Fréttablaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 26
Sjálfkeyrandi bíll í eigu Apple sem var verið að prófa í Kali-forníu lenti nýlega í umferðar-
slysi þegar keyrt var aftan á hann.
Sjálfkeyrandi bílnum er ekki kennt
um óhappið, en það virðist merki-
lega algengt að fólk keyri aftan á
sjálfkeyrandi bíla. Sjálfkeyrandi
bílar eru oft varkárari en mennskir
bílstjórar gera ráð fyrir, sem veldur
því að mennskir bílstjórar mis-
reikna sig og lenda aftan á þeim.
Sjálfkeyrandi bílar gætu því þurft að
líkjast mennskum bílstjórum meira
áður en þeir geta komist í almenna
notkun, svo blönduð umferð hefð-
bundinna og sjálfkeyrandi bíla
gangi upp.
Það var Nissan Leaf rafmagnsbíll
sem keyrði aftan á sjálfkeyrandi
bílinn, breyttan Lexus RX450h með
sjálfstjórnandi skynjurum. Slysið
átti sér stað í Sunnyvale í Silíkondal,
nálægt höfuðstöðvum Apple. Það
varð kl. 15 um daginn við bestu
aðstæður og er rakið til gáleysis
ökumannsins sem keyrði Nissan
Leaf bílinn. Bíll Apple var á um 2 km
hraða og var að bíða eftir öruggu
tækifæri til að beygja inn á hrað-
braut, en Nissan Leaf bíllinn var á
um 24 km hraða. Enginn meiddist,
en bílarnir skemmdust báðir lítil-
lega.
Leynd yfir Project Titan
Apple-bíllinn er talinn vera hluti
af metnaðarfullu en leynilegu
verkefni hjá tölvurisanum sem
kallast Pro ject Titan og þetta er talið
vera fyrsta slysið sem kemur upp
í tengslum við það. Apple þarf að
gefa skýrslur af prófunum sínum á
sjálfkeyrandi bílum og þess vegna
er vitað að Apple er að prófa 66
sjálfkeyrandi bíla og hefur skráð 111
ökumenn sem stjórna þeim.
Margir hafa reynt að geta sér til
um hvað felst í Project Titan, þar
sem Apple gefur engar upplýsingar
um það. Orðrómur er á kreiki um að
upphaflega hafi staðið til að hanna
Apple-bíl með Apple-hugbúnaði,
en að með tímanum hafi verkefnið
þróast yfir í að vinna með bílafram-
leiðendum til að hanna tækni sem
gerir bíla þeirra sjálfkeyrandi.
Það er ekki vitað hvernig
verkefnið gengur, en Apple er að
vinna með Volkswagen til að gera
Volkswagen T6 sendibíla að sjálf-
virkri skutlþjónustu fyrir starfs-
menn í höfuðstöðvum Apple. Því
verkefni á að ljúka fyrir árslok en
því hefur heyrst fleygt að það klárist
ekki á árinu og því þurfi varabíl-
stjóri að vera til staðar.
Langur vegur fram undan
Tæknin í kringum sjálfkeyrandi
bíla er komin nógu langt til þess
að næstum öll umferðarslys þar
sem sjálfkeyrandi bílar koma við
sögu verða vegna mannlegra mis-
taka. En sjálfkeyrandi bílar þurfa
ekki bara að geta keyrt örugglega,
heldur verða þeir að vera öruggir í
blandaðri umferð sjálfkeyrandi bíla
og hefðbundinna.
Nýleg skýrsla frá tæknifrétta-
síðunni The Information fjallaði um
stöðu mála hjá Waymo, fyrirtæki
sem spratt út frá Google og er að
búa til sjálfkeyrandi bíla. Þar hafa
komið upp vandamál tengd því sem
mennskir bílstjórar gætu kallað
óþarflega varfærnislegan akstur.
Bílar Waymo stoppa stundum
skyndilega í aðstæðum þar sem
mennskir bílstjórar myndu
skjótast í gegn, til dæmis ef þeir
eru að beygja í gegnum umferð yfir
akrein. Bílar Waymo koma þannig
mennskum bílstjórum stundum á
óvart með því að snarstoppa og þá
er keyrt aftan á þá.
Þeir sem framleiða hugbúnað
fyrir sjálfkeyrandi bíla gætu því
þurft að láta sjálfkeyrandi bíla haga
sér meira eins og fólk í akstri til að
koma í veg fyrir fleiri sams konar
slys, því það verður bara algengara
að sjálfkeyrandi bílar blandist
umferð hefðbundinni bíla í fram-
tíðinni. Á meðan bílarnir haga sér
öðruvísi í umferðinni en hefð-
bundnir bílar er hætt við að fólk
misreikni hvað þeir ætla að gera og
það getur skapað slysahættu.
Phil Koopman er prófessor
við Carnegie Mellon háskólann í
Pennsylvaníu og hugbúnaðarverk-
fræðingur sem veitir fyrirtækjum
sem framleiða sjálfkeyrandi bíla
ráðgjöf. Hann segir að mörg fyrir-
tæki séu bjartsýn á að sjálfkeyrandi
bílar verði komnir í almenna
notkun innan örfárra ára, en hann
sé ekki sannfærður. Hann segir að
þessi tækni sé enn ný og óþroskuð
og það sé ekki búið að finna út úr
því hvernig hún virkar. Spennan
og bjartsýnin sé því ekki í takt við
raunverulega stöðu tækninnar í dag.
Það gæti því verið nokkuð langur
vegur fram undan áður en almenn-
ingur getur treyst á bílinn til að
koma sér á áfangastað.
Það verður einhver bið eftir því að við getum endanlega sleppt tökum af stýrinu og látið bílana sjálfa um aksturinn. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY
Hindrun í vegi sjálfkeyrandi bíla
Sjálfkeyrandi bíll frá Apple lenti nýlega í árekstri í fyrsta sinn síðan prófanir Apple hófust. Slysið
varpar ljósi á vandamál sem þarf að leysa áður en sjálfkeyrandi bílar komast í almenna notkun.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Apple er að feta nýjar slóðir með leynilega verkefninu Project Titan.
Bílar Waymo keyra stundum óþarflega varlega fyrir mennska bílstjóra.
4 KYNNINGARBLAÐ 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSAMGöNGuR
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
2
-5
C
F
0
2
0
C
2
-5
B
B
4
2
0
C
2
-5
A
7
8
2
0
C
2
-5
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K