Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 26
Ekkert lið hélt jafn oft hreinu á síðasta tímabili og Man Utd., eða 19 sinnum. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með miklum yfirburðum á síð- asta tímabili og sló fjölmörg met í leiðinni. City fékk flest stig í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (100), vann flesta leiki (32), flesta útileiki (16), flesta leiki í röð (18), var með besta markamismuninn (+79) og skoraði flest mörk (106). City fékk 19 stigum meira en Manchester United en aldrei hefur munað jafn mörgum stigum á Englandsmeist- urum og liðinu í 2. sæti. City hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari í sögu félagsins en aldrei náð að verja titilinn. Það verkefni bíður Peps Guardiola, hins metnaðarfulla spænska knatt- spyrnustjóra City. Þótt félagið hafi haft hægt um sig á félagaskipta- markaðnum í sumar er ólíklegt að City gefi mikið eftir. Liðið virðist enn það sterkasta í ensku úrvals- deildinni og það verður erfitt að velta City af stalli sínum. Þótt frammistaða City í ensku úrvalsdeildinni í fyrra hafi verið nánast fullkomin olli liðið von- brigðum þegar það féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðan Sheikh Mansour keypti City fyrir 10 árum hefur liðið aldrei komist lengra en í undanúrslit Meistara- deildarinnar. Því þarf Guardiola að breyta í vetur. Stefna á fyrstu titilvörnina Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan sigur á Chelsea, 2-0, í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. NordiCphotoS/GEtty José Mourinho, knattspyrnu-stjóri Manchester United, hefur ekki verið upplitsdjarf- ur í sumar. Harmakveinin byrjuðu strax á fyrsta blaðamannafundi undirbúningstímabilsins og hafa ekki stöðvast síðan þá. Portúgalski stjórinn er ósáttur við hversu illa United gekk á félaga- skiptamarkaðnum í sumar og að hafa ekki fengið leikmennina sem hann vildi fá. United endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tíma- bili, 19 stigum á eftir Englands- meisturum Manchester City. Það er erfitt að sjá United minnka bilið á City í vetur og vera í alvöru titil- baráttu í fyrsta sinn síðan Sir Alex Ferguson hætti 2013. Þótt United standi ljósbláum grönnum sínum enn langt að baki er liðið langt frá því að vera slakt. Einn besti markvörður heims, David De Gea, stendur á milli stanganna, Alexis Sánchez er búinn að vera mjög frískur á undir- búningstímabilinu og Romelu Lukaku og Paul Pogba mæta fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Stærsta verkefni Mourinhos verður að fá enn meira út úr sínum lykilmönnum. Pogba hefur átt frábæra spretti í búningi United, kom m.a. með beinum hætti að 16 mörkum á síðasta tímabili, en býr yfir hæfileikum til að gera enn betur. Lukaku skoraði 27 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá United en myndi eflaust þiggja meiri og betri þjónustu í vetur. Þungskýjað á Old Trafford Margir spá því að José Mourinho, hinn portúgalski stjóri Manchester Un- ited, verði horfinn á braut áður en tímabilið er á enda. NordiCphotoS/GEtty sjáðu allt úrvalið á elko.is útsala! AÐEINS 40 STK. AÐEINS 12 STK. -20% -20% 199.995 verð áður: 249.995 103.995 verð áður: 129.995 PHILIPS 65” UHD SNJALLSJÓNVARP 65PUS8303 SAMSUNG 49” UHD SNJALLSJÓNVARP UE49MU6475XXC Það urðu kaflaskil hjá Arsenal þegar franski knattspyrnu-stjórinn Arsene Wenger sleppti takinu á liðinu eftir rúmlega tveggja áratuga skeið sem stjóri hjá félaginu og Spánverjinn Unay Emery tók við stjórnartaumunum. Emery var síðast við stjórnvölinn hjá franska risanum PSG og sinnti því starfi með ágætum. Emery fékk þýska markvörðinn Bernd Leno til þess að berjast við Petr Cech um markmannsstöðuna. Grikkinn Sokrat is Pap ast atho poulos bættist í miðvarðasveit liðsins og hinn svissneski Steph an Licht- steiner bætir flóruna í bak- varðarstöðunni hægra megin. Lucas Tor reira, sem lék vel fyrir Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, á að svara kalli stuðnings- manna sem hafa kallað eftir því undanfarin ár að fenginn væri til liðsins öflugur djúpur miðjumaður. Franski U-21 árs landsliðsmaðurinn Mattéo Gu endouzi mun svo berjast við miðjumenn liðsins um sæti í liðinu. Arsenal tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu síðast- liðið vor, en liðið hefur leikið í Evr- ópudeildinni síðustu tvö tímabil eftir að hafa leikið í Meistaradeild Evrópu í 17 leiktíðir þar á undan. Verkefni Emery er að tryggja stuðn- ingsmönnum Arsenal Meistara- deildarfótbolta á nýjan leik. Raun- hæft markmið er að komast aftur í eitt af efstu fjórum sætunum, en hæpið er fyrir stuðningsmenn liðsins að fara fram á að liðið berjist um enska meistaratitilinn á komandi keppnistímabili. Pierre- Emerick Aubameyang kom inn í ensku úrvalsdeildina með látum um síðustu áramót þegar hann gekk til liðs við Arsenal frá Borussia Dortmund. Hann skoraði tíu mörk í þeim þrettán leikjum sem hann lék fyrir liðið eftir að hann kom þangað. Gabonmaðurinn mun leiða framlínu liðsins og vera lykilmaður í sóknarleiknum. Ferskir vindar á Emirates Fyrirsjáanlegustu stjóraskipti sumarsins urðu hjá Chelsea. Eftir tvö tímabil við stjórnvöl- inn, og tvo stóra titla, var Ítalinn Antonio Conte rekinn. Við starfinu tók landi hans, Maurizio Sarri, sem var nálægt því að gera Napoli að ítölskum meist- urum á síðasta tímabili. Sarri aðhyllist allt annan leikstíl en Conte og hefur breytt miklu hjá Chelsea. Sarri leggur áherslu á að lið sín haldi boltanum og pressi andstæð- inginn framarlega á vellinum. Sarri tók ítalska leikstjórnandann Jorginho með sér frá Napoli og fékk svo króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic frá Real Madrid. Þá urðu mark- varðaskipti hjá Chelsea. Thibaut Courtois fékk draum sinn um að fara til Real Madrid uppfylltan en í staðinn keypti Chelsea Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao og gerði Spánverjann að dýrasta markverði allra tíma. Það verður að koma í ljós hversu lengi Sarri verður að innleiða sína hugmynda- fræði hjá Chelsea. Hann verður þó að hafa hraðar hendur því þolinmæði stjórnarmanna Chelsea er ekki alltaf mikil. Umbylting hjá Chelsea Maurizio Sarri Unai Emery sem tók við sem knatt- spyrnustjóri Arsenal í sumar stýrir hér leik- mönnnum sínum á æf- ingu liðsins í sumar. NordiC­ photoS/GEtty Fjórir leikmenn Man. City lögðu upp tíu mörk eða fleiri í fyrra: Kevin De Bruyne, Leroy Sané, David Silva og Raheem Sterling. 8 KyNNiNGArBLAÐ 1 0 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RENSKi BoLtiNN 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 D -9 9 2 C 2 0 8 D -9 7 F 0 2 0 8 D -9 6 B 4 2 0 8 D -9 5 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.