Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 40
Hvað Hvenær Hvar Föstudagur hvar@frettabladid.is 17. ágúst Tónlist Hvað? Hamell on Trial Hvenær? 21.00 Hvar? Frystiklefinn, Rifi, Ed Hamell, sem kemur fram undir sviðsnafninu Hamell on Trial, er þekkt vörumerki í neðanjarðar- og andspyrnusenunni vestan hafs. Hamell spilar kraftmikið rokk og ról á kassagítar og sækir áhrif í ýmsa strauma banda- rískrar tónlistarhefðar. Text- arnir er hárbeittir og flæðandi og gegnsýrðir af svörtum húmor og Hamell reytir af sér brandara milli laga. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Hvað? Á móti sól Hvenær? 22.00 Hvar? Hard Rock Það verður nostalgía og almenn gleði sem ráða ríkjum þegar „strákarnir“ í Á móti sól leika í Hard Rock kjallaranum. Hljóm- sveitin ætlar að leika öll sín vin- sælustu lög auk nokkurra klass- ískra slagara sem eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá þeim. Þetta eru einu tónleikar Á móti sól sem fyrirhugaðir eru í höfuðborginni á þessu ári. Hvað? GDRN útgáfupartí Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið Í dag gefur GDRN ásamt tvíeykinu ra:tio út sína fyrstu plötu. Af því tilefni verður útgáfufagnaður haldinn á Prikinu frá 21.00-00.00 Hinn geðþekki 101 Savage tekur svo við eftir miðnætti og spilar fram að lokun. Hvað? Egill Spegill á Paloma Hvenær? 23.00 Hvar? Paloma, Naustunum Í samstarfi við Egil Spegil ætlar Paloma að halda sitt fyrsta hipp- hoppkvöld og opna tónlistarsenu staðarins. Húsið verður opnað á slaginu 23.00, Happy Hour á barnum frá 23.00-01.00. Hlökkum til að sjá ykkur á nýjum og endur- bættum Paloma. Hvað? Karaoke: The hits! Hvenær? 20.00 Hvar? Loftið Hvað? Mali Sastri & Tvíund Hvenær? 19.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Mali Sastri er söngkona, lagahöf- undur og tónskáld frá Boston, Massachusetts. Tvíund skipa tón- listarkonurnar Ólöf Þorvarðsdóttir og Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Þær Guðrún og Mali kynntust í Voice Movement Therapy í London fyrir mörgum árum og hér leiða þær saman hesta sína á ný ásamt Ólöfu. Á efnisskránni eru frumsamin verk og spunaverk fyrir raddir, hljómborð og fiðlu. Hvað? Pönk og tölvutónlist á Gauknum Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn ROHT, Inland Shrines, Spünk og Skoffín ætla að bjóða upp á pönk- samsuðu á Gauknum og verður frítt inn. ROHT er truflað tvíeyki sem gerir kraftmikið og drungalegt hávaðarokk með industrial ívafi. Inland Shrines býr til tilrauna- kennda tölvutónlist sem kannski er hægt að dansa við ef stemning leyfir. Pönkið lifir. Spünk er hrátt hávaðapönk (spönk?) sem hristir fólk upp úr andleysi miðbæjar- lífernisins. Skoffín eru indie-rock nýliðar sem lofa einstaklega góðu og eru enn ein sönnunin fyrir því að rokkið lifir. Viðburðir Hvað? Jóga Hvenær? 07-19 Hvar? Sendiráð Indlands, Túngötu 7 Frítt jóga á hverjum degi í sendi- ráði Indlands á Túngötu 7, 101 Reykjavík. Tímar 7-8 fyrir lengra komna, 8-9 fyrir byrjendur, 17-18 fyrir byrjendur, 18-19 fyrir alla. Það er lokað um helgar, og á mið- vikudögum er einungis „Yoga Theory“ kl 17.00. Fólk er beðið um að mæta með mottu. Hvað? Office Space – föstudags- partísýning Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís Maður nokkur sem vinnur á skrifstofu fer í dáleiðslumeð- ferð til að losa um streitu því að yfirmaður hans er svo óþolandi. Þegar dáleiðari hans fellur frá í miðri meðferð, fer skrifstofulífið að hlaupa með hann í gönur. Stórskemmtileg gamanmynd sem löngu er orðin költklassík, eftir Mike Judge. Hvað? Mamma Mia! Here We Go Again, sing-along Hvenær? 20.00 Hvar? Laugarásbíó Það var svo gaman síðast og því ætlum við að halda aðra sing- along sýningu á Mamma Mia! Here We Go Again, í samstarfi við Guð- björgu Ósk hjá osk.is og Víking létt öl! Sýningin verður í Laugarás- bíói föstudaginn 17. ágúst kl. 20.00. Missið ekki af þessari skemmtun og tryggið ykkur miða strax! Hvað? Latin night á Hressó Hvenær? 23.00 Hvar? Hressingarskálinn Komið og njótið kvöldsins, boðið verður upp á allt það besta í salsa, bachata, kizomba, rokki, brazilian funk, pachanga og latin dance. Allir eru velkomnir á danskvöldið. Hvað? Kees Visser – Sýningaropnun Hvenær? 17.00 Hvar? Berg, Klapparstíg 16 Kees Visser (f. 1948) hefur sýnt mikið – á Íslandi, í Hollandi, Frakklandi og víða annars staðar. Jafnvel þegar hann sýnir verk á pappír minna sýningar hans á innsetningar því hann tekur mið af rými og arkitektúr með því t.d. að sýna verkin liggjandi á borðum auk þess að hengja þau á vegg- ina. Verkin á sýningunni í Berg Contemporary eru afurð langrar rannsóknar og eins konar fram- hald af einlitu verkunum en tals- vert flóknari, bæði í lit og formi. Kees málar á stórar pappírsarkir geómetríska fleti í skyldum litum og beitir yfirmálun til að draga fram litina og gefa verkunum kristals áferðina sem hann hann er þekktur fyrir. Íþróttir Hvað? Bikarúrslitaleikur kvenna Hvenær? 19.15 Hvar? Laugardalsvöllur Stórleikur Stjörnunnar og Breiða- bliks í Mjólkurbikarkeppni kvenna. Mætum og styðjum okkar lið! Mætum snemma. Miðasala á leikdegi á Laugardalsvelli. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Flott upp- hitun fyrir Menningarnótt. Hvað? Bubble-bolti í Hamarshöll Hvenær? 17.00 Hvar? Hamarshöllin, Hveragerði Bubble-bolti, brjálað stuð. Smalið saman í 5 manna lið og takið þátt. Bubble-bolti er frábær skemmtun þar sem þátttakendur klæðast uppblásnum plastkúlum á meðan spilaður er fótbolti. Þátttökugjald 500 krónur. Á móti sól verður með sína einu tónleika í kjallaranum á Hard Rock í kvöld þar sem nostalgían mun ráða ríkjum. Andy Garcia og Cher rifja upp gamla takta í kvikmyndinni Mamma Mia! Here We Go Again sem hægt verður að syngja með í Laugarásbíói í kvöld. Office Space í Bíói Paradís. Ofboðs- lega góð mynd sem hægt er að brosa yfir á stóra skjánum í Bíói Paradís. Bikarúrslitaleikur kvenna fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. fRéttABLAðið/eRniR VIÐ SJÁUM UM BRÚÐKAUPIÐ ÞÚ ÞARFT BARA AÐ SEGJA JÁ! Við leigjum og seljum Tjöld, borð og stóla, uppblásna sófa, hljóðkerfi, ljósakerfi, skjávarpa og sýningartjöld, confetti sprengjur. Sláðu á þráðinn ef eitthvað af þessu er að vefjast fyrir þér. Það eina sem þú þarft að gera er að skemmta þér. www.exton.is EXTON AKUREYRI S: 575-4660 AKUREYRI@EXTON.IS EXTON REYKJAVÍK S: 575-4600 EXTON@EXTON.IS HUGINN MUNINN SKYRTUR NÝ VEFVERSLUN www.huginnmuninn.is 1 7 . á g ú s T 2 0 1 8 F Ö s T U D A g U R28 m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 8 -B D D 0 2 0 9 8 -B C 9 4 2 0 9 8 -B B 5 8 2 0 9 8 -B A 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.