Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 20

Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 20
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Við segjum gjarnan að bókasafnið sé þriðji griða-staðurinn í lífi hvers manns; á eftir heimili, vinnu og skóla. Þar eflum við félagsleg tengsl, kynn- umst fólki, bætum þekkingu okkar og slökum á; jafnvel með góða bók í hengirúmi, en þó þarf ekki endi- lega að kíkja í bækur á bókasöfn- um. Þar má bara vera; á öruggum stað í vellíðan, ró og næði,“ segir Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, upplýsinga- og bókasafnsfræðing- ur á Landsbókasafni Íslands. Hún segir liðna tíð að gestir bókasafna þurfi að hvísla. „Einu söfnin sem enn krefjast þagnar eru háskólabókasöfnin, en þó eru aðeins tvær og hálf hæð af fimm á Landsbókasafninu þegjandi. Hvísl heyrir því sögunni til á almenningsbókasöfnum landsins og sjálfri finnst mér ekkert skemmtilegra en að fara með börnin á mitt bókasafn, sem er Gerðuberg í Efra-Breiðholti, því þar geta þau prílað á púðum, skrafað saman, prentað á þrí- víddarprentara, leikið sér, grúskað í bókum, skapað og föndrað á meðan ég glugga í bækur eða blöð. Það er einstaklega lifandi bókaafn og enginn rykfallinn bókavörður á bak við borð,“ segir Kristjana bros- mild um uppáhaldsbókasafnið sitt. Ekki bara geymsla fyrir bækur Bókasafnsdagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn en hann tengist Degi læsis, 8. september. „Með Bókasafnsdeginum vekjum við athygli á mikilvægi bókasafna og hlutverki þeirra í samfélaginu. Þau eru ekki lengur bara geymsla fyrir bækur heldur gegna margþættu hlutverki,“ segir Kristjana um bókasöfnin sem eru sívinsæl og hafa verið dugleg að halda mikilvægi sínu með því að koma til móts við nýja tíma. „Hlutverk bókasafnanna er að breytast. Auk hefðbundinna bóka er þar ýmsa afþreyingu að finna, bæði í hljóði og mynd, og þar eru haldin námskeið, veitt aðstoð við heimalærdóminn og Fab Lab-tilraunastofa. Þá þjóna bókasöfnin lýðræðislegu hlutverki, eins og fyrir hælisleitendur sem þar komast í tölvur til að senda tölvupóst, fá fréttir af fjölskyldu sinni og heimalandinu, og fara á Facebook,“ segir Kristjana og bætir við að bókasafnið sé einnig dýr- mætt á tímum falskra frétta. „Þá er bókasafnið mikilvægur staður til að sannreyna heimildir og kenna okkur að þekkja hvað sé áreiðan- legt, satt, rétt og rangt.“ Á okkar tímum, þegar læsi íslenskra barna og unglinga er ekki nógu gott, séu bókasöfn einnig þýðingarmikil. „En það er líka mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn að taka sér bækur í hönd, lesa þær að þeim sjáandi og vera börnum sínum fyrirmynd í lestri og menningu bókmennta.“ Lestur er bestur fyrir vísindin Þema Bókasafnsdagsins í ár er tileinkað vísindum og slagorð dagsins: Lestur er bestur – fyrir vísindin. „Slagorðið byrjar alltaf á „Lestur er bestur“ og síðan er niðurlagið þematengt. Með þemanu í ár vilj- um við vekja athygli á mikilvægi bókasafna í tengslum við vísinda- rannsóknir og störf, fræðimennsku og lærdóm,“ útskýrir Kristjana. Hún segir að bókasöfn verði alltaf hluti af samfélagi manna. „Hlutverk safnanna breytist og tímarnir með. Þau gera öllum þjóðfélagsstigum kleift að lesa bækur á ódýran hátt því ekki hafa allir tök á því að kaupa sér bækur eins og þeir gjarnan vildu. Á bóka- söfnunum er frábært úrval bóka á erlendum tungumálum, til dæmis barnabækur á pólsku, taílensku, rússnesku, dönsku, ensku og í raun hvaða tungumáli sem hugsast getur, og það eru bækur sem ekki fást í bókabúðum landsins en gegna mikilvægu menningarhlut- verki fyrir útlendinga og þeirra börn. Þá er Bókasafn móðurmáls einstakt safn sem allt er unnið í sjálfboðastarfi og safnar bókum á sem flestum tungumálum svo hér sé til bókasafn fyrir fólk að utan sem hér hefur sest að.“ Gefins gullmolar Kristjana bendir á nýtt rafbókasafn sem Íslendingar eignuðust í fyrra og almenningssöfnin eru hluti af. „Rafbókasafnið er frábær kostur fyrir þá sem eiga bágt með að fara á bókasafn í dagsins önn. Þá geta þeir farið inn á rafboksafn.is og valið úr þúsundum titla, íslenskum og erlendum, til að njóta í næði heima og án þess að fara úr húsi.“ Þó jafnist fátt á við það að gefa sér stund á bókasafni. „Á bóksafni bíður gesta notalegt andrúms- loft og hlýjar móttökur. Engar kröfur, ekkert áreiti og enginn sem ætlast til neins af manni. Það skiptir nefnilega miklu að hafa slíkt athvarf og alls ekki allir sem það eiga heima hjá sér. Hér er öllum hleypt inn, burtséð frá stétt eða stöðu, og við störfum eftir því leiðarljósi að engum sé mismunað og allir séu jafn hjartanlega vel- komnir.“ Mikið verður um skemmtilega viðburði á bókasöfnum landsins í tilefni Bókasafnsdagsins í dag. „Á Landsbókasafninu, sem fagnar 200 ára afmæli í ár, verður boðið upp á veglegt bókagjafa- borð þar sem fjölmargir gullmolar leynast. Borðið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár og er á sinn hátt umhverfisvænt því það stuðlar að því að bækur fari ekki til spillis,“ útskýrir Kristjana. Á bóksafni Garðabæjar verða vöfflur og vísindi, og hægt verður að kíkja í smásjá í Bókasafni Kópa- vogs. Þá verður vísindaverkefnum af ýmsu tagi gert hátt undir höfði á Bókasafni Patreksfjarðar, svo fátt sé upptalið. Á vefsíðunni bokasafn.is er hægt er að finna upplýsingar um bóka- söfn landsins og fara inn á vefsíður þeirra til að sjá viðburði, sem og á Facebook til að sjá hvaða viðburðir verða í boði í dag. Þarf ekki að hvísla lengur Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt í dag með heillandi viðburðum. Kristjana Mjöll J. Hjörvar segir bókasöfn griðastað þar sem gestir mæti hlýju, frið og ró í lifandi umhverfi. Kristjana Mjöll J. Hjörvar er upplýsinga- og bókasafnsfræðingur á Landsbóka- safni Íslands þar sem þagað er á tveimur og hálfri hæð. MYND/SIGTRYGGUR ARI Nú þarf ekki lengur að hvísla á bókasöfnum og þar er hægt að eiga ljúfar stundir við leik, grúsk og lestur. Það gildir jafnt um börn og fullorðna. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT OG SPENNANDI 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 2 -7 F 8 0 2 0 C 2 -7 E 4 4 2 0 C 2 -7 D 0 8 2 0 C 2 -7 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.