Fréttablaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Það er ástæða
til að staldra
við og spyrja
sig þeirrar
spurningar
hvort þetta sé
allt þess virði.
Sammælumst
um að sú olía
sem kann að
vera undir
hafsbotni
verði þar
óhreyfð um
aldur og ævi.
Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum
síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefni-
lega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum
í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað.
Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi
olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið
í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til
hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhag-
kerfið í byrjun 21. aldarinnar.
Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.
kallar á samhent átak
Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak
allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir.
Þess vegna hafa ríki heims gert með sér sam-
komulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísar-
samkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af
mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för
með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda,
framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt
af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum
birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni.
Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman
um endalok olíualdarinnar.
Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um
þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því
skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár
liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið
af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á
Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu
rétt áður en sá markaður hætti að vera til.
horfumst í augu við orðinn hlut
Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr
gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast
í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sam-
mælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafs-
botni verði þar óhreyfð um aldur og ævi.
Setjum tappann í!
Andrés Ingi
Jónsson
þingmaður
Vinstri grænna
Sænska hægrileiðin
Svíþjóðardemókratar, sem kenna
sig við þjóðernishyggju, þykja
líklegir til að bæta verulega við
sig fylgi í þingkosningunum á
sunnudag. Dvergflokkurinn
Íslenska þjóðfylkingin samsamar
sig þeim sænsku þótt flokkurinn
hafi aðeins fengið 303 atkvæði
í alþingiskosningum 2016.
Bundnar eru vonir við að gott
gengi þeirra sænsku muni breyta
þessu með því að blása „þjóðhollu
fólki hér á landi byr í brjóst“ eins
og það er orðað í baráttukveðju
Þjóðfylkingarinnar á Facebook-
síðu Jimmie Åkesson, leiðtoga
sænsku þjóðernissinnanna.
kexrugl á rÚV
Guðmundur Franklín Jónsson
lætur reglulega vaða á súðum
á Útvarpi Sögu og varar við
rótgróinni andúð fréttafólks RÚV
á Donald Trump. Hann er stór-
hneykslaður á misheppnaðri til-
raun Morgun útvarps Rásar 2 til að
fá Óttar Guðmundsson geðlækni
til þess að greina Trump geðveik-
an í beinni. Við geðheilbrigðis-
vottorði Óttars var brugðist að
sögn Guðmundar, og „dópista“ og
„glæpamanni“ boðið í „hásætið
hjá Agli Helgasyni“ til að níða
skóinn af Trump. Þarna átti Guð-
mundur við tónlistarmanninn
David Crosby sem sérfræðingur
Útvarps Sögu í heimsmálunum
lýsti sem „snarkexrugluðum“
gömlum rokkara „á áttræðisaldri
með pottlok á hausnum“.
thorarinn@frettabladid.is
Það eru ekki ný sannindi að rekstrarkostn-aður íslenskra banka er töluvert meiri en þekkist í öðrum bönkum í okkar helstu nágrannaríkjum. Fyrir því eru margvíslegar orsakir en á síðustu árum er ekki hvað síst um að kenna heimatilbúnum aðgerðum
stjórnvalda – háum eiginfjárkvöðum, sérstökum skatti
á skuldir banka og innflæðishöftum til að hamla fjár-
festingu erlendra aðila í skuldabréfum. Afleiðingarnar
af þessum ráðstöfunum, sem hafa það að markmiði
að treysta fjármálastöðugleika, eru lakari lánakjör á
fjármálmarkaði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum
á framleiðni í atvinnulífinu. Það er ástæða til að staldra
við og spyrja sig hvort þetta sé allt þess virði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, gerir meðal annars
bankakerfið að umtalsefni í stórgóðri skýrslu sem hann
vann fyrir stjórnvöld um stöðu efnahagsmála og bendir
á að það „virðist vera dýrara í rekstri en sambærilegir
bankar annars staðar á Norðurlöndum“, og spyr hvort
það megi ekki leita leiða til hagræðingar í því skyni að
bæta kjör almennings. Undir það má taka en hér fer
hins vegar ekki saman hljóð og mynd. Gylfi, sem situr
í peningastefnunefnd Seðlabankans, ætti að líta sér
nær en bankinn hefur ekki aðeins kerfisbundið spáð
meiri verðbólgu en raunin varð undanfarin ár – og þar
af leiðandi lækkað vexti hægar og minna en ástæða
hefur verið til – heldur hefur hann einnig verið nánast
eini talsmaður þeirra ströngu innflæðishafta sem sett
voru á sumarið 2016 og hafa nánast skrúfað alfarið fyrir
erlenda fjárfestingu á skuldabréfamarkaði.
Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg enda eru
lífeyrissjóðir á sama tíma að beina fjármunum sínum
að stærstum hluta í sjóðsfélagalán og fjárfestingar
erlendis. Á meðan nafnvextir Seðlabankans hafa
lækkað um nærri tvær prósentur frá árinu 2016 hafa
vextir á langtíma ríkisskuldabréfum lítið breyst. Með
öðrum orðum hafa höftin, með því að draga úr fram-
boði lánsfjármagns á markaði, valdið því að vextir
fyrirtækja og heimila eru hærri en ella. Innflæðishöftin
hafa þannig staðið í vegi fyrir því að Íslendingar fái að
njóta til fulls þeirrar kerfisbreytingar sem hefur orðið
á hagkerfinu – jákvæð eignastaða við útlönd, lág verð-
bólga og litlar skuldir þjóðarbúsins – sem ætti að skila
sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni.
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á fjármála-
kerfinu þá er það staðreynd að starfsskilyrði íslenskra
banka eru um margt önnur og verri en þekkist í öðrum
Evrópuríkjum. Líkt og með innflæðishöftin, sem eru í
reynd skattur á heimili og fyrirtæki, er það að lokum
almenningur sem þarf að greiða reikninginn í formi
hærri útlánavaxta fyrir þá ákvörðun stjórnvalda að
bankarnir skuli meðal annars búa við ströngustu
eiginfjárkröfur í Evrópu og borga níu milljarða á ári í
sérstakan bankaskatt sem á sér enga hliðstæðu. Fyrir
vikið er arðsemi bankanna, en tveir þeirra eru í eigu
ríkissjóðs, lægri en eðlilegt getur talist sem aftur rýrir
stórkostlega virði þeirra. Er ástæða til að ætla að eitt-
hvað verði gert til að breyta þessari vitleysu? Tæplega.
Fáir stjórnmálamenn hafa nokkurn skilning á þessu
samhengi hlutanna á sama tíma og þeir furða sig á því
að hér skuli vera rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Að líta sér nær
7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r10 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-6
1
E
0
2
0
C
2
-6
0
A
4
2
0
C
2
-5
F
6
8
2
0
C
2
-5
E
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K