Fréttablaðið - 07.09.2018, Page 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442
Aukinn umferðarþungi
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
þyngist með hverju árinu og er
talið að hún muni þyngjast um
3% í ár, miðað við árið í fyrra. Það
blasir því við að aukin notkun á
öðrum samgöngum létti umferðina
talsvert segir hann. „Íbúar höfuð-
borgarsvæðisins finna svo sannar-
lega fyrir auknum umferðarþunga,
sérstaklega á háannatímum. Þessu
fylgja ýmis vandamál eins og álag
á vegum, aukinn ferðatími og
meiri mengun. Þegar horft er yfir
umferðina á morgnana sést líka að
í flestum bílum er bara ein mann-
eskja.“
Léleg nýting bíla
Skúli hefur því eytt góðum tíma í
að heimsækja fyrirtæki og skóla til
að kynna þjónustu Strætó þar sem
hann reynir að opna augu fólks
fyrir þessum veruleika. „Önnur
hugleiðing sem ég fer yfir á kynn-
ingum mínum er að fá fólk til þess
að velta fyrir sér nýtingu hvers bíls,
en flestir einkabílar eru í notkun
yfir afar stuttan tíma sólarhrings-
ins. Stærstan hluta dagsins stendur
hann kyrr í bílastæði fyrir framan
vinnuna eða í innkeyrslunni
heima.“
Mjög margar fjölskyldur eiga
auk þess tvo bíla þar sem annar
bíllinn er nær einungis nýttur í að
koma öðrum makanum til og frá
vinnu, segir hann. „Fyrir foreldra
getur það verið afar hagkvæm
leið til þess að minnka skutlið að
kenna börnunum sínum að taka
strætó í skólann, á æfingar eða í
tómstundir. Við erum til að mynda
í góðu samstarfi við íþróttafélagið
Fjölni, en börn þar fá fylgd í strætó
frá skólanum og á æfingar. Árskort
fyrir 6-11 ára barn kostar 8.600 kr.
og árskort fyrir 12-17 ára ung-
menni kostar 21.700 kr.“
Hagkvæmur valkostur
Skúli segist gera sér grein fyrir því
að strætósamgöngur henti ekki
öllum. Hins vegar sé stór hluti
íbúa höfuðborgarsvæðisins sem
hefur ekki prófað kerfið í mörg ár.
„Sumir hafa ekki einu sinni kannað
hvort strætó sé hagkvæmur val-
kostur fyrir sig og bara ákveðið að
hann henti þeim ekki. Þeir verða
svo yfirleitt mjög hissa þegar þeir
koma auga á að þjónustan gæti
komið sér vel og uppgötva hve
einfalt það er að nota strætó í dag,
sérstaklega með tækninýjungum
eins og appinu.“
Hann bendir á að einfalt sé að
prófa að leita að ferð á heima-
síðunni, straeto.is, og þar komi
skýrt fram besta leiðin á áfanga-
staðinn. „Það þarf einfaldlega að
slá inn upphafs- og áfangastað,
dagsetningu og brottfarar- eða
komutíma. Vefsíðan reiknar allt út,
göngutímann að næstu stoppistöð
og hvað ferðalagið tekur þig u.þ.b.
langan tíma. Það gæti reynst afar
verðmætt að kanna málið nánar,
því góðar líkur eru á að þú getir
skipt út rekstrarkostnaði bíls fyrir
eitt Strætókort.“
Strætó er þægilegur, vistvænn og ódýr samgöngumáti sem flestir ættu að geta nýtt oftar. Upplýsingar um strætóferðir eru skýrar og aðgengilegar.
Margir verða hissa, eftir að hafa kynnt sér þjónustu Strætó, hversu einfalt er að nota strætó í
dag. Sérstaklega þegar appið er notað þar sem er einfalt að leita eftir réttu ferðunum.
„Fyrir foreldra getur það verið afar hagkvæm leið til þess að minnka skutlið að kenna börnunum sínum að taka strætó,“ segir Skúli Örn Sigurðsson. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Verðskrá
árskorta
Strætó
n 6 mánaða
nemakort með
Zipcar-áskrift
28.600 kr.
n 12 mánaða
nemakort með
Zipcar-áskrift
50.900 kr.
n Samgöngukort
með Zipcar-
áskrift
63.900 kr.
n Árskort fyrir 12-
17 ára 21.700 kr.
n Árskort fyrir
6-11 ára
8.600 kr.
2 KYNNINGARBLAÐ 7 . S e p T e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSAMGÖNGUR
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-5
8
0
0
2
0
C
2
-5
6
C
4
2
0
C
2
-5
5
8
8
2
0
C
2
-5
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K