Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 22
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atlib@frettabladid.is, s. 512 5457 Ég fékk byssu í fermingargjöf. Það var frekar óvenjulegt og kom mér vissulega á óvart en ég varð glaður og á hana enn. Þetta var 222-riffill, sem var aðal- veiðigræjan til gæsaveiða þá, og ég á hann enn. Þessa dagana er ég að gera hann upp í annað sinn, eða öllu heldur átján ára sonur minn sem er að dunda sér við að koma rifflinum góða í stand,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, betur þekktur sem Jói byssusmiður á Dalbraut 1. Jói segir menn hafa byrjað að skjóta af byssum miklu fyrr á árum áður, einkum stráka sem voru í sveit. „Ég var ekki nema ellefu ára þegar ég byrjaði að skjóta máv. Þá var ég í sveit í Breiðarfjarðareyjum á sumrin þar sem var æðarvarp og svartbakur hafði tekið yfir eyjuna. Því þurfti að grisja stofninn og þótti eðlilegt að strákarnir í sveitinni skytu af byssunum líka,“ segir Jói um liðna tíð. Veiða ekki sama og drepa Jói hefur kennt á veiðinámskeið- um Umhverfisstofnunar frá upp- hafi, eða í heilan aldarfjórðung. „Í dag fá flestir skotveiðiáhuga á milli tvítugs og þrítugs. Það þarf mikið til að fá byssuleyfi; meðal annars hreint sakavottorð og tvo meðmælendur. Því labbar enginn inn í búð á Íslandi í dag til að kaupa sér byssu,“ upplýsir Jói. Í samhengi við háværa gagnrýni á almenna byssueign Bandaríkja- manna segir Jói allt annan hugs- unarhátt ríkja gagnvart byssueign á Íslandi. „Við kaupum ekki byssur til að verja okkur, eins og tíðkast vestra, heldur notum skotvopn sem áhöld til veiða. Víst leynast svo alltaf skemmd epli innan um, en því miður lítið við því að gera. Á hverju ári fara nokkur hundruð manns á skotnámskeið hérlendis og þaðan útskrifast góður hópur veiðimanna sem flestir fara eftir settum lögum,“ segir Jói. Árvisst veiðileyfi og veiðikort þurfi svo til að mega halda til skot- veiða hér á landi. „Menn þurfa einnig að sækja veiðikortanámskeið til að læra að þekkja dýrin og fuglana. Ég legg áherslu á það í kennslunni að ganga vel um náttúruna og dýra- ríkið, og að veiða sé ekki það sama og að drepa. Að drepa á ekkert skylt við veiðiskap, en við veiðar er mikilvægt að taka ekki of mikið, veiða á réttum tíma og fara að lögum.“ Smíðar byssur og hnífa Byssur og veiði áttu snemma hug Jóa sem lærði rennismíði og vél- smíði með byssusmíði í huga. „Ég fór til Gunnars í Goðaborg, sem var þekktur byssusmiður á sínum tíma, en ekki reyndist unnt að læra byssusmíðina hér heima. Það var því ekki fyrr en fjölmörg- um árum seinna að ég fór utan til Belgíu og nam þar byssusmíði í fjögur ár. Þá nýttist renni- og vél- smíðin mér vel,“ segir Jói sem er eini Íslendingurinn sem hefur lært byssusmíði til fullnustu frá viður- kenndum skóla. „Byssurnar smíða ég eftir evr- ópskri sérsmíðahefð, með hnotu- skefti, djúpum bláma og Mauser- lásum,“ útskýrir Jói sem er með umboð fyrir Mauser á Íslandi. Hann situr nú við smíðar stórra riffla fyrir reynda aðila sem stunda veiðar í útlöndum. „Í náminu fór ég líka að smíða hnífa og gerðist meðlimur í Félagi belgískra hnífasmiða. Því fer ég enn oft utan til að taka þátt í sýningum með þeim og næst nú í haust,“ segir Jói sem nýtur þess að hanna fallega vasahnífa og veiði- hnífa. „Árið 2007 hannaði ég sérstakan hníf sem ég kalla íslenska veiði- hnífinn og notið hefur mikillar hylli meðal veiðimanna. Í blöðin nota ég vandað stál frá Svíþjóð og hreindýrshorn í skaftið, helst horn sem fallið hafa af dýrum í fjöll- unum, því þau eru best. Þá eru þau laus við blóð og orðin náttúrulega hvít en stundum taka þau á sig mosalit eða rauðan lit og engin tvö horn eru eins. Hreindýrshorn er níðsterkt og skemmtilegt efni. Það er ákaflega fagurt ásýndar og ein- stakt, náttúrulegt form hornanna ræður bognu lagi hnífanna,“ segir Jói sem var valinn handverks- maður ársins 2012 á Handverks- hátíðinni á Hrafnagili. Skógarveiðar í Póllandi Í áranna rás hefur Jói stundað bæði stangveiði og skotveiði en á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að skotveiðinni. „Ég hef alltaf veitt mikið en þegar menn fara að eldast verða þeir ekki eins æstir og áður að fara í veiði. Menn þurfa enda að vera mjög vel á sig komnir til að fara til rjúpna- og hreindýraveiða þar sem ganga þarf tugi kílómetra á dag, vera jafnvel marga daga á fjöllum og koma felldum dýrum til byggða við erfiðar aðstæður,“ segir Jói sem undanfarin tuttugu ár hefur notið þess mjög að fara með hóp íslenskra veiðimanna til veiða í Póllandi. „Þar erum við í fjóra til fimm daga við skógarveiði. Mest er um rauðhirti, dádýr og villisvín en líka þvottabirni og refi. Þetta er ákaf- lega skemmtileg veiði og frábær stemning meðal veiðimanna. Mikil spenna er í veiðinni sem flokkast undir rekstrarveiði og menn þurfa að vera vel á verði þegar dýrin nálgast því ómögulegt er að átta sig á hvaðan og hvert þau koma. Þá verða menn líka að vera snöggir að skjóta fríhendis og átta sig á hvort skjóta megi dýrið því ekki má skjóta hvaða dýr sem er í villtum skóginum. Þetta er því ekki auð- velt, en á hverjum degi eru nokkrir rekstrar, allt frá klukkan fimm á morgnana til sex á kvöldin,“ útskýrir Jói fullur tilhlökkunar, en löngu er orðið fullt í veiðiferðina til Póllands í nóvember. „Mér finnst óskaplega gaman að fara utan til veiða og kynnast ólíkri veiðimenningu hvers lands fyrir sig. Pólverjar bera mikla virðingu fyrir skógardýrunum þótt þeir þurfi að halda stofnum í skefjum. Þar er góð veiðistjórnun og verðið viðráðanlegt. Góðir veiðimenn vilja ekki útrýma dýrategundum og í Póllandi eru dýrin talin og stofnstærð haldið í skefjum með ákveðnum kvóta. Þetta er „trophy“-veiði fyrir veiðimennina en veiðiklúbburinn á kvótann og selur dýrin á markaði. Menn hafa þó tekið með sér væna bita heim, aðallega dádýr og rauðhirti, enda gómsæt villibráð,“ segir Jói sem hefur ferðast víða um heim til að veiða, meðal annars til Grænlands, Kanada, Ungverjalands, Rússlands og Afríku, þar sem hann hefur gætt sér á ljúffengum antílópum og sebrahestum. Veiðieðlið blundar í öllum Mánudaginn 20. ágúst hefst gæsa- veiðitímabilið hér á landi en Jói segir menn nú byrja seinna en áður. „Tuttugasti ágúst hefur alltaf verið heilagur dagur í veiði- mennskunni en tíðarfarið hefur nú sitt að segja og sú staðreynd að mikið er um ungfugl fram í sept- ember þegar veiði hefst af meiri þunga,“ segir Jói um tímabilið fram undan en íslenskum fuglum er gefinn friður á varptíma og við uppeldi unga sinna frá vori fram á haust. „Fyrst má skjóta gæs, síðan önd og svo fara með á svartfugl sem er afar skemmtilegt og lostætur afli. Mitt uppáhald í skotveiðinni eru þó hreindýr og ekkert sem toppar þann herramannsmat,“ segir Jói sem ætlar austur til veiða með átján ára syni sínum í haust. „Hann hefur byssubakteríuna frá föður sínum, en það er engin spurning að veiðieðlið blundar í okkur öllum. Sá sem fer alltaf eftir kjötinu í Krónuna, eða er ekki alinn upp við veiðiskap, kveikir kannski ekki á veiðieðli sínu en kjötið í frystinum verður vitanlega ekki til í Krónunni. En ég segi að þótt veiðieðlið sé innbyggt í mann- inn eru sem betur fer ekki allir að veiða,“ segir Jói sem mundar byss- urnar líka í skotfimi og hefur keppt í greininni um árabil. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar byssur ég á en ég hef yndi af rifflum og fallegum tvíhleypum sem eru fyrir veiðar af stuttu færi. Ég er líka mikill áhugamaður um gamla bíla og formaður Íslenska Cadillac-klúbbsins sem verður með árlega sýningu sína fyrir utan Hörpu á Menningarnótt.“ Sjá nánar á joibyssusmidur.com og icelandicknives.com Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Jói smíðar einstaklega sterka og fallega hnífa úr sænsku gæðastáli og íslenskum hreindýrshornum. Þeir eru einkar vinsælir í veiði. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Jói lærði rennismíði og vélsmíði áður en hann nam byssusmíði í Belgíu. Sá sem fer alltaf eftir kjötinu í Krónuna kveikir kannski ekki á veiðieðli sínu en kjötið í frystinum verður vitanlega ekki til í Krón- unni. En ég segi að þótt veiðieðlið sé innbyggt í manninn eru sem betur fer ekki allir að veiða. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RhAUSTVeIÐI 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -C 2 C 0 2 0 9 8 -C 1 8 4 2 0 9 8 -C 0 4 8 2 0 9 8 -B F 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.