Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2018, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.09.2018, Qupperneq 12
Nýjast Þjóðadeildin A-deild Riðill 1 Þýskaland - Frakkland 0-0 B-deild Riðill 1 Tékkland - Úkraína 1-2 1-0 Patrik Schick (4.), 1-1 Yevhen Konop- lyanka (45+1.), 1-2 Olexandr Zinchenko (90+3.). Riðill 4 Wales - Írland 4-1 1-0 Tom Lawrence (6.), 2-0 Gareth Bale (18.), 3-0 Aaron Ramsey (37.), 4-0 Conor Roberts (55.), 4-1 Shaun Williams (66.). C-deild Riðill 3 Noregur - Kýpur 2-0 1-0 Stefan Johansen (21.), 2-0 Johansen (42.). Slóvenía - Búlgaría 1-2 0-1 Bozhidar Kraev (3.), 1-1 Miha Zajc (40.), 1-2 Kraev (59.). D-deild Riðill 1 Kasakstan - Georgía 0-2 0-1 Giorgi Chakvetadze (69.), 0-2 Sergey Maliy, sjálfsmark (74.). Lettland - Andorra 0-0 Riðill 4 Armenía - Liechtenstein 2-1 1-0 Marcos Pizzelli (30.), 1-1 Sandro Wolf- inger (33.), 2-1 Tigran Barseghyan (76.). Gíbraltar - Makedónía 0-2 0-1 Ivan Tričkovski (19.), 0-2 Egzijan Alioski (35.). Ísland - Eistland 5-2 1-0 Óttar Magnús Karlsson (19.), 2-0 Óttar Magnús (22.), 3-0 Samúel Kári Friðjónsson (45.), 4-0 Arnór Sigurðsson (53.), 4-1 Frank Liivak, víti (61.), 5-1 Albert Guðmundsson (64.), 5-2 Sören Kaldma (68.). Undankeppni EM U-21 Markaregn í Kópavoginum Tekur í gikkinn Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann 5-2 sigur á Eistlandi í miklum markaleik á Kópavogsvelli í undan- keppni EM í gær. Ísland á enn góða möguleika á að ná 2. sæti í sínum riðli sem gæti gefið sæti í umspili. Albert Guðmundsson sést hér skora fimmta mark Íslands í leiknum. Auk hans voru Óttar Magnús Karlsson (2), Samúel Kári Friðjónsson og Arnór Sigurðsson á skotskónum. FRéTTABLAðið/EyÞóR Fótbolti Hörður Björgvin Magnús- son, varnarmaður íslenska lands- liðsins og CSKA Moskvu í Rússlandi, kveðst vongóður um að hann verði klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Sviss á morgun. Hörður fór meiddur af velli í síðasta leik félags- ins á 20. mínútu leiksins og æfði ekki með íslenska liðinu fyrstu dagana í æfingarbúðum þess í Schruns, Austurríki, en æfði svo með því í gær. „Heilsan er góð og ég er bjartsýnn á að ná leiknum gegn Sviss. Ég viður- kenni að ég var ekkert mjög bjart- sýnn og var nálægt því að hringja og tilkynna að ég kæmist ekki í þetta verkefni daginn áður en við fórum til Austurríkis en sjúkraþjálfara- teymið hefur staðið sig frábærlega. Þetta kemur í skrefum og ég tók fullan þátt í æfingu í gær án þess að finna fyrir verkjum. Það var skref í rétta átt og ég verð vonandi klár á morgun.“ Hann vildi ekki missa af fyrsta landsliðsverkefninu undir stjórn Eriks Hamrén. „Það á enginn fast sæti í liðinu og þjálfaraskiptin ættu að halda mönnum á tánum,“ sagði Hörður sem sagði að menn væru tilbúnir að bíta á jaxlinn í landsleikjum. „Menn gera það alltaf, Aron Einar hefur verið ofboðslega duglegur í þessu undanfarin ár og núna höfum við nokkrir verið í minniháttar meiðslum en við þurfum að bíta á jaxlinn og vera tilbúnir.“ Þjálfarinn talaði um að hann myndi byggja á því sem liðið hefði gert vel og hægt og bítandi vinna í að koma sínu handbragði á spila- mennskuna. „Hann kemur með sínar áherslur sem eiga að bæta okkar leik en vill ekki gjörbreyta því sem við höfum verið að gera sem er jákvætt. Það eru allir ofboðslega þakklátir Heimi og Lars fyrir það frábæra starf sem þeir unnu og vonandi getum við tekið næsta skref með Erik,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það er pressa á honum strax, Heimir skilur eftir sig stórt skarð en ég hef fulla trú á því að Erik leysi það.“ Ísland mætir Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildar UEFA, nýrrar keppni sem leysir af æfingarleiki. Hörður sagðist taka því fagnandi að fá fleiri keppnisleiki. „Við erum að fara að mæta risa- þjóðum og sleppum við æfingar- leiki þar sem úrslitin skipta ekki máli og ég held að það taki því allir fagnandi. Þetta er viðurkenning á hvað við höfum komist langt, við erum hluti af tólf bestu þjóðum Evr- ópu. Nú er það undir okkur komið að festa okkur í sessi þarna og það væri gott að byrja á góðum úrslitum um helgina.“ Hörður samdi í sumar við rúss- neska stórveldið CSKA Moskva og kann vel við sig í stórborginni. Það var talsvert um brottfarir hjá félaginu í sumar, þar á meðal kvöddu rússnesku tvíburarnir Vasili og Aleksei Berezutski sem léku í sex- tán ár fyrir félagið. „Stuttu eftir að ég skrifaði undir þá hurfu á brott alls níu leikmenn. Vasili og Aleksei áttu báðir sem dæmi að minnsta kosti eitt gott ár eftir að ég held. Fyrir vikið erum við með afar ungt lið, meðalaldurinn er 24 ár og ég er einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins.“ Hjá CSKA mun Hörður leika í Meistaradeild Evrópu í vetur og fær tækifæri til að spila á hinum sögu- fræga Santiago Bernabeu gegn Real Madrid. „Það var svakaleg tilfinning og var hálf óraunverulegt að hugsa að maður myndi mæta Real Madrid á heimavelli þeirra. Það verður gaman að takast á við besta lið heims og sjá hvernig okkar kornunga lið stendur í liðum eins og Real og Roma.“ Sjálfur hefur hann leikið sem miðvörður í þriggja manna línu en sóknarleikurinn hefur verið haus- verkur liðsins. „Ég hef spilað þessa stöðu áður og mér líður vel sem miðverði, þar fæ ég öðruvísi hlutverk með boltann og ég er afar ánægður með fyrstu vikurnar. Það sem vantar kannski eru fleiri stig, við erum búnir að gera of mörg jafntefli þar sem við gátum unnið leikina.“ Viðurkenni að ég var ekki bjartsýnn á að ná leikjunum Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er vongóður um að hann verði klár í slaginn gegn Sviss á morgun eftir að hafa verið að berjast við meiðsli. Hann tekur því fagnandi að leika keppnisleiki í Þjóða- deildinni í stað þess að spila æfingarleiki. Hörður segir að lífið sé ljúft í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Hörður Björgvin í leiknum gegn Króatíu á HM í sumar. FRéTTABLAðið/EyÞóR Kristinn Páll Teitsson skrifar frá St. Gallen kristinnpall@frettabladid.is Of gaman til að hætta strax Fótbolti Þrátt fyrir að hafa gefið í skyn eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í íslenska landsliðinu snerist Kára Árnasyni hugur. „Það er alltaf gaman að koma til móts við liðið og það er ástæðan af hverju maður er hérna. Þetta er of gaman til að hætta þessu,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann gerir sér grein fyrir því að hlutverk hans í landsliðinu hefur breyst og mínútum hans inni á vell- inum mun fækka. „Það hefði verið flott að hætta eftir HM sem byrjunarliðsmaður í því liði sem náði stærsta áfanga íslenskrar knattspyrnusögu en það var svolítil eiginhagsmunasemi. Ég er það mikill liðsmaður og mér bauðst annað hlutverk í liðinu, minna en oft áður en ég var til í það,“ sagði Kári. „Ég sagði hins vegar að ég yrði ekkert bara til að gefa fimmur, ég myndi leggja mig allan fram til að berjast fyrir mínu sæti en ég skil vel stöðuna sem ég er í. Vonandi fæ ég einhverjar mínútur og get hjálpað liðinu.“ – kpt 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 2 -4 E 2 0 2 0 C 2 -4 C E 4 2 0 C 2 -4 B A 8 2 0 C 2 -4 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.