Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 2
Veður Gengur í austan- og norðaustanátt og verður sums staðar strekkingur sunnan- og vestanlands. Búast má við vætu um mestallt land, minnst þó á Vesturlandi. sjá síðu 22 Grillað á Hrafnistu Árleg sumargrillveisla var á Hrafnistu í Garðabæ í gær . Nutu heimilismenn og fjölskyldur þeirra kræsinga í garði heimilisins. Óhætt er að segja að skipuleggjendur hafi hitt á réttan dag því rjómablíða lék við gestina eins og aðra á höfuðborgarsvæðinu - aldrei þessu vant. Fréttablaðið/Sigtryggur samgöngur Vegagerðin hyggst opna Ölfusárbrú fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Viðgerðir á brúnni fólu í sér að steypt var nýtt brúargólf enda var brúin orðin mjög slitin með djúpum hjólförum. Hagstætt veður gerði það að verkum að verkið tók skemmri tíma en ella. Selfyssingar og aðrir sem leið eiga um þessar slóðir þurfa því ekki að fara langar hjáleiðir til að komast erinda sinna. – gar Á undan áætlun með Ölfusárbrú Viðgerð á Ölfusárbrú hófst síðast- liðinn mánudag. Fréttablaðið/Eyþór reykjavíkurborg Vigdís Hauks- dóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær. Í bókuninni segir að borgarritari, Stefán Eiríksson, hafi haft í hót- unum við kjörinn fulltrúa er hann sendi Vigdísi tölvuskeyti þess efnis að hún hafi brotið trúnað er hún hafi á Facebook fjallað um umræðu sem fór fram á fundi borgarráðs 31. júlí. Á Facebook í gær sagði Vigdís borgarritara hafa ranglega sakað sig um trúnaðarbrot í tölvupóst- inum.  „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ skrifaði borgarfulltrúinn. Stefán segir í póstinum til  Vig- dísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgar- fulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykja- víkurborgar hafi lagt annan starfs- mann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgar- fulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“. – la Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur ari íþróttir „Mér fannst jafnerfitt að lesa þetta eins og eflaust flestum þeim sem áttu einhverja aðkomu að þessu á sínum tíma,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu um fréttaumfjöllun af fyrirlestri Þóru Helgadóttur, fyrrver- andi landsliðsmarkmanns, um fyrstu ár sín í landsliðinu. Í fyrirlestrinum lýsti Þóra slæmum aðbúnaði í kvennaboltanum og ólík- um viðhorfum innan knattspyrnu- sambandsins til karla- og kvenna- boltans. Hún tók sláandi dæmi af æfingum undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara sem var rekinn eftir kvartanir landsliðskvenna vegna framkomu hans í garð leikmanna. Guðlaug segir frásagnir Þóru ríma mjög við sína upplifun frá þessum tíma. Aðrir leikmenn sem Frétta- blaðið hefur rætt við eru sammála því en vilja ekki ræða málið frekar. Aðspurð um ástæður þess segir Guð- laug mjög erfitt að ræða þetta. „Kannski vegna þess að þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Svo þegar sann- leikurinn kemur fram í dag þá fá bara allir sjokk, sem sýnir að staðan er bara allt önnur í samfélaginu í dag.“ Hún nefnir sem dæmi að Eddu Garð- arsdóttur og Þóru Helgadóttur hafi verið kennt um að vera einhverjir for- svarsmenn í máli þjálfarans á sínum tíma í blaðaviðtali við þjálfarann árið 2013. „Það er kolrangt. Það er hægt að skoða hverjar voru elstar og leikja- hæstar og það eru þær sem voru for- svarsmenn í þessu máli og alls ekki þær sem voru nýbyrjaðar í landslið- inu,“ segir Guðlaug sem er tíu árum eldri en Þóra. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram og kvarta undan þjálfaranum enda hafi þær allar verið stoltar af að hafa spilað með landsliðinu og að hafa verið valdar í landsliðið. Sjálf segir Þóra að það hafi verið erfitt að segja frá þessu núna. „En ég mat það sem svo að þetta væri mikil- vægt inn í þessa umræðu og ég var nú beðin um að lýsa því hvernig væri að vera kona í karlaheimi.“ Þóra og Guðlaug segjast báðar ánægðar með þær breytingar sem orðið hafa í kvennaboltanum á síð- asta áratug. „Andrúmsloftið er allt annað í dag,“ segir Þóra og hrósar mjög núverandi forystu KSÍ og Guðna Bergssyni formanni. Aðspurð nefnir hún bónusgreiðsl- ur og undirbúninginn fyrir EM í fyrra, en hún fór sjálf á EM þar á undan og segir muninn hafa verið augljósan. „Maður var bara virkilega stoltur og glaður fyrir hönd stelpnanna og uppskeru þeirra.“ Hún segir jafn- réttisuppskeruna í boltanum vera uppskeru kvennanna sjálfra að miklu leyti. „Það er ekki bara mín kynslóð heldur kynslóðirnar á undan,“ segir Þóra og bætir við: „Stelpur eins og Ásthildur, Olga, Vanda, Ásta B. og fleiri konur sem byrjuðu þetta allt. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.“ adalheidur@frettabladid.is Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur Fyrrverandi félögum Þóru Helgadóttur í kvennalandsliðinu finnst erfitt að ræða það kynjamisrétti í íslenskri knattspyrnu á síðustu áratugum sem Þóra lýsti í gær. Þær gleðjast með stelpum sem spila í dag enda hafi mikið vatn runnið til sjávar. þóra spilaði með kvennalandsliðinu í tæpa tvo áratugi. Fréttablaðið/StEFán Þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona 1 7 . á g ú s t 2 0 1 8 F ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -A A 1 0 2 0 9 8 -A 8 D 4 2 0 9 8 -A 7 9 8 2 0 9 8 -A 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.