Fréttablaðið - 31.08.2018, Síða 9

Fréttablaðið - 31.08.2018, Síða 9
að gera aldrei svona aftur. Og þar sem skömmin er svona sterk tilfinning, sem jafnvel hel- tekur huga fólks, þá hafa óprúttnir menn í gegnum tíðina gjarnan komist upp á lag með að afbaka tilfinninguna og beita henni í þveröfugum tilgangi. Þá er reynt að fá fólk til að skammast sín, ekki bara út af því hvað það gerir heldur fyrir hvað það er. Holl- usta fólks við sturlaða leiðtoga í sértrúarsöfnuðum er til að mynda oftast grundvölluð á því að brjóta fórnarlömbin niður með skömm. Bæling og feluleikir Börn er látin skammast sín fyrir að finnast gott að borða hor úr nef- inu, þótt allir fullorðnir viti að það sé ekki endilega slæmt á bragðið. Strákar og stelpur skammast sín og fara í felur með sitthvað í eðli- legri líkamsstarfsemi á unglings- árum. Og víða er skömmin notuð til að kúga konur. Þær eiga að skammast sín yfir útliti sínu, nátt- úru og líkama. Samkynhneigðir áttu að skammast sín fyrir sitt innsta eðli þangað til fyrir örstuttu hér á landi—og þurfa ekki bara að skammast sín í felum heldur bein- línis að flýja undan ofbeldi víða í heiminum. Skömmin er notuð til þess að halda fólki í skefjum, því bæling, lygi, feluleikur og sálarpína munu til lengdar draga máttinn úr þeim sem með henni lifa. Og verst af öllu er vitaskuld skömmin yfir því sem þú getur ekki umflúið eða breytt—eins og segir í texta Veturliða Guðnasonar: „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitt- hvað annað? Hvað verður um mig, ef það sem ég er, er bölvað eða bannað?“ Sem betur fer hefur samfélagið á Vesturlöndum hreyfst mjög hratt í áttina frá fordómum í garð fólks á grundvelli kyns og kynhneigðar. Það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir—og fólk þráir ekki „hrós eða vorkunn“ fyrir þann einfalda rétt að vera það sjálft. Þakklæti eða skömm Í vikunni gekk um netið skjal sem á uppruna sinn í jafnréttisstarfi Reykjavíkurborgar. Þar er að finna lista yfir ýmiss konar forréttindi sem sagt er að karlmenn, hvítt fólk, gagnkynhneigðir, sískyn- hneigðir, ófatlaðir og Íslend- ingar njóta. Á listanum var margt efnislega ágætt, upplýsandi og vel meint—og eflaust er það einstakl- ingum hollt að velta því stundum fyrir sér í þakklæti ef lífið hefur af einskærri heppni veitt þeim góð tækifæri til þess að blómstra. En svona listi getur líka haft þau áhrif að kynda undir óverð- skuldaða skömm meðal þeirra sem falla af einskærri heppni í þessa svokölluðu forréttindahópa. Ekkert er unnið með því, því það hjálpar ekki þeim sem áður voru að ástæðulausu látnir skammast sín að nú þurfi einhverjir aðrir að bera skömm sem þeir eiga sjálfir enga sök á. Væri ekki nær að ala upp virðingu, þakklæti og skyldurækni þannig að fólk sé ólíklegra til þess að rugla saman hæfileikum sínum og einskærri heppni? Og væri ekki nær að halda áfram á þeirri braut að furðufuglarnir og undantekn- ingarnar—eins og Eiríkur Fjalar— þurfi ekki að biðjast afsökunar á sjálfum sér heldur njóti sín til fulls í víðsýnu og fjölbreytilegu sam- félagi þar sem allir hafa sama rétt til að sækjast eftir lífshamingju í sátt við lög og aðra menn? Þegar maður gerir eitthvað af sér þá er gott að maður skammist sín, líði illa—og lofi sjálfum sér og öðrum að gera aldrei svona aftur. Hluthafafundur Vátryggingafélags Íslands hf. verður haldinn 20. september 2018. Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 20. september 2018. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 16:00. Drög að dagskrá frá stjórn eru svohljóðandi: Dagskrárliðir 2, 3 og 4 eru háðir því að tillögur sem teknar hafa verið til afgreiðslu í fyrri dagskrárliðum hafi náð samþykki. Endanleg dagskrá frá stjórn verður birt fimmtudaginn 13. september 2018. Tillaga að breytingum á samþykktum félagsins felur í sér að bætt verði við nýrri grein sem verði 15. gr. a þar sem sett verði á fót tilnefningarnefnd og kveðið á um helstu atriði er varða hlutverk og skipan nefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir breytingum á 13. og 19. gr. samþykktanna sem leiða af stofnun nefndarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í tillögunni sem birt er samtímis fundarboði þessu á vefsíðu félagsins: www.vis.is/fjarfestar. Óskað er eftir framboðum til tilnefningarnefndar sem gert er ráð fyrir að verði kjörin samkvæmt 4. lið dagskrár. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í tilnefningarnefnd skulu tilkynna stjórn um framboð sitt skemmst fimm dögum fyrir hluthafafund á þar til gerðu eyðublaði. Stjórn mun fara yfir framboðstilkynningar og kalla eftir viðbótar gögnum og upplýsingum eftir því sem þurfa þykir. Upplýsingar um frambjóðendur til setu í tilnefningarnefnd verða birtar á vefsíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá hluthafundar og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 13. september 2018. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjorn@vis.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur á tímabilinu 10. september – 13. september 2018, verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn. Hlut- hafar geta lagt fram spurningar fyrir hluthafafund á stjorn@vis.is eða á hluthafafundinum sjálfum. Einungis ef krafa kemur frá einhverjum fundarmanna verða atkvæðagreiðslur á hluthafafundi skriflegar. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist til höfuðstöðva félagsins a.m.k. fimm dögum fyrir auglýstan hluthafafund. Einnig geta hluthafar vitjað atkvæðaseðla sinna í höfuðstöðvum félagsins frá sama tíma eða greitt þar atkvæði. Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hlutaskrárkerfi félagsins þegar hluthafafundur fer fram geta beitt réttindum sínum á hluthafafundi. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Hluthafar munu geta fylgst með fundinum með rafrænum hætti en hluthafar þurfa að sækja um aðgang hjá félaginu eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 19. september 2018 til þess að nýta sér þessa lausn með því að senda póst á fjarfestatengsl@vis.is. Óski hluthafar eftir enskri túlkun á fundinum skal senda skriflega beiðni þess efnis á netfangið fjarfestatengsl@vis.is fyrir lok dags 12. september 2018. Tekið skal fram að rafrænt áhorf jafngildir ekki mætingu á fundinn og veitir því ekki rétt til þátttöku í fundinum að öðru leyti, þ.m.t. atkvæðagreiðslum. Þeir hluthafar sem hyggjast neyta atkvæðaréttar síns á fundinum eru því hvattir til að mæta á fundinn eða láta umboðsmann sinn sækja fundinn fyrir sína hönd. Hluthafafundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður. Fundargögn verða afhent á fundarstað og eru þau á íslensku og ensku en hluthafafundurinn fer fram á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar hluthafafundinn, svo sem eyðublöð og slíkt, mun vera að finna á vefsíðu félagsins: www.vis.is/fjarfestar, eigi síðar en 21 dag fyrir hluthafafundinn. Reykjavík, 30. ágúst 2018. Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. 1. Tillaga að breytingum á samþykktum félagsins. 2. Tillaga að starfsreglum tilnefningarnefndar. 3. Tillaga að þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd. 4. Kosið í tilnefningarnefnd. 5. Önnur mál löglega upp borin. E itt af óteljandi sköp-unarverkum Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, er karakterinn Eiríkur Fjalar sem varð frægur í íslensku sjónvarpi á níunda áratugnum. Eiríkur var kúnstugur náungi sem sameinaði í sjálfum sér gríðarlegt óöryggi en um leið takmarkalausa trú á því að hann hefði allt sem þarf til þess að verða að stórstjörnu. Hann var því ekki bara fyndinn karakt- er heldur líka mjög raunalegur. Það var ekki annað hægt en að halda með honum en á sama tíma var ómögulegt að hafa nokkra minnstu trú á honum. Honum var margt til lista lagt, en líklega er hann einna þekkt- astur fyrir nokkur lög sem hann söng og urðu fræg. Eftirminnileg- ast er lagið „Skammastu þín svo“ sem er íslensk staðfærsla á laginu „Shaddab your Face“ eftir John Dolce, og alveg eins og með raddir Strumpanna þá er listaverkið tilkomumeira í túlkun Ladda en upprunalegri útgáfu. Lagið fjallar um ungan Eirík Fjalar sem elur með sér drauma um að verða stór listamaður á einhverju sviði í söng eða kvik- myndagerð og hann sér fyrir sér daginn þegar hann verður frægur og lífið kemst í lag. Og þótt þessir draumar, eða órar, Eiríks Fjalar um að slá í gegn séu auðvitað bæði fyndnir og hlægilegar fyrir þá sem vissu hversu takmarkaður hann var—þá er mikill harmur í laginu líka, sem fór ef til vill fram hjá þeim sem kynntust laginu sem börn. Það leka niður tár Það kemur nefnilega fram í laginu að Eiríkur ólst ekki beinlínis upp við hvetjandi og nærandi umhverfi. Þvert á móti syngur hann um það að þegar hann var smár, með ljóst og liðað hár, hafi mamma hans iðulega og oft hundskammað hann fyrir að stara upp í loft, og velt því fyrir sér af hverju honum gengi miklu verr í skóla, heldur en honum Óla—sem líklega hefur verið nágranni eða vinur hins lánlitla Eíríks. Og Eiríkur fékk ekki mikla samúð heldur yfir því að geta ekki staðist væntingar móður sinnar; og falla ekki nægilega vel að þeim staðal ímyndum sem þóttu eftirsóknarverðastar. „Ertu eitthvað sár, það leka niður tár,“ segir mamma hans í ögrandi stríðnistóni, áður en hún segir honum að hann geti með stór- átaki umflúið eðli sitt, „þú getur þessu breytt“, segir hún og ítrekar að hann megi svo vita að hann sé ekki eins og fólk er flest. „Og skammastu þín svo.“ Skömmin misnotuð Það er ömurlegt að skammast sín. En þótt skömmin sé leiðinleg og jafnvel sársaukafull, þá er ekki þar með sagt að hún sé gagnslaus frek- ar en aðrar tilfinningar. Félags- fræðingar telja meira að segja að skömmin sé einhver mikilvægasta tilfinningin sem mannfólkið hefur þróað með sér. Innbyggðir átta- vitar um hvað sé rétt og rangt eru nauðsynlegir til þess að samfélög gangi sæmilega án stöðugs eftirlits og ógnunar um refsingar. Þegar maður gerir eitthvað af sér þá er gott að maður skammist sín, líði illa—og lofi sjálfum sér og öðrum Æ, og skammastu þín svo Í dag Þórlindur Kjartansson S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 9F Ö S T u d a g u R 3 1 . á g ú S T 2 0 1 8 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 5 -C 1 0 C 2 0 B 5 -B F D 0 2 0 B 5 -B E 9 4 2 0 B 5 -B D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.