Fréttablaðið - 07.09.2018, Page 16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5407.
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Skaftason
veitingastjóri,
fæddur 26.2. 1942,
lést á Landspítalanum, laugardaginn
25. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00.
Ína Gissurardóttir
Arna Björk Halldórsdóttir
Hallur Halldórsson Petra Sigurðardóttir
Sigurveig Halldórsdóttir Hermann Haukur Aspar
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Klara Jóhannsdóttir
fv. bankastarfsmaður,
lést 4. september á gjörgæsludeild
Landspítalans. Hún verður jarðsungin
frá Garðakirkju á Álftanesi
þriðjudaginn 11. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Helga Halldórsdóttir Frank Büchel
Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir Andri Marteinsson
Daði Pétur Nez
Tryggvi Már, Sóley Tinna og Orri.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hulda Inger Klein
Kristjánsson
Hjallaseli 55, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 4. september.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun.
Brynja Jóhannsdóttir Elín Margrét Jóhannsdóttir
Hjördís Jóhannsdóttir Ottó Ragnar Jóhannsson
Pálmey Jóhannsdóttir Sophus Klein Jóhannsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
amma og langamma,
Alfa Malmquist
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 30. ágúst síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 10. september kl. 13.00.
Innilegt þakklæti til starfsfólks líknardeildar
fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pálmi Sveinsson
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
Helgi Angantýsson
útskurðarmeistari,
f. 29. september 1926,
Engihjalla 19, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
27. ágúst 2018. Útförin fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hallgrímur Pétur Helgason Svanhvít Bjarnadóttir
Árni Þór Helgason Kristín Sveinsdóttir
Bragi Heimir Helgason Guðrið Nattestad
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Hér er grafík og málverk í bland. Ég nefni sýn-inguna Að lokum – því það líður að lokum hjá mér,“ segir Kristinn G. Jóhannsson listmálari,
staddur í Grafíksalnum við Tryggvagötu
í Reykjavík þar sem hann opnar sýningu
á morgun, laugardag, klukkan 14.
Ertu ekki enn að mála?
„Jú, jú, ég geri ekki annað. En ég er
orðinn 82 ára og því má segja að framtíð
mín sé að baki.“
Það veit maður nú aldrei. Ætlaðir þú
alltaf að verða listamaður?
„Já, ég held það. Þó hefur það alltaf
verið hliðargrein hjá mér þar til núna
síðustu árin. Ég var skólastjóri í tæp 40
ár, fyrst við Gagnfræðaskólann á Ólafs-
firði í tæp tuttugu ár, svo á Akureyri í
ein sautján ár við Bröttuhlíðarskóla,
sem heitir núna Hlíðarskóli og er úti hjá
Skjaldarvík.“
Kristinn kveðst hafa stundað list-
nám hjá Jónasi Jakobssyni og Hauki
Stefánssyni á Akureyri, svo í Mynd-
lista- og handíðaskólanum og síðan
við Edinburgh College of Art. „En eftir
að ég kom frá Edinborg fór ég að kenna
vestur á Patreksfirði og úr varð að ég fór
í Kennaraskólann og náði mér í rétt-
indi. Síðustu árin hef ég þó einbeitt mér
að listinni og þetta eiga að vera lokin á
sýningarhaldinu.“
Uppstillingarmenn eru að störfum
og við Kristinn höfum fært okkur innar
í salinn. Hann útskýrir það sem fyrir
augun ber. „Árið 1982 var mér boðið
að halda sýningu í galleríi á Akureyri
sem hét Rauða húsið. Ég var þá að mála
stílfærðar myndir af bátum og húsum á
Ólafsfirði og sá að það mundi ekki passa
á þessa sýningu. Þá fór ég út í dúkskurð-
inn. Sótti ég mér hugmyndir í rúmfjalir
og skáphurðir baðstofunnar og bjó til
verk sem eins gætu vísað til framtíðar-
innar,“ segir hann og bendir á grafíkverk
til beggja handa.
Málverkasería er á einum vegg. Þó
línur og form bendi til annars segir
Kristinn hugmyndirnar fengnar úr
náttúrunni. „Ég sæki innblástur í litgrös
í brekkunum og heiðinni og hvernig allt
speglast í Vöðlunum og Pollinum. Hér er
komið eins konar jafnvægi á milli þess
að heiðin sé að hverfa í málverkið eða
öfugt – málverkið að yfirtaka heiðina.“
Til þess að málverkin eigi rétt á sér í
þessum sal hefur listamaðurinn farið
yfir þau með sandpappír og fengið á
þau voðkennda áferð. „Þannig kallast
þessi sería á við handverkið úr bað-
stofunni,“ bendir hann á. „Það er mikil
vinna í þessu öllu – en ég hef nógan
tíma.“
Kristinn hefur líka fengist við mynd-
skreytingu bóka. Búkolla með stórum
vatnslitamyndum í útgáfu Hóla frá
árinu 2000 er þar í sérflokki. „Þetta er
eins og með dúkskurðinn hjá mér, þar
sem þverskurðurinn myndar mynstrin,
að ég byrja ekki á að móta útlínur í
myndunum heldur læt litina ráða og
renna saman,“ útskýrir hann.
Þrívíddina hefur Kristinn á valdi sínu
við dúkskurðinn, sería sem blasir við
þegar inn er komið ber vitni um það.
Uppsetning hennar er vandaverk því
allt þarf að standast á. Kristinn leikur
sér þar með átta blaða rósina. „En ég
hef ekki skorið nokkuð lengi. Er alger-
lega að loka dúkskurðarferlinum með
þessari sýningu,“ segir hann. „En ég
mála. Mæti í vinnuna mína eins og hver
annar.“ gun@frettabladid.is
Listin lengst af hliðargrein
Akureyringurinn Kristinn G. Jóhannsson listmálari er kominn suður yfir heiðar og opnar
sýningu í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu á morgun. Gengið er inn frá Tryggvagötu.
Gömul mynstur bæði úr útskurði og hannyrðum koma við sögu í grafíkverkunum.
Í málverkunum sækir listamaðurinn
innblástur í heiðina og hafið. Hann hefur
pússað þau þannig að þau líkjast vefnaði.
Kristinn G. Jóhannsson í Grafíksalnum, með málverkin á bak við sig og grafíkina á vinstri hönd. Fréttablaðið/anton brinK
7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
2
-7
0
B
0
2
0
C
2
-6
F
7
4
2
0
C
2
-6
E
3
8
2
0
C
2
-6
C
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K