Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 41
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 10. ágúst 2018 Tónlist Hvað? Daníel Friðrik og Megas Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Daníel Friðrik og Megas stíga á svið í Mengi. Efni þessara hljóm- leika er ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líkt og fallið milli skips og bryggju, orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Húsið opnað kl. 20.30. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Miðaverð: 3.000 krónur. Hvað? Pride-tónleikar Hinsegin kórsins Hvenær? 18.00 Hvar? Fríkirkjan Hinsegin kórinn efnir til tónleika í tilefni Hinsegin daga. Kórinn hefur á undanförnum árum getið sér afar gott orð fyrir góðan söng og skemmtilega framkomu en hann syngur undir stjórn tónlistarkon- unnar Helgu Margrétar Marzellí- usardóttur. Miðaverð í forsölu: 2.500 kr., verð við innganginn: 3.000 kr. Hvað? Alchemia, Exile Og Premium Hvenær? 23.00 Hvar? Íslenski rokkbarinn Föstudaginn 10. ágúst verður sjabbalabba smarties rokk/metal veisla á Íslenska rokkbarnum þegar Alchemia og Exile og Premium koma þar fram. Kostar 500 krónur inn. Hvað? Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann ásamt hljómsveitinni Albatross Hvenær? 20.00 Hvar? Sigtúnsgarðurinn Stærstu tónleikar ársins verða á Sel- fossi föstudaginn 10. ágúst. Húsið opnað kl. 20.00 og hefjast tón- leikarnir stuttu eftir það. Svo tekur Ingó Veðurguð við mæknum strax að loknu giggi og heldur stuðinu áfram! Miðasala fer fram dagana 7.-9. ágúst fyrir utan Bónus frá kl. 17.00-18.00 og kostar 2.500 í for- sölu og 3.500 við innganginn. Hvað? Harmóníkudansleikur Hvenær? 2 0.00 Hvar? Skálakot Haldinn verður harmóníkudans- leikur á pallinum í Skálakoti. Áætl- anir gera ráð fyrir að dansleikurinn hefjist klukkan 20.00 og standi til klukkan 22.00. Leikin verður kraftmikil og fjörug harmóníku- tónlist undir berum himni og gömlu dansarnir dansaðir af kappi undir styrkri stjórn Önnu Birnu Þráinsdóttur dansstjóra. Hvetjum við áhugasama að panta sér borð í tíma á info@skalakot.is. Viðburðir Hvað? Stella í orlofi – föstudags- partísýning Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkó- hólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu. Hvað? Lord of the Rings – The Two Towers Hvenær? 19.30 Hvar? Harpa Óskarsverðlaunamyndin Lord of the Rings – The Two Towers – (Hringadróttinssaga – Tveggja turna tal) verður sýnd í fullri lengd í Eldborgarsal Hörpu ásamt stórri sinfóníuhljómsveit, einsöngv- urum og kórum. Tónlist og söngur myndarinnar, eftir eitt virtasta kvikmyndatónskáld samtímans, Howard Shore, verður flutt lifandi undir þessari frábæru kvikmynd sem af mörgum er talin vera eitt besta verk kvikmyndasögunnar. Athugið, myndin er ekki við hæfi barna undir 12 ára aldri Hvað? KakóRó Hvenær? 17.30 Hvar? Skólahúsið Borðeyri Verið hjartanlega velkomin í KakóRó á Borðeyri, einu fámenn- asta þorpi Íslands, þar sem við róum líkama, huga og sál með hugleiðslu, öndunaræfingum, tón- ferðalagi og djúpri slökun. Skóla- húsið er á Borðeyri, 500 Stað. Hvað? Act alone Hvenær: 17.00 Hvar: Suðureyri Annar dagur hinnar einstöku lista- hátíðar Act alone á Suðureyri hefst með opnun myndlistarsýningarinn- ar Compassion planet sem fer fram á ganginum í sundlaugarparadís þorpsins. Kvelddagskráin hefst með einleiknum Pain Tapestry í félags- heimilinu kl. 19.00. Næst verður boðið upp á danssýninguna FUBAR sem hefst kl.20.30. Diskóið tekur svo öll völd kl. 22.00 þegar engin önnur en Helga Möller stígur á svið. Ókeypis er á alla viðburði Act alone, já allt ókeypis, bara mæta. Námskeið Hvað? Klappstýrunámskeið Hvenær? 16.30 Hvar? Primal Iceland, Faxafeni 12 Ert þú meðal þeirra sem fyllast spenningi yfir bíómyndum þar sem klappstýrur mynda svimandi píramída, stökkva upp í hendur félaga sinna og kastast niður í kollhnís? Þá ættir þú að athuga spennandi námskeið sem finnski klappstýruþjálfarinn Ismo Kor- honen býður í samstarfi við Húlla- dúlluna og Akró Ísland helgina 9.-11. ágúst. Á námskeiðinu kennir Ismo grunnatriði klappstýru- trixa, kennir akrótrix fyrir smærri og stærri hópa og kynnir okkur klappstýruheiminn. Megas og Daníel Friðrik halda tónleika í Mengi í kvöld. Fréttablaðið/anton brink GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is KOLEOS Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og sparneytinn. Renault Koleos, verð frá: 5.590.000 kr. Staðalbúnaður í Koleos er m.a.: Virkur neyðarhemlunarbúnaður, Akreinavari, umferðarskiltaskynjun með viðvörun, aðalljós sem beygja um leið og beygt er, LED stöðuljós með „Follow Me Home“ búnaði, leiðsögukerfi með Íslandskorti, R-Link margmiðlunarkerfi, Apple CarPlay™ og Android Auto™. Verið velkomin í reynsluakstur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 0 R e n a u lt K o le o s c ro s s o v e r 5 x 2 0 á g ú s t m e N N i N g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21F Ö S T U D A g U R 1 0 . á g ú S T 2 0 1 8 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -B 1 D C 2 0 8 D -B 0 A 0 2 0 8 D -A F 6 4 2 0 8 D -A E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.