Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 2
Veður Hægur vindur eða hafgola og léttskýjað með köflum, en í inn- sveitum norðaustanlands má búast við skúrum á stöku stað síðdegis. Sunnan 3-8 m/s og heldur meira skýjað á Suðvestur- og Vesturlandi. sjá síðu 16 Frelsinu fagnað Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuð- um er vafalaust einn mesti Íslands- vinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heim- sókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem mark- vert er að sjá og gott betur á ferða- lögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norður- slóðum. Svisslendingar halda vana- lega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi sam- landa sinna. Florian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kenn- ari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heim- sótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heim- sótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslend- ingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslands- vinurinn Florian og sýnir blaða- manni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríf- lega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan. mikael@frettabladid.is Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri Sem fátækur bóndasonur í Sviss dreymdi Florian Rutz alltaf um að ferðast um norðurslóðir. Nú er þessi fyrrverandi kennari á níræðisaldri og að heimsækja Ísland í þrítugasta sinn. Safnaði sér fyrir sinni fyrstu ferð fyrir fjörutíu árum.  Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum. FRéttablaðið/EyþóR Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Florian Rutz PÁSKATILBOÐ Útsalan er byrjuð Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 112.425 Verð áður 149.900 25-50% afsláttur Sjá nánar á grillbudin.is Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 stjórnsýsla Framkvæmdir  við nýbyggingar þjóðgarðsins á Þing- völlum á Hakinu voru í lok maí komnar um 70 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Sýningarkostn- aður hækkaði um 30 milljónir. Einar Á. Sæmundsen þjóð- garðsvörður fór yfir stöðu fram- kvæmdanna á  síðasta fundi Þing- vallanefndar sem var 30. maí. „Framkvæmdir við anddyri eru að klárast og sýningarsalur í undirbún- ingi. Hefja á framkvæmdir við hellu- lögn utanhúss á næstu vikum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Helstu skýringar á framúr- keyrslunni  í kostnaðinum  eru sagðar magnbreytingar í steypu og jarðvegsvinnu, meira eftir- lit hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og aukinn hönnunarkostnaður eftir að áætlun lauk. Þá segir að kostnaður við sýningu hækki úr 320 milljónum í um 350 milljónir. „Þar koma til viðbætur í þremur sýningaratriðum, viðbætur við hljóðvist og frágangur við raf- magn.“ Þjóðgarðsvörður benti sér- staklega á að sýningin muni skila tekjum á næsta ári. – gar Eitt hundrað milljóna króna framúrakstur á Þingvöllum Mikið og gott útsýni er yfir þingvelli af Hakinu. FRéttablaðið/PjEtuR saMGÖnGur Bombardier-vél Air Iceland Connect varð að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir flugtak þegar annar hreyfill vélarinn- ar stöðvaðist. Lendingin gekk vel og farþega og áhöfn sakaði ekki. Vélin var nýfarin í loftið á leið til Egilsstaða þegar bilunarinnar varð vart. Farþegum var komið í nýja vél og flogið á áfangastað. Atvikið er til rann- sóknar hjá rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. – jóe Nauðlenti vegna bilunar í hreyfli Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkur- flugvelli. FRéttablaðið/SiGtRyGGuR aRi Frelsinu var fagnað á opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói í gær; frelsinu til að elska, frelsinu til að ráða yfir eigin líkama, og frelsinu til að láta drauma sína rætast óháð kynhneigð, kyngervi og kyni. Andrea Gylfadóttir og Hinsegin kórinn sungu Somewhere over the rainbow. Hinsegin dagar standa þangað til á sunnudaginn og sem fyrr er dagskráin fjölbreytt. Hápunkturinn er sem fyrr gleðigangan á laugardaginn. FRéttablaðið/SiGtRyGGuR aRi 1 0 . á G ú s t 2 0 1 8 f Ö s t u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -8 F 4 C 2 0 8 D -8 E 1 0 2 0 8 D -8 C D 4 2 0 8 D -8 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.