Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Skoðaðu úrvalið á njottulifsins.is HVERAGERÐI „Við búum á svæði þar sem náttúruhamfarir af ýmsum toga geta orðið. Þetta rafmagnsleysi gefur okkur tilefni til að fara betur yfir þessi mál í því ljósi. Hvernig við getum undirbúið okkur betur undir hugsanlegt langvarandi rafmagns- leysi í kjölfar náttúruhamfara. Það er eitthvað sem við munum gera,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði. Rafmagnslaust varð í bænum á þriðjudag eftir að spennir í aðveitu- stöð gaf sig. Við framkvæmdir á byggingarlóð í bænum fór skurðgrafa í gegnum gamlan streng sem talið var að væri ekki tengdur. Það varð til þess að mikið högg kom á spenninn og olli það rafmagnsleysinu. Skipta þurfti út spenninum og lauk þeim framkvæmdum upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Taka þurfti rafmagn af bænum í um 20 mínútur meðan á því stóð. Sam- kvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Tilefni til að huga að rafmagnsmálum HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun (MAST)  varar við notkun á fitu- brennsluefninu DNP. Í tilkynningu frá MAST segir að efnið sé að finna í fæðubótarefni sem notað er í megr- unartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan 2015 og einu í Þýskalandi. Sala DNP í gegnum netið hefur færst í aukana undanfarið. Í tilkynningu MAST segir að DNP njóti vinsælda meðal fólks sem stundar vaxtar- rækt en einnig er vitað að efnið er notað af einstaklingum sem þjást af átröskun o. MAST hvetur fólk til að kaupa ekki vörur sem innihalda DNP enda geti þær verið mjög hættulegar heilsu fólks. Verði fólk þess vart að efnið sé selt er það hvatt til að til- kynna það til stofnunarinnar. – khn MAST varar við brennsluefni VIÐSKIPTI Félag í eigu Kristins Aðal- steinssonar fjárfestis hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikn- ingi Stekks fjárfestingafélags. Þyngst vó söluhagnaður hluta- bréfa upp á 147 milljónir króna en hlutdeild fjárfestingafélagsins í hlutdeildarfélögum var jákvæð um 57 milljónir. Heildareignir félagsins námu ríflega 1.204 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess tæpar 90 milljónir. Félag Kristins fer meðal annars með 53 prósenta hlut í Securitas og 45 prósenta hlut í Límtré Vírnet en hlutirnir voru metnir á samtals um 797 milljónir í lok síðasta árs. – kij Stekkur hagnast um 126 milljónir Stekkur á ríflega 53 prósenta hlut í Securitas. Fréttablaðið/anton brink aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði. Fréttablaðið/EYÞÓr SjÁVARúTVEGuR Eftirlitsmenn Fiski- stofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með raf- rænu myndavélakerfi sem öll fisk- veiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Krist- ján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrög- unum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiði- lögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunar- kerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með teng- ingu við vigtarbúnað vigtunarleyfis- hafa. „Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. Frumvarpið er enn í umsagnarferli og engin endanleg mynd er komin á það að sögn sjávarútvegsráðherra. Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Fréttablaðið/StEFán Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loft- för, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomu- lag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðu- neytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunar- kerfið, ef af því verður, verði þann- ig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir við- brögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiski- stofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til ann- ars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“ – tfh RARIK á Suðurlandi er ástandið komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt að vanda til verka þar sem verið er að vinna í og við svona viðkvæmar lagnir. Svona getur samt alltaf gerst og það er ekki við neinn að sakast,“ segir Aldís. Hún segist ekki vita til þess að rafmagnsleysið hafi valdið neinum skemmdum sem slíkum en auðvitað hafi einhverjir tapað viðskiptum. – sar Við teljum í grunn- inn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins SAMFÉLAG „Það er kominn inn svo- lítill aur vegna þessa og það er bara gaman að því. Síðan er líka hægt að benda fólki á að öllum er velkomið að vera í samtökunum, óháð því hvort það er hinsegin eða ekki, ef það tekur þátt í baráttunni,“ segir Daníel Arnarsson, framkvæmda- stjóri Samtakanna ’78. Í gær fór á flug klippa þar sem Jón Gnarr les ummæli Jóns Vals Jenssonar, virks í athugasemdum, með rödd Fóstbræðra-karaktersins Indriða. Ummæli Jóns Vals sneru að því hve mikið það hefði kostað að mála Skólavörðustíginn í litum regnbogafánans. Uppátæki borgar- stjórans fyrrverandi vakti lukku og benti hann þeim sem það vildu á að styrkja samtökin. „OG HVERJIR BORGA ÞETTA? VIÐ, gagnkynhneigðir foreldrar!!!“ ritaði Jón Valur meðal annars. „Náttúrulega ekkert af því sem Jón Valur segir þarna er rétt. Það var skemmtilegt að heyra Indriða lesa þetta enda textinn bull,“ segir Daní- el. „Ég veit ekki hvort hann hefur setið hinsegin fræðslu en við tökum honum fagnandi. Það er okkar hlut- verk að fræða, stuðla að þróun og standa fyrir hinsegin baráttu. Jón Valur og fleiri hafa sýnt fram á að enn er nauðsyn á henni.“ – jóe Ummæli Jóns Vals bæta fjárhag Samtakanna ’78 Daníel arnarsson segir Samtökin ’78 taka öllum fagnandi sem styðja mál- stað þeirra óháð því hvort fólk sé hinsegin eður ei. Fréttablaðið/EYÞÓr 1 0 . Á G ú S T 2 0 1 8 F Ö S T u D A G u R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 D -A 3 0 C 2 0 8 D -A 1 D 0 2 0 8 D -A 0 9 4 2 0 8 D -9 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.