Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 31.08.2018, Qupperneq 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Ég fékk mitt fyrsta húðflúr sumarið 1978. Þá var ég sex-tán ára messagutti á fraktara og fékk mér mynd af snák utan um sverð á tattústofu í Chinatown í hollensku hafnarborginni Rotter- dam. Í þá daga var ekki spurt um aldur og sautján ára var ég kominn með þrjú flúr á kroppinn,“ segir Svanur Guðrúnarson, húðflúrari á Tatto & skart. Fjórum áratugum síðar er líkami Svans þakinn húðflúrum og hann hvergi nærri hættur. „Mig langar alltaf í nýtt flúr og hef látið fjarlægja gamlar syndir af skrokknum til að koma að nýjum flúrum. Þannig er ég alveg vís með að fá mér nýtt tattú á sýningunni enda finnur maður alltaf pláss á kroppnum fyrir flott flúr.“ Hægt að sýna eigið tattú Svanur er að vísa í sýninguna Icelandic Tattoo Expo sem verður opnuð með pompi og prakt í Laugardalshöll í dag og stendur fram á sunnudagskvöld. „Í Höllina mæta til leiks hátt í níutíu listamenn hvaðanæva; frá Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og Rússlandi og sýna það besta í húð- flúri frá þessum heimsálfum,“ upp- lýsir Svanur og hlakkar mikið til. „Meðal annars verður keppt í flokkunum Old School, Japanese, Realistic, Nordic, Black & Gray, New School, Show, Colour, Orna- mental og Small, og verður verð- launaafhending í öllum flokkum. Sýningargestir geta líka komist í flúr hjá færustu listamönnum þessara landa og þeir sem þegar bera flúr og eru ánægðir með flúrið sitt geta tekið þátt í keppninni, sýnt sig, látið dæma það og jafnvel unnið,“ útskýrir Svanur og bætir við að þeir sem velkist í vafa um hvaða flokk flúr þeirra fylli geti fengið aðstoð við greiningu þess á staðnum. Flúr með hamri og priki Icelandic Tattoo Expo fer nú fram í sjötta sinn og er sýningin haldin í boði Tattoo & skart. „Allt frá árinu 1998 hef ég keppt á fjölmörgum tattúráðstefnum ytra og fann löngun til að koma slíkum viðburðum á koppinn hér,“ útskýrir Svanur sem heldur utan um Icelandic Tattoo Expo ásamt Sesilíu Guðrúnu Sigurðardóttur og Andrési Páli Hallgrímssyni sem fylgt hafa Svani utan til keppni um árabil. „Icelandic Tattoo Expo hefur reynst vítamínsprauta fyrir íslenska húðflúrara. Það hefur víkkað sjóndeildarhring þeirra að fá til landsins brot af því besta sem gerist í tattúmenningu og handverki annarra heimsálfa því áður vorum við einangraður hópur á eyju norður í hafi. Með því að kynnast ólíkum stílbrögðum heimsins og læra handbragð af listamönnum hvaðanæva úr veröldinni hefur gæðastaðall íslenskra húðflúrara hækkað,“ segir Svanur, og víst verður breið flóra húðflúrs til sýnis í Höllinni. „Hingað eru meðal annars komnir flúrarar frá Samóaeyjum en þeir gera húðflúr upp á gamla frum- byggjamátann, með hamri og priki. Sjálfur hef ég fengið mér slíkt tattú og árangurinn er mjög góður. Ólíkt því sem gerist með afkastamiklum vélum lokast húðin strax utan um blekið og losnar við allt hrúður. Þótt tólin séu frumstæð þótti mér það síst sársaukafyllra en margir standa í þeirri trú að húðflúrsgerð fylgi ægilegur sársauki. Í raun er það er bara notalegt,“ segir Svanur brosmildur. Pin-up fegurðarsamkeppni Icelandic Tattoo Expo er barnvænn viðburður og er frítt inn fyrir 12 ára og yngri. „Við vorum fyrstu árin í Súlna- salnum á Sögu en hann sprengdi viðburðinn fljótt utan af sér vegna vinsælda,“ segir Svanur og bætir við að allir séu hjartanlega velkomnir. „Það kveikir svo iðu- lega í mörgum að fá sér húðflúr á staðnum og margir sem fá sitt fyrsta flúr hjá meisturum sýningar- innar. Þeir verða allir með eigin vinnubás á staðnum, mæta með nálar sínar og liti, og taka glaðir til hendinni.“ Annað kvöld, laugardagskvöld, verður tilkomumikil pin-up fegurðar- og hæfileikakeppni í Höllinni. „Þar stíga á svið glæsikvendi sem keppa innbyrðis í pin-up stíl en dómarar verða valinkunn fegurðardrottning og dragdrottn- ing og veitt verða vegleg verðlaun. Keppnin er til skemmtunar og til- breytingar frá annasömu keppnis- haldi daganna sem fer fram á klukkustundar fresti og í lok dags fer fram verðlaunaafhending fyrir það sem best var gert yfir daginn.“ Tískustraumar á undanhaldi Svanur segir tískustrauma í húð- flúri nú heyra sögunni til. „Húðflúr er orðið svo meðtekið hér á landi og því sjáum við alla flóruna. Fólk velur tattú eftir eigin höfði og með tilkomu Icelandic Tattoo Expo hefur fólk orðið betur upplýst. Með því að skoða tattú- heiminn í Höllinni sér það hversu víðfeðmur hann er og finnur betur hvað höfðar til þess í stað þess að elta tískustrauma.“ Strangt 18 ára aldurstakmark er hér á landi fyrir því að fá sér húðflúr og segir Svanur engar undantekn- ingar gerðar lengur. „Því þegar upp er staðið vita unglingar ekki hvað þeir vilja og skortir þroska til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Húðflúr er því ekki skyndiákvörðun eins og oft var í gamla daga og nánast enginn lengur með myndabækur til að velja úr á tattústofum nú. Flestir fá innblástur af netinu, úr sjónvarpinu eða á sýningum sem þessari og mæta svo um tvítugt í sitt fyrsta flúr. Þá hafa þeir jafnvel spáð í að fá sér flúr frá unglingsaldri, safnað sér fé til verksins og mæta með fastmótaðar hugmyndir um að láta flúra á sér allan handlegginn.“ Húðflúr orðið alþýðlegt Sjálfur er Svanur heillaður af jap- önsku húðflúri. „„Japanese“ er mörg þúsund ára gamalt listform sem eldist einstak- lega vel og er alltaf eins og nýtt. Það er hannað til að flæða vel með líkamsbyggingu hvers og eins og felur í sér myndir, bakgrunna og það sem kallast vindar og öldur,“ útskýrir Svanur um eigið dálæti, en allt tattú er móðins í dag. „Sem dæmi eru Old school-tattú af akkeri, rós og hjarta með örvum jafn vinsæl nú og þau voru fyrir áratugum síðan en í dag tryggja betri nálar, litir og tækni að mynd- irnar eldist betur og verði ekki með árunum að óskýrum klessum eins og var,“ segir Svanur. Húðflúr sé líka orðið svo hefð- bundið og alþýðlegt. „Tattú er ekki lengur sama djarfa yfirlýsingin eins og var í mínu til- felli í millilandasiglingunum. Þá var maður orðinn stoltur sjóari og vildi sýna heiminum það, en í dag er húðflúr persónulegt tjáningar- form hvers og eins.“ Icelandic Tattoo Expo hefst í Laugardalshöll klukkan 15 í dag. Opið er til klukkan 23. Á morgun, laugardag, er opið frá 12 til 23 og á sunnudag frá klukkan 12 til 19. Sjá nánar á icelandictattooexpo.com. Hér má sjá Sesilíu Guðrúnu Sigurðardóttur hjá Tattoo og skarti en hún er ein af aðstandendum tattúsýningarinnar vinsælu Icelandic Tattoo Expo. Málfríður Sverrisdóttir frá Tattoo og skarti að húðflúra af alkunnri snilld. Tattú er ekki sama djarfa yfirlýsingin og það áður var. Nú er það persónulegt tjáning- arform hvers og eins. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 5 -C A E C 2 0 B 5 -C 9 B 0 2 0 B 5 -C 8 7 4 2 0 B 5 -C 7 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.