Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 28
450 grömm gæsalifur 6 msk. sérrí eða portvín 14 msk. ósalt smjör 2 skalottlaukar, saxaðir 1 hvítlauksgeiri, marinn 1 msk. ferskt timjan, saxað ¼ bolli rjómi Salt og pipar Hreinsið lifrarnar, þerrið og setjið í litla skál. Hellið sérríi yfir og látið standa í ísskáp í tvo klukkutíma Bræðið 3 msk. af smjöri á pönnu. Bætið lauk, hvítlauk og timjan út í og hrærið 3-4 mínútur. Hellið vökvanum af lifrunum í litla skál og bætið þeim út á pönnuna, látið malla í 3-4 mínútur. Bætið þá vökvanum sem hellt var af lif- runum út á pönnuna og látið malla í tvær mínútur. Dembið öllu í blandara og þeytið þar til blandan er orðin mjúk. Bætið þá 3 msk. af smjöri við og þeytið aftur. Hellið svo rjómanum út í og púlsið þar til allt er komið saman. Saltið og piprið. Mokið blöndunni í form og kælið í ísskáp í klukkutíma. Bræðið það sem eftir er af smjör- inu (8 msk.) og hellið yfir og setjið aftur í kæli yfir nótt. www.foodblogmafia.wordpress. com Ljúffengt gæsapaté Skotveiðimenn eru eflaust farnir að iða í skinninu eftir að geta mundað byss- urnar sínar. Upplýsingar um hin ýmsu veiðitímabil má finna á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur til dæmis fram að gæsaveiðitíma- bilið hefjist núna á mánudaginn, 20. ágúst, en þá má skjóta grágæs og heiðagæs. Langflest skotveiðitímabil hefjast síðan þann 1. september. Þá er leyfilegt að skjóta fjölmargar andategundir, ýmsar mávateg- undir, skarfa og fleiri fugla. Hreindýraveiðin er reyndar löngu byrjuð en hreindýrstarfa má veiða frá 15. júlí til 15. septem- ber og hreindýrskýr frá 1. ágúst til 20. september. Sérstök leyfi þarf þó til að veiða slík dýr. Eflaust eru einhverjir farnir að huga að jólamatnum en Um- hverfis stofnun hefur nú þegar gefið út hvaða daga rjúpnaveiðar verða leyfilegar þetta árið. Skotveiðin hefst Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudaginn. NordicphotoS/Getty rjúpnaveiðar 2018 Fjöldi veiðidaga er 12 og skiptast þeir á fjórar helgar. Síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember. • Föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október. • Föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember. • Föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember. • Föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember. Útskýringu á sköpulagi laxins er að finna í norrænni goða-fræði. Sagan segir að Loki Laufeyjarson hafi brugðið sér í lax líki til þess að forðast reiði ásanna en til hennar hafði Loki unnið þegar hann varð valdur að dauða Baldurs hins góða. Æsirnir fóru með net á eftir Loka í Fránangurs- foss til að veiða hann og skiptu liði. Þór stóð í miðri ánni og þegar Loki reyndi að hlaupa yfir netið, greip Þór á eftir honum og tók um hann „og renndi hann í hendi honum svo að staðar nam höndin við sporðinn. Og er fyrir þá sök laxinn afturmjór,“ segir í Snorra-Eddu. Þór þrumuguð mótaði laxinn Notaðu skynemina Pedigree fyrir hundinn þinn! Björn og Lára í Heimsendaræktun hafa í áratugi helgað sig ræktun og þjálfun hunda. Þau hafa í gegnum árin náð frábærum árangri og meðal annars geeð af sér tugi alþjóðlegra og íslenskra meistara. Undanfarin 15 ár hafa þau eingöngu fóðrað sína hunda á Pedigree hundafóðri 8 KyNNiNGArBLAÐ 1 7 . áG ú S t 2 0 1 8 FÖSTUDAGURhAuStveiÐi 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 8 -C 7 B 0 2 0 9 8 -C 6 7 4 2 0 9 8 -C 5 3 8 2 0 9 8 -C 3 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.