Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Í Fréttablaðinu í gær var ranglega sagt að 33 lögaðilar hefðu styrkt Miðflokkinn um 200 þúsund krónur eða meira í fyrra. Rétt er að 33 lögaðilar styrktu flokkinn alls, um upphæðir á bilinu 50-400 þúsund. Leiðrétting Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi. Sverrir Tryggvason, starfs mað ur hval a­ skoð un ar fyr ir tæk is ins Special Tours reykjavíkurborg „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeild­ ina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sál­ fræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundar­ gerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endur­ skoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar ára­ langa reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur  í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfir­ mann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðar­ menningu starfsstaða. – smj Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. mosfeLLsbær Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrif­ að undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna. Mánaðarlaunin tvær milljónir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Ný bæjarstjórn hefur gengið frá ráðningu Haraldar, sem hefur verið bæjarstjóri síðan haustið 2007. Í ráðningarsamningi segir að launin skuli vera samkvæmt úrskurði kjara ráðs um laun ráðuneytis­ stjóra forsætisráðuneytis. Hann fær greiddar 50 einingar af yfirvinnu á mánuði og fær greitt fyrir 1.200 kíló­ metra akstur á eigin bíl á mánuði. Föst laun Haraldar, miðað við launatöflu kjararáðs, nema 1.339.043 krónum á mánuði. Fyrir 50 yfirvinnustundir fær Haraldur 478.650 en vegna aksturs fær hann 129.800 krónur á mánuði. Samtals nema launagreiðslurnar 1.947.493 krónum á mánuði. – bg náttúra Andarnefja sem lifði af  strand við Engey komst á flot á níunda tímanum  í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfs­ mað ur hval a skoð un ar fyr ir tæk is ins Special Tours, í samtali við fretta­ bladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöld­ flóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert krafta­ verk að við höfum náð því á flot lifandi,“  bætti  Sverrir  við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvöl­ unum, bæði frá hvalaskoðunarfyrir­ tækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur  sagði andar­ nefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutíma­ bil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru  aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávar­ hvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó lík­ legt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.   lovisa@frettabladid.is Björguðu andarnefju úr Engey Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. FréttABlAðið/Eyþór Sjá nánar á Fréttablaðið+ Sjáðu fleiri myndir af hvölunum á plúsnum. Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni. Hvalasérfræðingur telur andarnefjurnar hafa villst upp í land þegar þær voru í fæðuleit. 1 7 . á g ú s t 2 0 1 8 f Ö s t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -B D D 0 2 0 9 8 -B C 9 4 2 0 9 8 -B B 5 8 2 0 9 8 -B A 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.