Fréttablaðið - 07.09.2018, Side 4
STJÓRNSÝSLA Fjölmörg sveitar-
félög óttast að fyrirhuguð Þjóð-
garðastofnun (ÞST) muni skerða
skipulags- og sjálfsákvörðunarrétt
sveitarfélaga. Í umsögnum ann-
arra aðila er bent á að stjórnkerfi
stofnunarinnar verði flókið og ekki
til þess fallið að einfalda stjórnsýslu.
Drög að frumvarpi um fyrir-
hugaða stofnun voru kynnt í sam-
ráðsgátt ríkisstjórnarinnar í júlílok.
Með frumvarpinu er stefnt að því
að þjóðgarðarnir þrír, það er Vatna-
jökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull og þjóðgarðurinn á
Þingvöllum, verði sameinaðir undir
einum hatti ásamt öðrum frið-
lýstum svæðum landsins. Drögin
eru byggð á vinnu starfshóps sem
skipaður var um efnið. Frestur til
athugasemda rann út í fyrradag en
á fjórða tug slíkra bárust.
Breytingarnar miða að því að
efla náttúruverndarsvæði með
því að einfalda stjórnkerfi, auka
skilvirkni og samnýta þekkingu. Í
umsögn Umhverfisstofnunar (UST)
er dregið í efa að það markmið muni
nást. Verði drögin óbreytt að lögum
er gert ráð fyrir því að UST muni
halda áfram starfsemi en þrjú af tólf
sviðum hennar muni færast til ÞST.
„Út frá sjónarmiðum um að
hámarka nýtingu fjármagns hins
opinbera og tryggja öfluga fjárhags-
lega og faglega stjórn telur UST rök-
réttast að [þjóðgarðarnir] og UST
sameinist. Þannig yrði starfsemi
allra þjóðgarðanna vistuð á einum
stað,“ segir meðal annars í umsögn
UST. Þar segir enn fremur að fyrir-
hugað stjórnkerfi ÞST sé nokkuð
flókið og vart til þess fallið að gera
stjórnsýslu einfaldari.
„Gert er ráð fyrir fjölda ráða og
stjórna án þess að hlutverk þeirra,
ábyrgðarsvið, valdheimildir o.s.frv.
sé skilgreint. […] Í frumvarpinu er
nokkur mótsögn þar sem tiltekið
er að markmiðið sé að sameina
rekstur og umsýslu allra friðlýstra
svæða undir einn hatt en engu að
síður er lögð áhersla á að hver þjóð-
garður haldi sínu sjálfstæði,“ segir í
umsögn UST.
Í drögunum er kveðið á um að
samráð skuli haft við viðkomandi
sveitarstjórn áður en landsvæði
er friðlýst sem þjóðgarður. Er það
breyting frá gildandi fyrirkomulagi
en í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð
er kveðið á um að samþykki sveitar-
stjórnar skuli liggja fyrir.
„Það er stór munur á hvort sam-
ráð skuli haft eða að hugmyndir
hljóti samþykki viðkomandi
sveitarstjórnar. […] Krafa er gerð
um að samþykki viðkomandi
sveitarstjórnar þurfi að liggja fyrir.
Ákvæði sem þetta skapar einungis
vantrú og vantraust á milli aðila,
sem fólk í nútíma samfélagi ætti
að hafa fullan skilning á,“ segir í
umsögn Ásahrepps um frumvarpið.
Svipaður tónn er í umsögn Samtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Bláskógabyggðar og Sambands
íslenskra sveitarfélaga þó ekki sé
kveðið jafn fast að orði.
Nokkuð víðtæk heimild til
eignarnáms felst í lögunum en ÞST
verður samkvæmt þeim heimilt að
kaupa einstakar fasteignir, mann-
virki og nytjaréttindi innan þjóð-
garðs eða í nágrenni hans. Náist
ekki samkomulag um kaup er ÞST
veitt heimild til eignarnáms til
framkvæmdar friðunar. Samþykki
ráðherra þarf til.
„Hér er verið að veita ÞST heim-
ild, t.d. að kaupa nytjarétt sem hefur
m.a. verið lögvarinn með úrskurði
Óbyggðanefndar þegar um er að
ræða afrétti á þjóðlendum. Það er
alveg ljóst, með úrskurði Óbyggða-
nefndar, að hinum óbeina eignar-
rétti nytjarétthafa á afréttum verður
ekki hnikað, nema með eignarnámi.
Hér liggur það fyrir, svart á hvítu, að
það er hluti af hugmyndafræðinni
sem liggur að baki þessara draga
að frumvarpi,“ segir í umsögn Ása-
hrepps.
Í umsögn Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, er
sett út á það að gert sé ráð fyrir að
stjórnsýslulög muni ekki gilda um
stjórnir þjóðgarðanna. Er það gert
með þeim rökum að ekki sé gert ráð
fyrir að þær taki stjórnvaldsákvarð-
anir. Það samrýmist hins vegar illa
því hlutverki sem stjórnunum er
falið samkvæmt drögunum.
Þá er í drögunum gert ráð fyrir því
að heimilt sé að rukka fyrir ýmsa
þjónustu í þjóðgörðum, meðal ann-
ars fyrir dvöl í þeim.
joli@frettabladid.is
Sefitude — ný meðferð við
kvíða og svefntruflunum
Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag.
Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en
12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils
Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða?
Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu.
Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns.
florealis.is/sefitude
DÓmSmáL „Málið er komið í það horf
sem til þarf til að komast að því hvort
það séu einhverjar eignir þarna,“
segir Baldvin Björn Haraldsson, lög-
maður Hörpu ohf. sem staðið hefur
í málarekstri gegn tónleikahaldaran-
um Kára Sturlusyni og félagi hans, KS
Productions slf., til að endurheimta
þær 35 milljónir króna af miðasölu-
tekjum sem Kári fékk fyrirfram-
greiddar vegna tónleika Sigur Rósar
í desember síðastliðnum.
Fréttablaðið greindi frá því fyrst í
september í fyrra að 35 milljónir af
miðasölutekjunum væru horfnar.
Í nóvember fór Harpa fram á kyrr-
setningu á öllum eignum Kára og KS
Productions til að tryggja hagsmuni
Hörpu og hljómsveitarinnar auk
þess sem Kára var stefnt til greiðslu
á 35 milljónunum.
Kyrrsetningin var staðfest en
reyndist árangurslaus að hluta þar
sem eignir nægðu ekki upp í kröfuna
og óskaði Harpa ohf. því eftir gjald-
þrotaskiptum á Kára og félaginu.
Héraðsdómur úrskurðaði Kára og
félagið gjaldþrota í maí og staðfesti
Landsréttur það mánuði síðar.
Þegar ljóst varð að þrotameðferð
væri hafin á Kára og KS Productions
var kyrrsetningarmálið fellt niður af
Hörpu. Skiptastjóri þrotabús Kára
krafði þá Hörpu um málskostnað og
féllst héraðsdómur á að Hörpu bæri
að greiða Kára 400 þúsund krónur
í málskostnað en Landsréttur sneri
þeirri niðurstöðu við. Harpa slapp
því við málskostnaðinn.
Staðan nú er því sú að skiptastjóri
vinnur að því að finna eignir upp í
kröfur Hörpu í málinu.
Fram hafði komið fyrir dómi í
málinu að Harpa og Sigur Rós hefðu
skipt með sér 35 milljóna króna
tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir
gætu farið fram. Hvort það fjárhags-
tjón sem af gjörningnum varð fáist
bætt veltur því nú á því hvort skipta-
stjóra takist að finna nægar eignir
upp í kröfuna og takist betur upp en
í árangurslausu kyrrsetningunni sem
reynd var áður. – smj
Óvíst hvort nokkuð fáist upp í milljóna tjón Hörpu og Sigur Rósar
Vatnajökulsþjóðgarður er stærstur þjóðgarðanna þriggja. Í frumvarpsdrögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að
heimilt verði að rukka fyrir dvöl í þjóðgörðum og að banna megi akstur jeppa á Vatnajökli. Fréttablaðið/VilHElM
Kári Sturluson.
Telja Þjóðgarðastofnun skerða rétt sinn
Á fjórða tug athugasemda bárust við drög að frumvarpi um stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í drögunum eru þjóðgarðar og stjórnsýsla
þeirra sameinuð. Stefnt er að aukinni skilvirkni en athugasemdir snúa margar að því að fyrirkomulagið muni hægja á stjórnsýslunni.
Þjóðgarðastofnun var vinnuheiti
við gerð frumvarpsdraganna en
óskað var eftir nýjum tillögum
að nafni. Þessar tillögur voru
meðal þeirra sem bárust.
n Náttúruvernd Íslands
n Þjóðvangar Íslands
n Þjóðvangastofnun
n Náttúruverndin
n Náttúra Íslands
n Friðlýst svæði á Íslandi
n Náttúruvættastofa
n Landvörður
n Auður Íslands
7 . S e p T e m b e R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A b L A ð i ð
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-6
6
D
0
2
0
C
2
-6
5
9
4
2
0
C
2
-6
4
5
8
2
0
C
2
-6
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K