Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.09.2018, Qupperneq 6
Eða einhver allt annar Auðvitað er mögu­ legt, jafnvel líklegt, að einhver allt annar hafi skrifað bréfið en þau sem hér eru nefnd á nafn. Í umfjöllun CBS kom fram að hundruð gætu kallað sig „háttsetta emb­ ættismenn“. Stuðningsmenn for­ setans hafa svo haldið því fram að bréfið hafi einfald­ lega verið skáldað. Það verður að teljast afar ólíklegt miðað við sögu The New York Times. Nate Silver, ritstjóri FiveThirty Eight og talnagúrú, sagði á Twitter í gær að mögulega væri um að ræða lítt þekktan einstakling sem ætlaði sér að afhjúpa sig síðar til að auka á frægð sína og hagnast á skrifunum. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Á Ísland að taka upp orkulöggjöf Evrópusambandsins? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Skiptir valdaframsal til erlends ríkjasambands máli eða ekki? Gerist eitthvað ef Íslendingar afþakka Evrópulögin? Ísafold, Herjan og Heimssýn boða til opins fundar um orkumál í stofu HT105 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands kl. 17.30 mánu- daginn 10. september næstkomandi. Fulltrúar þingflokka munu ávarpa fundinn og opið verður fyrir fyrirspurnir. Allir velkomnir Heimssýn Hver skrifaði bréfið? Opinberar erjur Umfjallanir um ríkisstjórnina hafa sýnt fram á að sam­ band Trumps við marga undirmenn er stirt. Horft hefur verið til þeirra sem hafa átt í erjum við forsetann. Don McGahn, lögmaður Hvíta hússins, er einn þeirra. Hann er sjálfur á útleið í vor og hefur litlu að tapa. John Kelly starfsmannastjóri er annar, er sagður hafa sagt forsetann fábjána í óútkominni bók Bobs Woodward. Kirstjen Nielsen heimavarnarráðherra hefur lent saman við Trump og er sögð hafa hótað því að segja upp. James Mattis varnarmálaráðherra er sagður hafa líkt Trump við barn í bók Woodwards. Jeff Sessions dómsmálaráðherra kemur líka til greina en Trump er sagður hafa kallað Sessions „þroskaheftan“ í fyrr­ nefndri bók. Rótgrónir valdamenn Meðan á forkosningunum stóð lýstu fæstir valdamenn innan Repúblikanaflokksins stuðningi við Trump í fyrstu enda voru mörg stefnumála hans í beinni andstöðu við stefnu flokksins. Í bréfinu segir að áherslur forsetans séu allt aðrar en flestra ráðherra hans. Hann lofi til að mynda Pútín Rússlandsforseta opinberlega á meðan ráðherrar lasta hann. Einnig er dregið fram nafn Johns McCain, nýlátins þingmanns, í bréfinu en hann var aldrei stuðningsmaður Trumps þrátt fyrir að vera í sama flokki. Horft hefur verið til ýmissa emb­ ættis manna í þessu samhengi. Dan Coats, yfirmaður öryggisstofnana, á langan feril sem stutt er eftir af og hef­ ur því litlu að tapa. Nikki Haley, sendi­ herra hjá SÞ, var harður andstæð­ ingur Trumps og vill mögulega fjarlægjast forsetann, enda orðuð við forsetaframboð sjálf í framtíðinni. Orðanotkun og stíll Augu margra beindust strax að Mike Pence varaforseta í ljósi notkunar á orðinu „leiðarstjarna“ (e. lodestar) í bréfinu. Sjálfur hefur Pence notað það orð oftsinnis í ræðum og viðtölum. Pence hefur, líkt og flestir, hafnað því að hafa skrifað bréfið. Trump er lofaður fyrir að lækka Bréf ónefnds háttsetts embættismanns innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna í The New York Times vekur athygli. Bréfritari segir sam- starfsmenn forseta vinna gegn honum. SAMGÖNGUMÁL Njáll Trausti Frið- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðu- neytinu um uppsetningu ILS-lend- ingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lend- ingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðu- neytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, staðfestir að félag- ið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera til- búið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjár- mögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akur- eyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún full- fjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera rang- lega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórn- völd talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýs- ingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. – sa Segist hafa fengið rangar upplýsingar ILS-lendingarbúnaður þykir nauðsynlegur ef stunda á millilandaflug til og frá Akureyri. FréttAbLAðIð/VöLundur Ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur. Njáll Trausti Frið­ bertsson, þing­ maður Sjálfstæðis­ flokksins skatta og draga úr reglugerðum en lastaður fyrir aðför að milliríkjaviðskiptum í bréfinu. Þetta þykir benda til þess að einhver á sviði efnahagsmála gæti hafa skrifað bréfið. Steven Mnuchin efnahagsmálaráðherra hefur verið orðaður við bréfaskrifin sem og Kevin Hassett, formaður ráðs efnahagsráðgjafa forsetans. Með orðanotkun og efnahagsmál í huga hefur Larry Kudlow, helsti efnahagsmálaráðgjafi forsetans, einnig verið nefndur. Sá hefur einnig talað um leiðarstjörnur. Bent hefur verið á notkun hagfræðihugtaka, mikla notkun bandstrika og fjölda setninga sem byrja á „En“ sem rökstuðning fyrir því að Kudlow hafi skrifað bréfið. Séu eldri greinar Kudlows skoðaðar passar bandstrika­ og en­notkun þar við ritstíl hins óþekkta höfundar, að minnsta kosti í einhverjum tilfellum. thorgnyr@frettabladid.is Larry Kudlow ráðgjafi. nikki Haley, sendiherra hjá SÞ. Jeff Sessions dómsmála- ráðherra. 7 . S e p t e M b e r 2 0 1 8 F Ö S t U D A G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 2 -7 A 9 0 2 0 C 2 -7 9 5 4 2 0 C 2 -7 8 1 8 2 0 C 2 -7 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.