Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í
formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is,
s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðar-
dóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is,
s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429,
Erna Kanema Mashinkila var þriggja ára þegar hún heim-sótti fyrst heimaland föður
síns, Sambíu. Þegar hún var átta ára
fór hún aftur og í þriðja sinn átján
ára. Í öll skiptin tók móðir hennar,
Anna Þóra Steinþórsdóttir heim-
ildarmyndagerðarkona, mynda-
vélina með og tók upp viðbrögð
Ernu Kanemu við þessum framandi
heimi sem var þó hennar, ekki
síður en Ísland þar sem hún fæddist
og ólst upp. Í gær var frumsýnd í Bíó
Paradís heimildarmyndin Söngur
Kanemu sem vann bæði áhorfenda-
og dómnefndarverðlaunin á Skjald-
borg – hátíð heimildarmynda í vor.
„Ég gerði fyrst 25 mínútna mynd
um Ernu Kanemu þegar hún var
þriggja ára og fór til Sambíu að hitta
föðurfólkið sitt í fyrsta skipti,“ segir
Anna Þóra. „Myndin var sýnd á
RÚV og í barnatímanum og sýndi
viðbrögð hennar sem lítillar stelpu
við þessum nýja menningarheimi.
Síðan fórum við aftur þegar hún
var átta ára. Þá var litla systir, Auður
Makaya, komin til sögunnar og þar
segir Erna Kanema meira frá því
hvernig hún upplifir muninn á því
að vera brún á Íslandi eða í Sambíu.
Krakkarnir þar voru svolítið að
velta fyrir sér hvort hún væri brún
eða hvít og hún var líka að velta því
fyrir sér sjálf á þessum aldri.“ Erna
Kanema bætir við: „Sú mynd var
notuð sem fræðslumynd þó hún
hafi ekki verið ætluð sem slík og
sýnd í samfélagsfræði í skólum. Líka
í skólanum hjá mér svo ég horfði
á krakkana horfa á mig sem var
skrýtið og þegar ég hitti krakka úr
öðrum skólum sögðust þau hafa
verið að horfa á myndina um mig í
samfélagsfræði, sem mér fannst líka
mjög skrýtið.“
Þriðja ferðin til Sambíu
Og nú var þriðja myndin um upp-
lifun Ernu Kanemu af uppruna
sínum frumsýnd í Bíó Paradís í gær.
„Erna hefur verið mikið að grúska
í alls konar tónlist, ekki síst afrískri
tónlist, og út frá því kviknaði sú
hugmynd að gera þriðju útgáfuna
af þessari sögu, núna þegar Erna
Kanema er að sjá þetta á þröskuldi
fullorðinsáranna,“ segir Anna Þóra.
„Hinar myndirnar eru barnamyndir
og miðast við það umhverfi sem
hún er í á hverjum tíma en þessi er
meira fullorðins og er bæði lengri
og tekur á fjölbreyttari málum. Erna
hafði líka meira að segja við gerð
þessarar myndar, eðlilega, enda
hefði þetta ekki verið hægt öðru-
vísi.“ Erna tekur undir það og bætir
við: „Mér finnst mjög spes að fólk
geti séð mig svona berskjaldaða í
Bíó Paradís. Að hafa mömmu bak
við myndavélina þýddi að ég var
ekkert að setja mig í neinar stell-
ingar og nú er ég að fatta að fólk
getur bara kynnst mér nokkuð vel á
þessum 73 mínútum.“
Erna segir mikinn mun á upp-
lifun sinni eftir aldri. „Ég tengdist
Sambíu á alveg nýjan hátt bæði
gegnum tónlistina og líka fjöl-
skylduna mína úti,“ segir Erna og
viðurkennir að hún muni ekki
mikið frá fyrri heimsóknum. „Ég
man samt eftir að hafa farið í kirkju
í Sambíu þegar ég var þriggja ára
og hlustað á kórana syngja þar og
sérstaklega man ég vel eftir einu
lagi. Ég hef verið í kirkjukórum frá
því ég var lítil og hef oft velt fyrir
mér hvort þessi heimsókn hafi
haft áhrif. Amma mín Kanema var
mikil tónlistarkona og margir sáu
eitthvað af henni í mér þegar ég fór
í þorpin sem mér fannst mjög sér-
stakt og mikilvægt. Ég hitti frænku
mína sem kenndi mér lag sem
amma söng mjög oft og þannig er
titillinn kominn.“
Söngur Kanemu
Tónlist er eitt af því sem hefur
mjög ólíkar birtingarmyndir milli
þessara tveggja menningarheima.
„Eitt af því sem hún leggur upp
með í Sambíuferðina er að tengjast
laginu sem hún hafði heyrt þarna
pínulítil í kirkjunni og svo líka að
vita hvernig söngur blandast inn í
menninguna í Sambíu sem hann
gerir allt öðruvísi en hér.“ Erna
Kanema tekur undir þetta. „Það
skiptir ekki máli hvort þú „kannt“
að syngja eða dansa, þú syngur bara
með frá blautu barnsbeini og dillar
þér með tónlist, ekki sama feimni
og hér á Íslandi. Söngur og dans
er svo stór og sjálfsagður partur
af lífinu og samfélaginu. Ég talaði
við háskólaprófessor þarna úti um
þýðingu tónlistar í samfélaginu
og hvernig hún er samofin menn-
ingunni.“ Tónlistin í myndinni er að
miklu leyti byggð á hljóðupptökum
sem Erna Kanema gerði í ferðinni.
„Við tókum upp töluvert af tónlist,
söng og hljóðheiminum þarna úti
og Árni Hlöðversson í FM Belfast
vann tónlistina við myndina út frá
þessu. Svo var líka tekið upp eitt lag
þar sem Kanema syngur og Auður
systir hennar spilar á trompett.“
Aðspurð um hvatann til að gera
myndirnar segir Anna Þóra: „Erna
Kanema ber það með sér útlitslega
hér á Íslandi að vera líka af öðrum
uppruna og það var öðrum þræði
hvatinn fyrir mig til að gera þessar
myndir. Ég hefði kannski ekki gert
þær ef pabbi hennar væri hvítur, frá
Svíþjóð til dæmis. Ég er náttúrulega
heimildarmyndagerðarkona og
mér fannst spennandi að mynda
viðbrögð hennar en líka að gefa
íslenskum krökkum smá innsýn
í fleiri heima. Pabbi hennar sótti
hana stundum í leikskólann og
einhvern tíma spurði lítill strákur
hvort hann væri byssumaður!“ segir
Anna Þóra og skellir upp úr. „Það
var myndin af svörtum mönnum
sem hann hafði séð í sjónvarpinu
og bíó. Mér fannst einhvern veginn
að krakkar á Íslandi hefðu gott af
því að vita að þeir krakkar sem
virka öðruvísi hér eiga alls konar
bakgrunn, líf og sögu annars
staðar.“
Eina brúna barnið
Anna Þóra og Harry maður hennar
kynntust árið 1995 þegar Anna
Þóra var í kvikmyndagerðarnámi í
Finnlandi og fór til Sambíu að gera
heimildarmynd en þá var íslenskt
samfélag mun einsleitara en nú.
„Það var ekkert endilega léttvæg
ákvörðun fyrir okkur Harry að
flytja saman sem blandað par til
Íslands en þegar til kom reyndist
það auðveldara en við héldum. Ég
vissi að börnin mín yrðu öðruvísi
en það var heldur ekkert endilega
neikvætt.“ Erna Kanema segist ekki
hafa pælt mikið í því fyrst í stað að
vera alltaf eina brúna barnið. „Ég
held að það hafi byrjað þegar ég
fór út í seinna skiptið og fattaði að
mamma í Sambíu er eins og ég á
Íslandi. Ég var alltaf í sama grunn-
skóla og með sama hóp í kringum
mig. Í myndinni frá því ég var átta
ára segi ég eitthvað svona: Vinum
mínum finnst ég vera hvít en öllum
öðrum finnst ég vera svört.“ Hún
segir að þó hún þekki ekkert annað
en að lifa með sínum litarhætti þá
hafi hann örugglega haft mikil áhrif
á hana. „Ég held að þetta hafi vakið
efasemdir hjá mér á einhverju tíma-
bili. Ég var mjög oft valin í ýmis
Mæðgurnar
unnu saman að
myndinni sem
hefur í raun
verið sautján ár í
undirbúningi.
Erna Kanema segist oft hafa verið eina brúna barnið þegar hún var lítil en
henni finnst samfélagið orðið mun fjölbreyttara í dag. Erna Kanema þriggja ára í fyrsta sinn á föðurslóðum í Sambíu.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Erna Kanema ber
það með sér útlits-
lega hér á Íslandi að vera
líka af öðrum uppruna og
það var öðrum þræði
hvatinn fyrir mig að gera
þessar myndir.
Framhald af forsíðu ➛
verkefni og sem fulltrúi skólans og
á tímabilum fór ég að hugsa hvort
það væri verið að velja mig til að
sýna fjölbreytni frekar en af því að
ég var þæg eða sniðug eða klár, eins
og hina krakkana. Það hefur alltaf
verið aðeins á bak við þegar ég fæ
einhverja viðurkenningu.“
Hún segist upplifa mikinn mun
á reynslu sinni og systur sinnar
Auðar Makayu sem er tæpum sex
árum yngri. „Þegar ég var átta ára
er ég mikið að tala um í myndinni
að ég sé eina brúna stelpan í ballett
og í lúðrasveitinni. En systir mín
er í miklu fjölbreyttara umhverfi
og vinahópi en ég. Ég ætla ekki að
tala fyrir hana en ég sé hvað þetta
hefur breyst gegnum hana.“ Hún
segir þær systur sammála um að
hafa ekki orðið fyrir fordómum
á Íslandi. „En það er líka af því að
við höfum alltaf búið á Íslandi,
alist upp í íslensku samfélagi og
íslenskan er okkar móðurmál. Við
erum stundum ávarpaðar á ensku
í túristabúðum niðri í bæ en þegar
við svörum á íslensku þá fáum við
strax, ó, svo þið eruð íslenskar! Og
ekkert mál.“
Sigurvegari á Skjaldborg
Söngur Kanemu var sýnd á Skjald-
borg, hátíð heimildarmynda í vor
og fékk bæði dómnefndarverð-
launin og áhorfendaverðlaunin
þar. Myndin var síðan eins og áður
sagði frumsýnd í Bíó Paradís í gær
og verður í almennum sýningum
þar næstu vikurnar.
Hún verður einnig sýnd í Sambíu
í október, á Lusaka International
Film Festival. „Við erum búin að
liggja yfir flugleiðum á netinu og
vonumst til að komast öll fjögur
þangað til að vera viðstödd frum-
sýninguna. Þar er mikill spenn-
ingur fyrir myndinni og hún verður
meðal annars til umfjöllunar í
háskólanum þar. Svo kemur bara í
ljós hvort hún fer víðar,“ segir Anna
Þóra að lokum.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-8
4
7
0
2
0
C
2
-8
3
3
4
2
0
C
2
-8
1
F
8
2
0
C
2
-8
0
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K