Fréttablaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 21
Ítalir elska sitt biscotti sem þeir dýfa í sterkt kaffi eða líkjör. Það er gaman að eiga biscotti ef gesti ber að garði. Kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Þessi uppskrift gefur 40 kökur. 250 g hveiti ½ tsk. lyftiduft 250 g sykur 3 egg Börkur af ¼ sítrónu 100 g pistasíur 100 g heslihnetur 75 g þurrkuð trönuber Hitið ofninn í 160 gráður á blæstri. Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í hrærivélarskál. Blandið vel saman. Bætið þá eggjunum saman við ásamt berki af sítrónu. Þegar þessu öllu hefur verið blandað saman er hnetunum og trönuberjunum bætti við deigið. Stráið hveiti á borðið og gerir tvær jafnstórar pylsur úr deiginu. Leggið á bökunarplötu sem klædd hefur verið með bökunarpappír. Þrýstið á „pylsurnar“ með höndunum þannig að þær sé ekki alveg kringlóttar. Bakið í 35 mínútur. Takið út og kælið smástund áður en kökurnar eru skornar niður í 2 cm sneiðar. Leggið sneiðarnar á plöt­ una aftur með skornu hliðina upp. Bakið áfram í 20 mínútur. Snúið kökunum við og bakið áfram í 5­10 mínútur. Kælið á rist. Ítalskt biscotti Utanvegahlaupið Hengill Ultra verður haldið í Hveragerði á morgun, laugar­dag, en aldrei hafa fleiri keppendur skráð sig til leiks. Fjöldi keppenda er um 300 og koma frá fimmtán löndum, þ. á m. Nýja­ Sjálandi, Kólumbíu, Póllandi, Tékklandi og Færeyjum. Keppt verður í nokkrum vegalengdum. Stysta hlaupið er 5 km en það lengsta 100 km. Keppni í 100 km hlaupinu hefst kl. 22 í kvöld, föstudagskvöld. Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og því nokkurs konar uppskeruhátíð íslenskra hlaupara. Þeir sem hlaupa ekki í ár en hafa áhuga á að taka þátt á næsta ári geta unnið sér inn þátttökurétt með því að starfa sem sjálfboðaliðar við hlaupið. Hver og einn þarf að skila fimm tímum í brautargæslu, klappliði, starfa á drykkjarstöð og við flögu­ afhendingu eða upplýsingagjöf. Utan þess að vinna sér inn fría skráningu í hlaup að eigin vali á næsta ári fá sjálfboðaliðar poka með bol mótsins og alls kyns smágjafir frá samstarfsaðilum hlaupsins auk gjafakorts á Hamborgarafabrikkuna. Áhugasamir geta sent póst á netfangið info@hengillultra.is. Síðasta stóra utanvegahlaup ársins Frá Hengill Ultra hlaupinu í fyrra. MYND/HENGILL ULTRA Safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan 14 laugar- daginn 8. september. MYND/EYþóR Baráttugleði verður í fyrirrúmi þegar loftslagsgangan verður gengin í þriðja sinn laugar­ daginn 8. september. Krafa göngunnar í ár er að tafarlaust verði gripið til árangurs­ ríkra aðgerða til að draga úr losun gróður húsalofttegunda. Ríkis­ stjórnin verði að draga vagninn og greiða götuna fyrir sjálfbæru samfélagi. Að öðrum kosti muni sveitarfélögum, atvinnulífi, félaga­ samtökum og einstaklingum reyn­ ast erfitt að leggja sitt af mörkum. Loftslagsgangan var áður gengin árin 2014 og 2015 og í bæði skiptin var mjög góð þátttaka. Stærsta krafa ganganna þá var að hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu og var síðasta sérleyfið til olíuleitar aftur­ kallað í mars síðastliðnum. Safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn og gengið niður Skólavörðustíg, Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, þar sem haldinn verður stuttur kröfu­ fundur. Fólk er hvatt til að koma með kröfuspjöld. Loftslagsganga í þriðja sinn Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Fyrir okkur sem höldum haustið hátíðlegt FóLK KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 2 -7 0 B 0 2 0 C 2 -6 F 7 4 2 0 C 2 -6 E 3 8 2 0 C 2 -6 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.