Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 38
Hún situr í New York sólinni þegar ég hringi, hún Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Þangað
fór hún til að vera á frumsýningu
Svansins, hinnar margverðlaunuðu
myndar sinnar sem hefur flogið
víða um heim síðasta árið á kvik
myndahátíðir og er nú komin í
almennar sýningar þar vestra. Slík
velgengni hlotnast íslenskum kvik
myndum ekki á hverjum degi, svo
tilefni er til viðtals við leikstjórann.
En ég er ekki sú eina sem er á þeim
buxunum því Ása Helga er á leið í
annað viðtal í New York um leið
og þessu sleppir. „Það er mikið að
gera í kringum Svaninn, bæði við
töl við fjölmiðla og einnig eru strax
byrjaðir að streyma inn dómar. Það
kom mér á óvart að dómar birtast á
undan frumsýningu hér,“ segir hún
og nefnir sem dæmi jákvæða dóma
sem birtust nýlega í kvikmynda
tímaritinu rogerebert.com og í Vill
age Voice, sem er víðlesið og rót
gróið blað í borginni og þekkt fyrir
góða menningarumfjöllun.
Ása Helga kann vel við sig í heims
borginni enda hagvön þar. „Ég lærði
kvikmyndagerð hér í New York og
byrjaði að skrifa handritið að Svan
inum meðan ég var í náminu þannig
að það er sérstaklega skemmtilegt
fyrir mig að koma eiginlega „með
myndina aftur heim“,“ segir hún.
Um komandi helgi verður Svan
urinn einnig tekinn til almennra
sýninga í mekka kvikmyndanna,
Los Angeles. Ása Helga er að vonum
ánægð. „Það var auðvitað langþráð
ur draumur okkar sem stöndum að
Svaninum að hann yrði sýndur í
þessum tveimur stórborgum sem
eru báðar miklir suðupottar hvað
varðar kvikmyndir. Það er alls
ekki sjálfgefið að komast þar að en
miðað við umtalið um Svaninn og
áhugann sem honum er sýndur þá
er svo sannarlega mikill markaður
fyrir svona mynd í þessum borgum.“
Nú bið ég Ásu Helgu að rifja
aðeins upp það ferðalag sem Svan
urinn á að baki. Veit að hún hefur
ferðast milli ótal kvikmyndahátíða í
heiminum og hlotið mörg verðlaun.
„Já, þetta hefur verið mikið ævin
týri. Myndin var frumsýnd á alþjóð
legu kvikmyndahátíðinni í Torontó
í september í fyrra og hreyfði strax
við áhorfendum. Síðan hefur hún
fengið fern alþjóðleg verðlaun. Þau
fyrstu á alþjóðlegu kvikmynda
hátíðinni í Kolkata á Indlandi, en
fjárhagslega eru það ein stærstu
verðlaun sem veitt eru í þessum
bransa og breyttu miklu fyrir mig.
Myndin var valin besta myndin
á kvikmyndahátíðinni í Kaíró og
síðan fékk hún heiðursverðlaun
dómnefndar bæði í Santa Barbara
í Kaliforníu og á Skip City, einni
stærstu kvik mynda hátíð í Jap an
sem haldin var í síðasta mánuði.“
Ása Helga segir hátíðarúntinn
frábæran til að skapa orðspor fyrir
myndir en að lokamarkmiðið sé
auðvitað alltaf að þær fari í almenn
ar sýningar. „Auk Íslands hefur
Svanurinn verið sýndur í bíóhúsum
í nokkrum Evrópulöndum og Kína.
En nú er það Ameríka, það er stærsti
sigurinn, bæði fyrir myndina og mig
persónulega, enda er ég með annan
fótinn í New York hvað vinnu varð
ar. Ég er að þróa tvær nýjar myndir
núna, önnur þeirra er íslensk og hin
er amerísk, og ég er einmitt líka að
funda út af þeirri mynd hér í New
York. Hvenær þessar myndir fara
á hvíta tjaldið veit ég ekki. Það fer
eftir ýmsu, meðal annars styrkjum,
hvenær peningar koma inn fyrir
hvora mynd fyrir sig.“
Ekki vill Ása Helga gefa of mikið
upp um hinar væntanlegu myndir.
„En auðvitað er það Svanurinn
sem leiddi mig inn í þessi tvö nýju
atvinnutækifæri,“ tekur hún fram.
Það sem stendur upp úr á þessari
heimsreisu Svansins, sem er engan
veginn lokið, er að sjá og finna
hversu vel myndin nær til fólks, að
sögn Ásu Helgu. „Þessar tilfinningar
sem sagan byggir á eru svo sam
mannlegar og það er líka gaman að
sjá hvernig myndin talar bara sínu
máli núorðið, ég get ekki haft nein
áhrif á hana lengur. Hún er bara eins
og barn sem farið er að heiman,“
segir hún og bendir á að Svanurinn
sé í sýningum í Bíói Paradís út ágúst
mánuð.
Myndin er eins og barn sem farið er að heiman
Svanurinn, mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er kominn í almennar sýningar í stórborgum Ameríku og fær
þar jákvæða dóma. Áður hefur hann flogið víða á kvikmyndahátíðir og hlotið fern verðlaun á því ferðalagi.
Ása Helga utan við bíóhús í heimsborginni New York.
Gríma Valsdóttir í hlutverki hinnar ungu og hugsandi Sólar.
ÞAð vAr AuðvitAð
lAngÞrÁður drAum-
ur okkAr Sem Stöndum Að
SvAninum Að HAnn yrði
Sýndur í ÞeSSum tveimur
Stórborgum Sem eru bÁðAr
miklir SuðupottAr HvAð
vArðAr kvikmyndir.
efniSSkrÁin vAr
mArgbrotin og
SkArtAði gnægð tónverkA
Sem voru AfAr HugmyndArík.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
TónlisT
Kórtónleikar
HHHHH
Kvennakórinn Esprit de Choeur
flutti íslenska og vestur-íslenska
dagskrá.
Stjórnandi: Valdine Anderson
Píanóleikari: Rachel Dyck
Slagverk: Chris Maxfield
Kaldalón í Hörpu
mánudaginn 13. ágúst
Íslendingar flykktust til Kanada á nítjándu öld, enda ömurlegt að búa hér á þeim tíma. Hvorki
meira né minna en fjórðungur
þjóðarinnar lét sig hverfa. Megnið af
landnemunum settist að í Manitóba
og stofnsetti nýlenduna Nýja Ísland
við vestanvert Winnipegvatn. Núna
búa þar um hundrað þúsund manns
sem eru afkomendur landnemanna.
Þessi sterka tenging á milli land
anna var í brennidepli á tónleikum
í Kaldalóni í Hörpu á mánudags
kvöldið. Þar kom fram kvennakórinn
Esprit de Choeur, en þriðjungur kór
félaga er af íslensku bergi brotinn, þ. á
m. kórstjórinn, Valdine Anderson.
Greinilegt var að mikið var lagt í
tónleikana. Efnisskráin var marg
brotin og skartaði gnægð tónverka
sem voru afar hugmyndarík. Maður
hafði heyrt fæst af þeim áður, því um
er að ræða músík eftir kanadísk sam
tímatónskáld. Annað var svo eftir
Dolly Parton og svo voru þarna líka
lífleg þjóðlög.
Eitt af samtímatónskáldunum,
David Scott, var sérstaklega beðinn
um að semja tónlist fyrir tónleika
ferðina. Textinn samanstóð af þrem
ur ljóðum eftir íslenskt skáld, Magn
ús Sigurðsson. Þau voru örstutt en
áleitin í einfaldleika sínum. Tónlistin
var mun víðfeðmari, full af skemmti
legum litbrigðum, spennandi fram
vindu og hugvitsamlegri þróun sem
endaði á fjörlegum hápunkti.
Nokkur sígild íslensk lög voru
flutt. Nöfn tónskáldanna vantaði í
fáeinum tilfellum í tónleikaskrána,
en þar voru aðeins textahöfundarnir
nefndir. Lögin voru m.a. Drauma
landið eftir Sigfús Einarsson og Nótt
eftir Árna Thorsteinsson.
Söngur kórsins var glæsilegur.
Raddirnar voru tærar og þéttar, í
góðu styrkleikajafnvægi. Túlkunin
var ávallt þrungin rétta andrúms
loftinu, gædd snerpu og léttleika,
en heillandi angurvær inn á milli.
Hljóðfæraleikur, sem fór reyndar
lítið fyrir, var einnig með ágætum,
nákvæmur og fagmannlegur.
Nokkrir einsöngvarar úr röðum
kórsins tóku lagið og þar var áhrifa
mesti söngurinn í höndunum á
Heather Kozak. Hann var voldugur,
röddin kröftug og fókuseruð. Hljóm
burðurinn í Kaldalóni fór einsöngv
urunum þó ekki vel, og kórnum ekki
heldur. Hann er alltof þurr og hentar
engan veginn söngvurum. Furðulegt
var að tónleikarnir skyldu ekki vera
haldnir í Norðurljósum, sem er mun
heppilegri salur fyrir svona tónleika.
Fyrir utan þetta með hljómburð
inn voru tónleikarnir magnaðir.
Kraftmikill söngurinn og grípandi
tónlistin hitti alltaf beint í mark.
Aukalagið, Halelúja eftir Leonard
Cohen, var dásamlegt, fullt af hlýju
og einlægni. Megi Esprit de Choeur
koma hingað fljótt aftur og syngja þá
í betri sal. Jónas Sen
niðursTaða: Fagur kórsöngur og
fögur tónlist, frábærir tónleikar.
Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu
Kraftmikill söngurinn og grípandi tónlistin hitti alltaf beint í mark.
1 7 . á g ú s T 2 0 1 8 F Ö s T u D a g u r26 m E n n i n g ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
1
7
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
9
8
-A
A
1
0
2
0
9
8
-A
8
D
4
2
0
9
8
-A
7
9
8
2
0
9
8
-A
6
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K