Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 18
Breiðablik - Vík. Ó. 2-2 (2-4) 0-1 Gonzalo Zamorano Leon (31.), 1-1 Thomas Mikkelsen (67.), 1-2 Davíð Kristján Ólafsson (105., sjálfsm.), Brynjólfur Darri Willumsson (122.). Breiðablik vann í vítakeppni 4-2 og mætir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum 15. septem- ber. Nýjast Mjólkurbikar karla Valur - Sheriff Tiraspol 2-1 1-0 Haukur Páll Sigurðsson (40.), 1-1 Ziguy Badibanga (69.), 2-1 Kristinn Ingi Halldórs- son (90+1). Einvíginu líkur 2-2 og Sheriff fer áfram á fleiri útivallarmörkum. Forkeppni Evrópudeildarinnar Selfoss - Grindavík 1-1 1-0 Allyson Paige Haran (36.), 1-1 Rio Hardy (80.). Pepsi-deild kvenna ÍA - Keflavík 1-5 0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir (15.), 1-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir (37.), 1-2 Sophie Groff (41.), 1-3 Sveindís Jane (78.), 1-4 Sveindís Jane (81.), Kristrún Ýr Holm (89.). Fylkir - Haukar 4-0 1-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir (9.), 2-0 Ída Marín Hermannsdóttir (22.), 3-0 Mar- grét Björg (39.), 4-0 Marija Radojicic (64.). Inkasso-deild kvenna 1 Berglind Hrund Jónasdóttir 16 María Eva Eyjólfsdóttir 10 Anna María Baldursdóttir 17 Megan Dunnigan 27 Þórdís Hrönn Sigfús- dóttir 7 Ásgerður Stefanía Baldurs- dóttir 6 Lára Kristín Pedersen 9 Telma Hjaltalín Þrastardóttir 30 Katrín Ásbjörnsdóttir 8 Sigrún Ella Einarsdóttir 26 Harpa Þorsteins- dóttir. 1 16 9 10 7 30 17 6 27 8 26 Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar 1 Sonný Lára Þráinsdóttir 13 Ásta Eir Árnadóttir 28 Guðrún Arnar- dóttir 8 Heiðdís Lillýjardóttir 18 Kristín Dís Árnadóttir 16 Alexandra Jóhannsdóttir 11 Fjolla Shala 21 Hildur Antonsdóttir 9 Karolína Lea Vilhjálmsdóttir 10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 7 Agla María Alberts- dóttir. 1 13 9 28 16 11 8 21 18 7 10 Líklegt byrjunarlið Breiðabliks Stutt á milli hláturs og gráts í knattspyrnu Hársbreidd frá úrslitaleiknum Ólafsvíkingar voru aðeins sekúndum frá því að slá út Blika og komast í úrslit bikarsins í fyrsta sinn í sögu félagsins en varamaðurinn Brynjólfur Darri Willumsson jafnaði metin fyrir Blika með síðustu spyrnu leiksins. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem taugar Blika reyndust sterkari. Mæta Blikar því Stjörnunni í úrslitum bikarsins í karlaflokki, rétt eins og í kvennaflokki í dag. FréTTABlAðIð/ErnIr fótBoLti Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslita­ leikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikar­ úrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi­deildinni og er úr leik í bar­ áttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tíma­ bilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi­ deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnar línu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipu­ lagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi­deildinni, þann fyrri 2­6 í Garðabænum og svo 1­0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leikn­ um en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi­deildinni geng­ ur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða mögu­ leika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugar­ dalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blika­ liðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru með­ vitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. ingvithor@frettabladid.is Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Þótt Stjarnan og Breiðablik hafi samtals fjórtán sinnum orðið bikarmeistarar mætast þau í fyrsta sinn í bikar­ úrslitum í kvöld. Blikar unnu báða leiki liðanna í Pepsi­deildinni, þann fyrri með fjögurra marka mun. Hvor þeirra lyftir bikarnum? Sonný lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? FréTTABlAðIð/EyÞÓr Kvennalið Breiðabliks er í bikarúrslitum í átjánda sinn í sögu félagsins. Blikar hafa ellefu sinnum orðið bikarmeistarar. Geta komist í úrslitaleikinn handBoLti Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri mætir Króatíu í undanúrslitum Evr­ ópumótsins klukkan 18.30 í kvöld. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Danmörk og Svíþjóð. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína á EM en tapaði fyrir Spáni í fyrra­ dag. Lykilmenn Íslands fengu hvíld í leiknum enda liðið þegar búið að tryggja sér sigur í milliriðli 2 og sæti í undanúrslitunum. Ísland varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki fyrir 15 árum. Þá voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson burðar­ ásar í íslenska liðinu sem vann Þjóðverja í úrslitaleiknum, 27­23. Heimir Ríkharðsson var þjálfari U­18 ára liðsins 2003, líkt og hann er í dag. – iþs GoLf Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjar vel á Nordea Masters mótinu í Svíþjóð en hann deildi 16. sæti eftir fyrsta hring. Er mótið hluti af Evrópu­ mótaröðinni, næststerkustu móta­ röð heims og eru margir sterkir kylfingar meðal þátttakenda. Hóf hann daginn af krafti og var á tveimur höggum undir pari eftir níu holur. Fylgdu tveir fuglar á fyrstu þremur holunum á seinni níu en hann fékk einn skolla á seinni níu. Kom hann í hús á 67 höggum eða þremur höggum undir pari vallar­ ins. Franski kylfingurinn Clément Sordet er með afgerandi forskot í efsta sæti á átta höggum undir pari en í ljós kemur á morgun hvort Birgir nær niðurskurði. – kpt Birgir byrjar af krafti í Svíþjóð 1 7 . á G ú S t 2 0 1 8 f Ö S t U d a G U R18 S p o R t ∙ f R É t t a B L a ð i ð sport 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -D B 7 0 2 0 9 8 -D A 3 4 2 0 9 8 -D 8 F 8 2 0 9 8 -D 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.