Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 28
Fæst í apótekum heilsubúðum og heilsuhillum verslana Er hárið farið að þynnast? 25,5x10 hair gro hvítt.pdf 1 08/06/2018 13:03 Síðustu áratugir hafa verið erfiðir stuðningsmönnum Liverpool en aðeins einn titill hefur unnist undanfarin tólf ár. Eru stuðningsmenn félags- ins þyrstir í að sjá félagið fara að vinna titla og þar er einn efstur á lista. Enski meistaratitillinn. Titill sem Liverpool hefur verið að eltast við í 28 ár og komist nálægt því að landa en þegar á hólminn er komið hefur tækifærið runnið úr greipum þeirra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið nokkuð greiðan aðgang að fjárhirslum félagsins á þessu ári og er kominn tími á að hann fari að skila titlum til Bítlaborgarinnar. Klopp er að hefja sitt þriðja heila tímabil hjá félaginu og nálgast þrjú ár sem knattspyrnu- stjóri Liverpool eftir að hafa tekið við af Brendan Rodgers haustið 2015. Með Klopp komu miklar væntingar enda hafði honum áður tekist að stýra Dortmund til sigurs í þýsku deildinni tvö ár í röð og í úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að hafa aðeins brotabrot af fjármagninu sem lið á borð við Bayern München hafði. Sömu vandræði héldu áfram Tókst honum að kaupa leikmenn og gera þá að stjörnum á sama tíma og liðið hans spilaði stór- skemmtilegan fótbolta á leið sinni í átt að tveimur meistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Þrátt fyrir að honum hafi tekist að láta Liver- pool spila skemmti- legan fótbolta voru sömu vandamál að hrjá liðið og hafa gert allt frá því að Rafa Benitez yfirgaf félag- ið árið 2010. Allan stöðugleika skorti í varnarleikinn og þar fyrir aftan voru markmenn sem voru alltaf líklegir til að gera afdrifa- rík mistök líkt og sást bersýni- lega í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Engar afsakanir, herra Klopp Liverpool styrkti leikmannahópinn hvað mest í sumar og mætir með sterkt lið sem er tilbúið að gera atlögu að titlum. Stuðningsmenn félagsins hafa beðið í 28 ár eftir þeim stærsta á Englandi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpool að Naby Keita og Mohamed Salah nái vel saman í vetur. Miklar væntingar eru gerðar til Sal­ ah eftir að hann bætti markametið í ensku úrvalsdeildinni í vor en varnarmenn munu hafa góðar gætur á honum. NordicPhotoS/gEtty Setti Liverpool ný viðmið þegar kom að kaupum á varnarmanni í janúar síðastliðnum þegar félagið greiddi stórfé, 75 milljónir punda, fyrir Virgil Van Dijk, hollenska miðvörðinn frá Southampton. Klopp einblíndi á að fá Van Dijk og engan annan og fékk það í gegn en hann kom með meiri ró í varnarleik liðsins. Stefnan sett á titilinn Í sumar fékk hann aftur að styrkja leikmannahópinn og sækja leikmenn sem hann var með efsta á óskalista. Ekki þurfti að sætta sig við plan-B þetta árið. Aftur fékk hann að kaupa dýrasta mann heims- ins í sinni stöðu, brasilíska markvörðinn Alisson Becker þótt Chelsea hafi bætt það met skömmu síðar. Þar að auki komu varnarsinnaði miðjumaðurinn Fabinho og Naby Keita inn fyrir tæpar hundrað milljónir punda samanlagt. Bætti hann að lokum aukavopni við sóknarleikinn, Xherdan Shaqiri, á góðu verði frá Stoke. Spurningin er hvort honum takist að fá meiri stöðugleika út úr svissneska kant- manninum sem hefur átt kafla- skiptan feril. Í heildina hefur Klopp eytt rúmum 230 milljónum punda til að styrkja leikmannahópinn á þessu ári og fengið fjóra heims- klassa leikmenn í sínar raðir. Salan á Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 140 milljónir lagar ársreikninginn en það er ekk- ert launungarmál að búið er að styrkja hópinn til að gera atlögu að meistaratitlinum. Liverpool með þennan hóp ætti að teljast tilbúið í baráttuna um titilinn við ríkjandi meistara Manchester City og hvaða félag sem er sem blandar sér í baráttuna í ár. Í ár ætti Liverpool ekki að hafa neinar afsakanir, það er kom- inn tími til að setja nýja bikara upp í hillurnar á Anfield sem hafa safnað ryki í of langan tíma að mati stuðningsmannanna. Aðeins Manchester City (106) skoraði fleiri mörk en Liverpool í fyrra. Klopp hefur ekki tekist að vinna bikar fyrstu þrjú árin hjá Liverpool. Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@frettabladid.is 10 KyNNiNgArBLAÐ 1 0 . ág ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RENSKi BoLtiNN 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 D -A C E C 2 0 8 D -A B B 0 2 0 8 D -A A 7 4 2 0 8 D -A 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.