Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 8
SVÍÞJÓÐ Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu full- trúa á þinginu, nýtt orkusamkomu- lag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarn- orkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríf- lega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera lands- ins eru komin til ára sinna og kostn- aðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggis- kröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareld- um. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýt- ing í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raf- orku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt mál- efnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Sví- þjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomu- lagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og mögu- leikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðar- demókrötum ekki boðið að samn- ingaborðinu. Að því stóðu stjórnar- flokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokks- ins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Sví- þjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ joli@frettabladid.is Raforka í brennidepli fyrir kosningar Flokkur Kosningaúrslit 2014 Kannanir nú Hægriflokkurinn 23,2% (85 þingmenn) 19,5% Frjálslyndir 5,4% (19 þingmenn) 5,1% Miðflokkurinn 6,2% (21 þingmenn) 9,4% Sósíaldemókratar 31,0% (113 þingmenn) 24,2% Svíþjóðardemókratar 12,9% (49 þingmenn) 20,7% Græningjar 6,9% (25 þingmenn) 5,0% Vinstriflokkurinn 5,7% (21 þingmenn) 9,9% Kristilegir demókratar 4,6% (16 þingmenn) 3,4% Feminíska frumkvæðið 3,1% (0 þingmenn) 1,2% Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic pHotoS/Getty Sá möguleiki er fyrir hendi að Svíar muni þurfa að flytja inn raforku yfir vetrarmánuðina til að anna eftirspurn. Staða uppistöðulóna er víða léleg vegna skorts á regni í sumar. Framtíð orkusamkomulags frá 2016 er óviss. Kjarnorkuverum gæti fjölgað á nýjan leik í landinu. ✿ Staðan í sænskum stjórnmálum sem stendur Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Nokkrir Audi Q7 e-tron quattro hlaðnir aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Á rafmagninu kemstu flestra þinna daglegra ferða en í lengri ferðum tekur dísilvélin við. Listaverð 11.690.000 kr. Tilboðsverð 10.990.000 kr. Aukahlutir umfram staðalbúnað: • Sportsæti með leður-/alcantara áklæði • LED inniljósapakki • Samlitir brettakantar og stuðarar • Dökkar rúður • Audi Connect tenging fyrir SIM kort • Bakkmyndavél • Snjallsímatenging fyrir Apple CarPlay • Lengri hleðslukapall • Leðurklætt sport aðgerðastýri, fjögurra arma með flipaskiptingu • Lykillaust aðgengi með snertilausri opnun á afturhlera • 20” álfelgur 10-Spoke Star Design • Ambient inniljósapakki • Dráttarbeisli með bakkaðstoð • Hæðastillanleg loftpúðafjöðrun 5 á ra á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H EK LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fi nn a á w w w .h ek la .is /a by rg d 1 7 . á g ú S t 2 0 1 8 F Ö S t U D A g U R8 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A Ð i Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -C C A 0 2 0 9 8 -C B 6 4 2 0 9 8 -C A 2 8 2 0 9 8 -C 8 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.