Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 26
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Hreggviður Ársælsson byrjaði ungur að veiða á Akureyri þar sem hann ólst upp. Lengi vel lét hann stangveiði með spún og maðk duga en þó hefur hann skroppið með bróður sínum undanfarin ár í eina og eina rjúpnagöngu. Þegar hann varð fertugur árið 2014 gáfu fjölskylda og vinir hans honum fluguveiði- pakka en hann segir fluguveiðina vera eitthvað það skemmtilegasta sem hann hefur prófað. „Það er alveg magnað að standa á árbakka og læra að lesa í ána, hylina og flúðirnar og reyna að komast að því hvaða flugur séu fljúgandi um svæðið. Maður þarf að skilja hvar fiskurinn vill helst vera í ánni og hvaða agn sé líklegast. Svo er frá- bært að njóta náttúrunnar og von- ast til að fá einn í soðið. Tengingin við frumbyggjann dettur í gírinn og maður nær ákveðinni slökun á bakkanum.“ Veiðir mest í vötnum Maríulaxinn hans var 90 cm hæng- ur sem hann landaði í Fossá fyrir um tveimur árum. „Reyndar hefur lítið gerst í laxinum hjá mér síðan þá. Ég veiði mest á flugu í vötnum og kaupi Veiðikortið á hverju ári. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn eru tveir skemmtilegustu staðirnir sem ég veiði á en Þingvallavatn er búið að vera gjöfult á bleikjuna í ár.“ Mikill matmaður Hreggviður lætur sér ekki duga að veiða. Hann er mikill matmaður og segir að það besta sem hann viti sé að hvíla sig frá tölvu við bras í eld- húsinu. „Við Danni frændi höfum verið að grúska mikið í því hvernig nýta megi allt úr dýrum sem eru veidd hér á Íslandi. Við höfum komist yfir alls konar hráefni; gæsir, endur, hreindýr og fleira. Við sjóð- um beinin í soð, gerum lifrarmús eða paté. Einnig gröfum við allan fjandann og kald- eða heitreykjum ásamt þessu hefðbundna.“ Bleikjan vinsæl Uppáhaldið hans er líklega heit- reykt hreindýrahjarta sem fáir nýta og vinna með að hans sögn. „Biblían á náttborðinu mínu er Villibráðarbókin hans Úlfars Finnbjörnssonar sem er allra besta kennsluefni í meðhöndlun villi- bráðar. Síðastliðin ár veiði ég mest bleikju sem fer oftast á grillið með ýmsum aðferðum. Það var því mjög hressandi þegar fiskurinn rataði í taco-skeljar og fjölbreytnin í mat- seldinni tók kipp.“ Vinnur með snillingi Uppskriftin sem hann gefur lesendum er einmitt bleikja í taco en réttinum kynntist hann og lærði að útbúa hjá Ragnhildi Kjeld, kokkinum hjá auglýsinga- stofunni ENNEMM, en þar starfar Hreggviður sem grafískur hönn- uður. „Hún er alger snillingur og hefur gefið mér mörg frábær ráð í matseldinni. Margir kaffibollar hafa runnið niður í eldhúsinu á ENNEMM meðan við ræðum um matseld, uppskriftir og þess- háttar. Ég er reyndar búinn að setja fingraför mín á réttinn með ýmsum hliðarsporum, t.d. mal- aðan negul. Hann er alveg meiri- háttar lúmskur í allt sem tengist salsaréttum.“ Bleikju-taco-uppskrift Uppskrift fyrir 3-4 Fiskurinn: 2 bleikjuflök Old El Paso taco kryddblanda Jamie Oliver thyme lemon and bay salt (fæst í Krónunni) Malaður negull Rifinn límónubörkur Skerið flökin í u.þ.b. 3 cm bita og stráið taco-kryddinu yfir. Rífið börk af heilli límónu yfir bitana. Skutlið filmu yfir og setjið í ísskáp í 1-2 tíma. Setjið bitana næst á smjörpappír í eldfast mót. Stráið möluðum negul yfir, kryddið með Jamie Oliver saltinu og setjið í heitan ofn á 200 gráðum í u.þ.b. 10 mínútur. Meðlæti Rauðkálsstrimlar: Rauðkál , ¼ af haus Límónusafi Olía Taco-krydd Pipar Malaður negull Skerið rauðkálið þunnt, í um 2 mm strimla og bleytið í þeim með olíu. Kreistið límónusafa yfir og kryddið létt með taco-kryddinu. Fínt er að undirbúa rauðkálið á sama tíma og fiskinn svo það mýkist aðeins. Taco-sósa 4 tómatar 2 hvítlauksgeirar 1 ferskur rauður chili ½ dl olía 1 tsk. ground cumin Klettasalat, gott búnt 6-8 blöð fersk mynta Smá salt og pipar eftir smekk Skellið öllu í blandara þar til innihaldið líkist graut eða sósu (smekksatriði). Kreistið smá lím- ónusafa yfir í lokin. Mangósalat 1 mangó, smátt skorið 1 lárpera, smátt skorin Niðursoðinn jalapeño, saxaður Kóríander, saxað ½ rauðlaukur, saxaður eftir smekk 1 tómatur, smátt skorinn Límónusafi Blandið öllu saman í skál. Skeljar 12 Harðar taco-skeljar Gott að hita skeljarnar í ofni í smá- stund. Nauðsynlegt er að bera fram ferskt klettasalat og saxaðan kóríander með réttinum. Frábært að njóta náttúrunnar Fluguveiði er eitt það skemmtilegasta sem Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuður, hefur prófað. Ásamt frænda sínum matreiðir hann dýrindis rétti úr ólíkum hráefnum náttúrunnar. „Þingvallavatn og Úlfljótsvatn eru tveir skemmtilegustu staðirnir sem ég veiði á,“ segir Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuður, veiðimaður og matgæðingur. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is HEILSURÆKT Veglegt sérblað Fréttablaðsins u heilsurækt kemur út 24. ágúst nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R HAUSTVEIÐI 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 8 -B 3 F 0 2 0 9 8 -B 2 B 4 2 0 9 8 -B 1 7 8 2 0 9 8 -B 0 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.