Fréttablaðið - 07.09.2018, Page 28
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Íslenska kjötsúpan er alltaf mjög góð en það eru margar aðrar súpur líka. Hér eru nokkrar
hugmyndir að kjötlausum súpum
sem eru vel kryddaðar og hita upp
kroppinn þegar haustvindar blása.
Með þessum súpum er gott að hafa
nýbakað brauð.
Krydduð gulrótarsúpa
Þessi súpa er flauelsmjúk, litrík og
ótrúlega bragðgóð. Ekki er verra að
auðvelt er að útbúa hana.
Það sem þarf:
1 laukur, gróft skorinn
4 hvítlauksrif, gróft skorin
4 cm fersk engiferrót, rifin niður
1 rauður chilli-pipar, fræin fjar-
lægð
600 g gulrætur, skornar í sneiðar
2 tsk. karrí
1 dós kókosmjólk
8 dl grænmetissoð
Olía til að steikja
Salt og pipar
Til að skreyta:
Mjög þunnt skornar
gulrótarsneiðar
Ferskt kóríander
Smátt skorinn vorlaukur
Safi og börkur af límónu
Steikið lauk, hvítlauk, engifer og
chilli-pipar í potti. Dreifið karríi
yfir. Bætið þá gulrótunum saman
við og steikið smástund áfram.
Bætið grænmetissoði og kókos-
mjólk út í og látið suðuna koma
upp. Leyfið súpunni að malla þar til
gulræturnar eru mjúkar í um það
bil 20 mínútur. Maukið með töfra-
sprota. Bragðbætið með salti og
pipar og ef til vill örlitlum límónu-
safa.
Setjið súpuna í skálar og skreytið
með þunnum gulrótarsneiðum,
vorlauk, fersku kóríander og fínt
rifnum límónuberki.
Tómatsúpa með
mascarpone
Þetta er afskaplega mild og góða
súpa. Mascarpone-osturinn gerir
hana svolítið öðruvísi. Það er
nauðsynlegt að hafa mascarpone
í súpunni og hann fæst yfirleitt í
verslunum en ef erfitt reynist að
finna hann má notast við sýrðan
rjóma.
3 sellerí-stönglar
3 gulrætur, smátt skornar
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksrif, smátt skorin
Olía til steikingar
1 tsk. þurrkað basil
½ tsk. þurrkað óreganó
1 lítri grænmetissoð
2 dósir (400 g) hakkaðir tómatar
100 g mascarpone-ostur
Salt og pipar
Til að skreyta:
Fersk basil
Góð ólífuolía
Kirsuberjatómatar
Skerið grænmetið smátt og steikið í
olíu í 5-6 mínútur. Það á að mýkjast.
Bætið þá soðinu og tómötunum
út í og látið suðuna koma upp.
Kryddið. Látið súpuna malla í um
það bil 15 mínútur. Maukið súpuna
með töfrasprota. Hrærið því næst
mascarpone saman við og bragð-
bætið með salti og pipar. Setjið
í skálar og skreytið með hálfum
kirsuberjatómat, fersku basil og
smávegis af góðri ólífuolíu.
Blómkálssúpa með chilli
og engifer
Þessi blómkálssúpa er með asískum
blæ. Kröftug og bragðgóð.
1 blómkálshöfuð
3 gulrætur
5 hvítlauksrif
1 laukur
3 cm fersk engiferrót, rifin
1 rauður chilli-pipar án fræja
2 msk. ólífuolía
1 tsk. túrmerik
1 dós kókosmjólk
800 ml grænmetissoð
Salt
Límónusafi
Ferskt kóríander
Hitið ofninn í 200°C. Skolið og
skerið blómkál og gulrætur. Skrælið
laukinn og skerið gróft niður. Setjið
blómkál, gulrætur, lauk, hvítlauk,
engifer og chilli-pipar í stórt eldfast
mót. Dreifið ólífuolíu og túrmerik
vel yfir. Bakið í 30 mínútur. Ágætt
er að skilja smávegis blómkál eftir
til að setja í súpuna eftir á.
Hitið upp kókosmjólk og græn-
metis kraftinn. Setjið allt úr
ofninum beint í soðið og hitið allt
upp og leyfið að malla í smástund.
Maukið síðan með töfrasprota.
Setjið súpuna í skálar og skreytið
með fersku kóríander og jafnvel
örlitlum chilli-pipar. Gott er að
kreista smávegis límónusafa yfir.
Einföld fiskisúpa
Þessi súpa er einföld og maður
getur ráðið hvaða fisktegundir
notaðar eru.
1 hvítlauksrif, fínt skorið
1 blaðlaukur í sneiðum
2 gulrætur í bitum
Góður biti smjör
1 dl hvítvín
1,5 lítri fiskisoð
1 box sýrður rjómi
100 g rækjur
400 g lax eða annar fiskur eftir
smekk
50 g kræklingur í dós
Dill, salt og pipar
Sítrónubátar
Það er best að hafa ferskar risarækj-
ur en það er auðvitað val hvers og
eins. Steikið hvítlauk, blaðlauk og
gulrætur í smjöri. Hellið hvítvíni og
látið sjóða aðeins niður. Bætið þá
fiskisoðinu saman við og látið allt
malla saman. Bragðbætið með salti
og pipar. Takið smávegis af súpunni
og hrærið saman við sýrðan rjóma.
Hellið því síðan til baka í pottinn.
Hreinsið fiskinn og skerið í litla
bita. Fiskurinn er settur í súpuna
um það bil fimm mínútum áður en
hún er borin fram. Rækjur og kræk-
lingar þurfa enn skemmri tíma, þarf
bara rétt að hita upp.
Setjið í diska og skreytið með smá-
vegis dilli. Gott er að kreista örlítinn
sítrónusafa yfir.
Fjórar bragðgóðar haustsúpur
Þegar kólnar í veðri og myrkur færist yfir er ósköp notalegt að fá sér bragðmikla og heita súpu.
Þær er hægt að gera á svo margvíslegan hátt og nýta um leið nýupptekið, ferskt grænmeti.
Æðisleg gulrótarsúpa sem er skemmtilega krydduð.
Tómatsúpa með mascarpone er spennandi réttur.
SKRIFSTOFAN
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um skrifstofur og
skrifstofuvörur kemur út 12. september.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa ferm t vi a að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir;
Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Netfang, jonivar@frettabladid.is – B inn sími 512-5429
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
2
-7
0
B
0
2
0
C
2
-6
F
7
4
2
0
C
2
-6
E
3
8
2
0
C
2
-6
C
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K