Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 3 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Ókeypis kynningartími 12. september kl. 20.00 Ármúla 11, 3. hæð Skráning á dale.is/einstaklingar eða í síma 555 7080 Sjálfstraust og samskiptasnillilækkað verð á weber grillum! Er kominn tími á nýja þvottavél? Sjáðu allt úrvalið á elko.is DÓMSMÁL Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923 ehf. (EK), hefur tilkynnt Skúla Gunnar Sigfússon, yfirleitt kenndan við Subway, eig­ anda Sjöstjörnunnar ehf., og Guð­ mund Hjaltason, framkvæmda­ stjóra þess félags, til embættis Héraðssaksóknara. Endurskoðandi félagsins og lögmaður þess í málum er varða þrotabú EK eru einnig til­ kynntir til embættisins. Ástæðan er grunur skiptastjóra um að þeir hafi gerst sekir um skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik í störfum sínum fyrir félagið. Þá telur skiptastjóri tilefni til að kanna aðkomu KPMG og Landsbankans að málinu. Í tilkynningunni, sem Frétta­ blaðið hefur undir höndum, eru hin tilkynntu atvik útlistuð. Þau varða meðal annars sölur á fasteignum Sjöstjörnunnar til annarra félaga í eigu Skúla á verði sem er langt undir markaðsvirði eignanna. Þá er þess einnig getið að eigendur Sjöstjörnunnar hafi reynt að færa tvær fasteignir yfir í önnur félög en þær höfðu verið kyrrsettar af emb­ ætti Sýslumannsins á höfuðborgar­ svæðinu í júlí 2017. Í greinargerð sem fylgir tilkynn­ ingunni er Sjöstjörnunni lýst sem „eignalausri skel“. Samkvæmt árs­ reikningi félagsins 2016 átti félagið tæplega 1,2 milljarða í eigin fé en á ársreikningi 2017 var sama tala neikvæð um 25 milljónir. Í tilkynn­ ingunni er það rakið til þess að árið 2017 voru 350 milljónir greiddar eigendum í arð. Þá hafi félaginu að auki verið skipt upp og eignum þess komið fyrir í tveimur öðrum félög­ um. Sjöstjarnan sé því „fullkomlega eignalaust og ógjaldfært félag þann­ ig að hvorki þrotabúið [EK] né aðrir kröfuhafar [þess] geti leitað fulln­ ustu í aðfararhæfum andlögum.“ Þá vekur skiptastjóri einnig athygli saksóknara á þeim grun sínum að fyrrnefndur Skúli og Guðmundur, auk lögmanns Sjö­ stjörnunnar, hafi lagt fram efnislega röng sönnunargögn og/eða haldið réttum sönnunargögnum og upp­ lýsingum frá dómi í staðfestingar­ máli vegna fyrrgreindrar kyrrsetn­ ingar. Það eiga þeir annars vegar að hafa gert með því að leggja fram yfirlit yfir fasteignir Sjöstjörnunnar og verðmat á þeim sem sýni að eign­ irnar dugi til að fullnusta kröfu EK og hins vegar með því að leyna því að eignirnar séu ekki lengur í eigu Sjöstjörnunnar. Skiptastjórinn Sveinn Andri Sveinsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Þetta er í annað sinn sem hann til­ kynnir Skúla og Guðmund til hér­ aðssaksóknara vegna gjörninga sem tengjast máli EK gegn Sjöstjörn­ unni. Skúli hefur sjálfur gert slíkt hið sama en hann taldi Svein hafa staðið í þvingunum og hafa borið á sig rangar sakargiftir. Angi þess máls endaði fyrir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Þar var fundið að því að Sveinn hefði sent afrit af fyrri kærunni til fjölmiðla. – jóe Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrir- svarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent til- kynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway. 149. þing verður sett á Alþingi í dag. Í gær kynnti stjórnin áætlun í loftslagsmálum. Stjórnmálamenn framtíðar- innar fylgdust með í gegnum glugga á Austurbæjarskóla þegar forsætisráðherra kynnti málið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SKOÐUN Bubbi Morthens skýtur föstum skotum á Umhverfisstofnun (UST) í aðsendri grein í blaðinu í dag. Þar heldur hann því fram að laxeldis­ fyrir tækið Arnarlax þurfi ekki að fara að lögum og vísar í kvartanir sem borist hafa stofnuninni vegna starfsemi lax­ eldisfyrirtækisins undanfarið. „Þetta er algjörlega óboð­ leg stjórnsýsla og vítaverðir starfshætt­ ir sem skaða íslenska nátt­ úru,“ segir Bubbi. – ósk / sjá síðu 10 Segir starfshætti UST vítaverða Bubbi Morthens. Í greinargerð sem fylgir tilkynningunni er Sjöstjörn- unni lýst sem „eignalausri skel“. VIÐSKIPTI Engar upplýsingar fást um gengi skuldabréfaútboðs WOW air þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í við­ tali Bloomberg við Skúla Mogensen, forstjóra félags­ ins, var haft eftir honum að 50 milljóna dollara mark­ inu, andvirði um 5,5 milljarða króna, yrði náð öðrum hvorum megin við helgina sem var að líða. „Ég get bara ekki tjáð mig neitt. Við munum senda út upplýsingar þegar það er tímabært,“ segir Ragn­ hildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri WOW. Hvorki Skúli né upplýsinga­ fulltrúinn Svanhvít Friðriksdóttir svöruðu þegar Fréttablaðið reyndi að ná af þeim tali. – jóe Verjast fregna af gengi útboðs 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 6 -C D C C 2 0 C 6 -C C 9 0 2 0 C 6 -C B 5 4 2 0 C 6 -C A 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.