Fréttablaðið - 07.09.2018, Page 22
Aldís ásamt manni sínum, hlauparanum Kára Steini, og syni eftir gott hlaup.
Um leið og fólk er
komið yfir erfið
asta hjallann og farið að
geta hlaupið í lengri tíma
án þess að streða og púla
verður þetta svo frábært
sport.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Aldís Arnardóttir hlaupaþjálfari gefur byrjendum í hlaupaíþróttinni góð ráð til að koma sér í gang.
Það er mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum og fer eftir því hvað fólk vill fá
út úr hlaupunum hvort það skráir
sig í hlaupahóp. Ef tilgangurinn
er að dreifa huganum og fá létta
hreyfingu í leiðinni þá er kannski
óþarfi að vera í hlaupahóp en ef til
gangurinn er að bæta sig í hlaupum
og jafnvel taka þátt í keppnis
hlaupum þá mæli ég hiklaust með
því að fólk komi sér inn í hlaupa
hóp. Það er mikið skemmtilegra
að hlaupa í góðum félagsskap. Fólk
fer frekar aðeins út fyrir þæginda
rammann og tekur fjölbreyttari og
lengri æfingar. Fólk getur komið
sjálfu sér skemmtilega á óvart þegar
það byrjar að mæta með hlaupa
hóp, fer yfirleit hraðar og lengra en
það hefði annars gert,“ segir Aldís
Arnardóttir en hún hefur þjálfað
hlaupara í hlaupahópnum Lauga
skokk síðustu þrjú ár. Sjálf hefur
hún æft markvist frá árinu 2013
og segir hlaupaíþróttina ávana
bindandi sport.
„Um leið og fólk er komið yfir
erfiðasta hjallann og farið að geta
hlaupið í lengri tíma án þess að
streða og púla verður þetta svo
frábært sport. Maður er alltaf að
keppa við sjálfan sig og bæta sig
sem getur orðið ávanabindandi
með tímanum.“
Hver eru helstu mistök fólks þegar
það byrjar að hlaupa?
„Af fara of geyst af stað og ætla
sér of mikið á stuttum tíma. Það
er mikilvægt að setja sér raun
hæf markmið og hlúa að líkam
anum því það er auðvelt að enda í
meiðslum ef fólk fer fram úr sér á
fyrstu vikunum.“
Hvers konar hlaupaplan hentar
byrjendum?
„Það er persónubundið hvernig
líkaminn bregst við álagi og hvernig
ásigkomulagi fólk er í og því
mikilvægt að fólk hlusti á líkamann
þegar það er að stíga sín fyrstu skref
í hlaupum. Fyrir algjöran byrjanda
er hægt að miða við að taka þrjár
æfingar í viku og fyrstu eina til tvær
vikurnar er raunhæft að skokka og
labba til skiptis. Miða til dæmis við
bil milli ljósastaura. Hægt og rólega
Hlaupa lengra í góðum félagsskap
Aldís Arnardóttir segir hlaup frábært sport. Hún er einn þjálfara hlaupahópsins Laugaskokk og
segir félagsskap á hlaupum hvetjandi. Hún gefur hér þeim sem vilja út að hlaupa góð ráð.
er síðan hægt að lengja hlaupa
kaflana og þegar fólk ræður við að
hlaupa lengri kafla samfleytt án
erfiðleika, til dæmis í 30 mínútur,
er hægt að fara yfir í fjölbreyttari
hlaupaæfingar, hraðaaukningar og
þess háttar.“
Hversu miklu máli skiptir
búnaðurinn?
„Það mikilvægasta er að vera
í góðum hlaupaskóm, en rangir
skór geta leitt til hné og mjaðma
meiðsla. Síðan er alltaf betra að vera
í fatnaði sem andar vel. Yfir vetrar
tímann er mikilvægt að klæða sig
í takt við veður og klæða sig frekar
meira en minna upp á að halda
vöðvunum heitum.“
Skiptir undirlagið máli?
„Mælt er með því að að takmarka
hlaup á malbiki ef möguleiki er
á því. Malbikið er gott í hófi og
nauðsynlegt að hlaupa eitthvað
á malbiki ef stefnt er á þátttöku í
götuhlaupum. Mikil hlaup á mal
biki auka hins vegar líkur á álags
meiðslum og því er gott að hlaupa
sem stærstan hluta á mjúkum
stígum eða grasi. Fjölbreytt undir
lag og brekkur eru einnig styrkjandi
og því tilvalið að gera sér ferð af og
til á góða stíga eins og í Heiðmörk.“
Er mikilvægt að teygja eða æfa
eitthvað annað með?
„Hlaup er grein sem krefst ekki
mikils liðleika en samt sem áður
er alltaf gott að teygja létt eftir
æfingar til að viðhalda grunnlið
leika. Annars er líka mjög gott að
„rúlla“ vöðvana með svokölluðum
foamrúllum sem vinna á litlum
vöðvahnútum og auka blóðflæðið
sem flýtir fyrir endurheimt.
Skynsamlegt er að stunda
styrktar æfingar með hlaupa
þjálfun með áherslu á kvið og fætur.
Ásamt því að styrkja líkamann
ýta styrktar æfingar undir aukinn
hraða, betri hlaupastíl og draga
úr líkum á meiðslum. Annars
fara hinar ýmsu æfingar vel með
hlaupum, s.s. jóga, tabata o.fl. þar
sem gott er að hafa fjölbreytni í
æfingum. Ég hef sjálf til dæmis
einna helst verið í Hot Yoga sam
hliða hlaupunum.“
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og
geta þátttakendur val:
1. Morgunnámskeið,
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og
geta þátttakendur val:
1. Morgunnámskeið,
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður
kennt þriðjudagana 18. og 25. september og
2. október kl. 16:10 – 19.
Námskeiðsstaður er Háskóli Íslands – Oddi, stofa 206, Sturlugötu 3,
101 Reykjavík.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður, LL.M
Nánari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.is
Námskeiðsgjald er 45.000 kr. og greiðist við skráningu.
Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S e p t e m B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-6
B
C
0
2
0
C
2
-6
A
8
4
2
0
C
2
-6
9
4
8
2
0
C
2
-6
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K