Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 10
10.000 ára gamalt Maðurinn hefur ræktað og neytt hveitis frá upphafi siðmenningarinnar 6 heimsálfur 749 milljón tonn voru framleidd í BNA árið 2016 220 hektarar voru ræktaðir 2016 Helstu framleiðendur eru Bandaríkin, ESB, Indland og Kína ✿ Langmests af ræktuðu hveiti er neytt af mönnum 67% af framleiddu hveiti eru til manneldis 2,5 milljarðar manna – fátæk- asti hluti mannkyns – reiðir sig á hveiti á hverjum degi Hveiti er sú nytjaplanta sem mest er neytt af í heiminum Hver manneskja etur 65 kg af hveiti á ári ✿ Hveiti er framleitt um allan heim✿ Erfðamengi hveitis – 35 sinnum stærra en erfðamengi hrísgrjóna 17 gb 9 0 1 2 3 4 5 6 7 1. Hveiti 2. Mannfólk 3. Kýr 4. Mús 5. Korn 6. Kjúklingur 7. Hrísgrjón ERFÐAFRÆÐI Alþjóðlegur hópur vís- indamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknar- stofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þátta- skil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeining- um sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niður stöðunum er að finna upplýs- ingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aest- icum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar. „Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes- miðstöðinni á Bretlandi og sérfræð- ingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslags- breytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dreg- ist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Undanfarin 13 ár hafa vísindamenn um allan heim unnið að raðgreiningu og ítarlegri kortlagningu á erfðamengi brauðhveitis. Niður- stöðurnar voru birtar í gær og eru sagðar nauðsynlegar til að tryggja matvælaöryggi heimsbyggðarinnar á tímum loftslagsbreytinga. fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögu- legt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. kjartanh@frettabladid.is Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa að fram- leiða 60 prósent meira hveiti en hann gerir nú Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NorDicpHotos/Getty STJÓRNSÝSLA Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs til- kynnti Íslandspóstur PFS þá fyrir- ætlun sína að fækka dreifingardög- um bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréf- sendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréf- póst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjött- ung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkarétt- ar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörð- un stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar. „Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfald- lega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyt- ing þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. joli@frettabladid.is Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Íslandspósti bar að senda Póst- og fjarskiptastofnun nýja gjaldskrá fyrir ellefu vikum. Gjaldskráin er nú til meðferðar hjá stjórnvaldinu. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir dráttinn þegar hafa bitnað á notendum póstþjónustunnar sem séu að borga of mikið. Bréfsendingum fækkað um meira en helming á áratug. FrÉttABLAÐiÐ/erNir Þetta þýðir einfald- lega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana. Ólafur Stephenssen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda 1 7 . á g ú S T 2 0 1 8 F Ö S T U D A g U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -B 8 E 0 2 0 9 8 -B 7 A 4 2 0 9 8 -B 6 6 8 2 0 9 8 -B 5 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.