Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 16
Staðgenglar kjötsins Fjölmargir hafa minnkað kjötát eða hætt því alveg. Fæstir finna fyrir miklum missi enda til fjölmargar vörur sem eiga að koma í stað kjöts. Hér eru nokkrar þeirra. Sveppir Sveppi er fínt að nota í stað kjöts í fjölmarga rétti. Til dæmis þykja portobello- sveppir fínir í stað hamborg- arakjöts eða niðursneiddir í pottrétti eða taco. Sveppir eru hitaeininga- snauðir en trefjaríkir en innihalda ekki mikið prótein. TVP TVP eða Texturized Vege- table Protein var þróað á sjöunda áratugnum. Það er búið til úr soja- hveiti sem er hliðarafurð sojaolíuframleiðslu. Öll fita er tekin úr hveitinu með leysiefnum og þann- ig verður til afurð sem er afar próteinrík en mjög fitulítil. Hægt er að kaupa TVP þurrkað en einnig frosið. TVP er bragðlaust eitt og sér. Tofu Tofu hefur verið fasti í tilveru græn- metisæta í áratugi og hefur verið notað í asískri matargerð í aldir. Tofu er afar bragðlítið en tekur vel í sig bragð af öðru. Það er búið til á svipaðan hátt úr sojamjólk og ostur úr kúamjólk. Sojamjólkin er hleypt og ystingur- inn sem verður til er pressaður í kubb. Kubbinn má síðan skera niður í bita til að nota í stað kjöts eða mylja til að nota í staðinn fyrir egg eða ost. Í tofu er mikið af próteini auk kalks og vítamíns B12. Baunir Ódýr valkostur sem má nota í stað- inn fyrir kjöt í ýmsa rétti. Bauna- tegundir eru nánast óteljandi og því úr miklu að velja. Hver tegund hefur sitt einkennandi bragð. Til dæmis eru svartar baunir og pinto-baunir góðar í mexíkóska rétti en kjúklinga- baunir og cannellini-baunir fínar í Miðjarðarhafsrétti. Baunir eru próteinríkar, trefjaríkar og góð uppspretta járns. Tempeh Tempeh er sojaafurð sem búin er til úr gerjuðum sojabaun- um sem mótaðar eru í kökur. Ólíkt tofu sem búið er til úr sojamjólk eru notaðar heilar soja- baunir í tempeh. Í því er meira prótein, trefjar og vítamín. Tempeh er bragð- meira en tofu og gott er að nota það með hnetusósum. Jackfruit Ávöxturinn jackfruit eða saðningaraldin hefur verið notaður í matargerð í Suðaustur-Asíu í aldir en er aðeins nýlega orðinn vinsæll í vestrænum ríkjum sem staðgengill kjöts. Jackfruit er stór ávöxtur sem hefur mikið og mjúkt kjöt með ávaxtabragði sem minnir á ananas. Kjötið er stundum notað í bbq-uppskriftir í staðinn fyrir tætt svínakjöt. Ávöxturinn er kolvetna- ríkur en inniheldur lítið prótein. Seitan Seitan er kjötlíki sem stundum er kallað hveitikjöt þar sem það er gert úr hveiti. Það er ólíkt brauði þar sem sterkjan er fjarlægð úr deiginu og því aðeins prótein eftir. Þetta er gert með því að hnoða deigið í vatni svo sterkjan skolist burt. Seitan er mjög líkt kjöti og dregur vel í sig bragð. Það er prótein- og járnríkt. ÞREYTT Á AÐ VERA ÞREYTT? Járnskortur getur verið ein ástæðan. Floradix hjálpar þér að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. Fæst í apotekum, heilsuvörubúðum og heilsuhillum matvöruverslana Engin aukaefni! 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 7 -0 4 1 C 2 0 C 7 -0 2 E 0 2 0 C 7 -0 1 A 4 2 0 C 7 -0 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.