Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 9 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 7 . á g ú s t 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Katrín Atladóttir borgarfull- trúi spyr hvort ráð- deild ríki í Reykjavík. 16 sport Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrsta sinn í úrslitum bikarsins. 18 Menning Svanurinn, mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er kominn í almennar sýningar í stórborgum Ameríku. 26 lÍFið Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni. 34 plús 2 sérblöð l Fólk l  lÍFið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 rm i.i s h la up as ty rk ur .is 1 dagur til stefnu útsalan endar um helgina! reYkJanesbÆr „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menn- ingarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasam- taka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sund- hallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsa- friðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stef- ánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menn- ingararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minja- stofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um. Ragnheiður Elín segir að Hollvina- samtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir að mál- inu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti í mars síðastliðnum deili- skipulag þar sem niðurrif sund- hallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. – sar Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Minjastofnun telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Þessi ákvörðun var tekin í kjöl- far fundar húsafriðunarnefndar síðastliðinn mánudag. Nefndin lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Íþróttir Fyrrverandi liðsfélögum Þóru Helgadóttur í landsliðinu í knattspyrnu finnst erfitt að rifja upp þá reynslu sem Þóra lýsti af kynjamisrétti í landsliðum í knatt- spyrnu í gær, þar á meðal um ólík viðhorf og aðbúnað kvennaliðsins og karlaliðsins og sérstaklega fram- komu fyrrverandi landsliðsþjálfara í garð liðsmanna íslenska kvenna- landsliðsins. Ein þeirra segir það hafa áhrif að enginn hafi tekið mark á þeim þegar þær kvört- uðu á sínum tíma. – aá / sjá síðu 2 Segja erfitt að ræða misréttið í fótboltanum Gleði og sorg Mikil gleði greip um sig er andarnefja, sem strandað hafði í Engey losnaði á flóði í gærkvöldi, tók við sér og synti til hafs. Að sama skapi var fólkið sem aðstoðaði dýrið sorg- mætt yfir örlögum annarrar andarnefju sem einnig sat föst í fjörunni en drapst skömmu áður en kvöldflóðið frelsaði félaga hennar. Sjá síðu 4 og Fréttablaðið+ á netinu. Fréttablaðið/Eyþór 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 8 -A 5 2 0 2 0 9 8 -A 3 E 4 2 0 9 8 -A 2 A 8 2 0 9 8 -A 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.