Fréttablaðið - 07.09.2018, Side 2
SAMFÉLAG „Við erum mjög spenntar
fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja
þær Emilee Matheson og Taylor
Sanford sem munu dvelja hér á
landi næstu þrjá mánuðina við
mormónatrúboð. Þær eru báðar tví-
tugar að aldri og koma frá Utah-ríki
í Bandaríkjunum.
„Við vissum það bara fyrir um
mánuði að við værum að koma
til Íslands. Ég var svo spennt að ég
þurfti að setjast niður þegar ég fékk
fréttirnar,“ segir Emilee.
Um tvö hundruð manns eru í
söfnuðinum á Íslandi og eru að
jafnaði átta trúboðar að störfum
í einu. Þær Emilee og Taylor eru
fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem
koma til starfa hérlendis.
„Við erum byrjaðar að læra
íslensku en það gengur mjög hægt.
Vonandi náum við því að geta hald-
ið uppi einföldum samræðum áður
en við förum héðan. Við viljum læra
eins mikið og við getum en þetta er
erfitt tungumál,“ segir Emilee.
Á heimsvísu eru starfandi 75 þús-
und trúboðar og er hver þeirra við
störf í átján mánuði en allt eru þetta
sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor
voru sendar til Danmerkur þar sem
þær dvöldu í fimmtán mánuði áður
en ákveðið var að senda þær til
Íslands til að verja síðustu þremur
mánuðunum.
Þær segja viðtökurnar við boð-
skapnum misjafnar en langflestir
séu kurteisir þótt þeir hafi ekki
áhuga. Margir séu samt áhugasam-
ir og vilji ræða við þær um guð og
trúna. Það komi þó reglulega fyrir
að fólk haldi að þær séu Amish-fólk
en flestir séu ágætlega upplýstir.
Taylor segir að fólk sé forvitið um
það hvers vegna þær séu komnar
alla þessa leið til að boða trú sína
fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst
þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk
sé að gera þetta. Við erum að þessu
því þetta veitir okkur hamingju og
við viljum að aðrir séu líka ham-
ingjusamir.“
Þær segja að það sé engin pressa
á trúboðunum að ná að snúa fólki
til mormónatrúar. „Það skiptir ekki
máli hversu mörgum við náum til
okkar. Þegar við vorum í Danmörku
fórum við út og hittum fólk á hverj-
um einasta degi. Ég hitti bara eina
manneskju sem ákvað að láta skíra
sig til mormónatrúar. Það var frá-
bært að upplifa það,“ segir Emilee.
Báðar koma þær úr fjölskyldum
trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í
Póllandi og mamma hennar í Texas.
Þá á hún tvær systur sem voru trú-
boðar í Argentínu og á Fídjíeyjum.
Pabbi Taylor var trúboði í Japan og
systir hennar í Síle.
Þegar þær fara aftur heim til Utah
er stefnan að halda áfram háskóla-
námi sem þær gerðu hlé á. Emilee
stundaði nám í alþjóðastjórnmálum
en Taylor stefnir á að verða kennari.
sighvatur@frettabladid.is
Veður
Í dag er útlit fyrir suðaustan 8 til
13 metra á sekúndu, en hvassari
með suður- og vesturströndinni.
Skýjað að mestu og sums staðar
lítilsháttar væta, en þurrt og bjart
veður norðanlands. Sjá Síðu 18
PÁSKATILBOÐ
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
Grillbúðin
Hitinn
kemu
r um l
eið og
kveik
t er
Vindu
r hefu
r ekki
áhrif
á hita
nn
Keramik innrauðir stuttbylgju hitarar
Henta mjög vel til að hita upp sólpalla, svalir,
lokaðar svalir og útisvæði veitingahúsa
32.900
Opið virka daga 11-18
Fjarstýring
fylgir
Er stundum ruglað
saman við Amish-fólk
Tvær tvítugar stúlkur frá Utah-ríki í Bandaríkjunum eru komnar til Íslands til
að boða mormónatrú. Þær segjast spenntar fyrir verkefninu en viðurkenna að
íslenskunámið gangi hægt. Þær eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir hérlendis.
Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að
sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fjör á Ási
Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning og gott andrúmsloftið þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á smíðaverkstæðið á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Þar gátu gestir og gangandi virt fyrir sér ýmsa fallega muni og gætt sér á fínasta pinnamat. FRÉTTABLAÐIÐ/SIgTRygguR ARI
Fólki finnst þetta
skrýtin tilhugsun,
að ungt fólk sé að gera þetta.
Taylor Sanford, mormónatrúboði
DÓMSMáL Akureyrsk kona á fimm-
tugsaldri hefur verið ákærð fyrir
fjársvik með því að hafa blekkt
aldraða frænku sína til að láta sig
hafa 30 milljónir króna.
Lánið, sem átti að nota til hús-
næðiskaupa, ætlaði konan að
endur greiða eftir þjá mánuði þegar
hún hefði fengið greiðslumat og
bankalán. Hún var bæði atvinnu-
laus og á örorkubótum.
Aldraða konan á að hafa tekið
peningana út í reiðufé og afhent
frænku sinni í plastpoka. Peningana
notaði konan meðal annars til að
kaupa bifreið og tölvu.
Í ákærunni segir að þegar gamla
konan hafi farið að inna frænku
sína eftir endurgreiðslu hafi sú
síðarnefnda neitað að hafa tekið
við fénu. Konan heimsótti aldr-
aða frænku sína í kjölfarið, í fylgd
móður sinnar, og fékk hana til að
skrifa undir skuldayfirlýsingu um
30 milljóna vaxtalaust lán, veitt af
fúsum og frjálsum vilja, og án upp-
lýsinga um gjalddaga þess.
„Með þessu atferli sveik ákærða út
úr brotaþola nefnda fjárhæð vitandi
um ómöguleika sinn að greiða fjár-
hæðina til baka og notaði sér and-
legt og líkamlegt ástand brotaþola,
hrekkleysi hennar og fákunnáttu í
peningamálum til að afla sér þess-
ara fjármuna með svikum,“ segir í
ákæru.
Málið verður þingfest í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra 10. sept-
ember. – jóe
Sögð hafa svikið
30 milljónir af
aldraðri frænku
Konan er sögð hafa nýtt
sér hrekkleysi og fákunnáttu
aldraðrar frænku sinnar til
að svíkja út úr henni 30
milljónir króna.
SAMFÉLAG Fjórtán
meðlimir kokka-
landsliðsins hafa
sagt sig úr félags-
skapnum eftir
að stjórn þess
skrifaði undir
styrktarsamning
við Arnarlax.
Á st æ ð a n e r
framleiðsluhættir fyrirtækisins
sem kokkarnir segja vera „ógn við
villta laxa- og silungastofna og hafa
margvísleg neikvæð umhverfisáhrif
á lífríki Íslands,“ eins og Ylfa Helga-
dóttir, kokkalandsliðsmaður orðaði
það á Facebook í gærkvöld.
Sturla Birgisson, sem sagði sig úr
klúbbi matreiðslumeistara í gær
vegna málsins, sagði það vera grát-
legt að „klúbburinn hafi látið glepj-
ast fyrir fé og sé að auglýsa norskan
eldislax sem alinn er í opnum
sjókvíum við landið.“ – bg
Hætta vegna
laxasamnings
7 . S e p t e M b e r 2 0 1 8 F Ö S t u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-5
3
1
0
2
0
C
2
-5
1
D
4
2
0
C
2
-5
0
9
8
2
0
C
2
-4
F
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K