Fréttablaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 23
Framhald á síðu 2 ➛
Samgöngur
F Ö S T U DAG U R 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 Kynning: Strætó
„Sumir hafa ekki einu sinni kannað hvort strætó sé hagkvæmur valkostur fyrir sig og bara ákveðið að hann henti þeim ekki. Þeir verða svo yfirleitt mjög hissa þegar þeir koma auga á að þjónust-
an gæti komið sér vel og uppgötva hve einfalt það er að nota strætó í dag, sérstaklega með tækninýjungum eins og appinu,“ segir Skúli Örn Sigurðsson, sölustjóri hjá Strætó. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Góður valkostur fyrir flesta
ef fleiri myndu nýta sér þjónustu strætó myndi umferðin léttast mjög mikið. strætó leggur
áherslu á aukna þjónustu við alla vistvæna samgöngumáta, eins og hjólreiðar og deilibílanotkun.
Eitt af markmiðum Strætó er að létta umferð og samnýta vistvæna samgöngumáta. Í því
samhengi leggur fyrirtækið áherslu
á aukna þjónustu við alla vistvæna
samgöngumáta, eins og hjólreiðar
og deilibílanotkun, segir Skúli Örn
Sigurðsson, sölustjóri hjá Strætó.
„Dæmi um þessa samþættingu eru
nemakortin okkar, en með hverju 6
eða 12 mánaða korti fylgir frí áskrift
og ein frí klukkustund á mánuði
með deilibílum Zipcar. Nemakortin
gilda í alla strætisvagna á höfuð-
borgarsvæðinu og gefa einnig not-
endum aðgang að næturvögnum
Strætó sem aka úr miðbænum um
helgar. Í sumar var einnig boðið
upp á þann möguleika að kaupa
24 klst. dagspassa í Strætó-appinu.
Með dagspassanum fylgdi afsláttar-
kóði sem gerir notendum kleift
að leigja WOW-borgarhjól fjórum
sinnum yfir daginn án frekari
kostnaðar. Við teljum því að það
séu mörg sóknarfæri til staðar til
þess að þjónusta farþega Strætó
með fjölbreyttum hætti.“
Samvinna við Zipcar
Ein leið til bættari og vistvænni
samgöngumáta er að styðja fyrir-
tæki til að hvetja starfsfólk sitt til
að nota umhverfisvænan ferða-
máta. Þá er því starfsfólki boðið
tólf mánaða Strætókort á verði níu
mánaða korts, segir Skúli. „Slík kort
köllum við Samgöngukort. Þá þurfa
fyrirtæki fyrst að gera Samgöngu-
samning við okkur en það er hægt
að ganga frá því á heimasíðunni
okkar. Eftir það geta starfsmenn
fyrirtækisins keypt kortið og fengið
þannig þrjá mánuði í Strætó frítt.
Sum fyrirtæki bjóða einnig upp á
samgöngustyrk þar sem starfsmenn
geta fengið um 7.500 kr. skattfrjálst
á hverjum mánuði gegn því að þeir
nýti sér vistvænar samgöngur í
vinnuna.“
Skúli segir Strætó vera í góðu
samstarfi við deilibílaþjónustuna
Zipcar, sem leigir út bíla í skamm-
tímaleigu með stuttum fyrirvara.
„Með hverju Samgöngukorti fylgir 1
klst. prufa með þessari þjónustu og
frí áskrift á tímabilinu. Hugmynd
okkar með samstarfi við Zipcar er
að brúa það bil sem Strætó gæti átt
erfitt með að dekka, eins og þegar
fólk þarf að skreppa. Strætó getur
hentað vel frá stað A til staðar B
en stundum er gott að geta fengið
lánaðan bíl þegar notendur þurfa
að skreppa á stað C. Zipcar kemur
þar inn sem möguleg lausn. Þessir
bílar eru staðsettir á víð og dreif um
borgina svo það ætti ekki að vera
langt að sækja næsta bíl.“
Kynningarblað
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
2
-5
C
F
0
2
0
C
2
-5
B
B
4
2
0
C
2
-5
A
7
8
2
0
C
2
-5
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K