Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 18
Þetta eru fullorðinsnámskeið fyrir alla þá sem langar að prófa að læra að skauta. Það hefur komið þarna fólk sem hefur varla þorað að stíga inn á ísinn og það er farið að gera alls konar æfingar,“ segir Eva Dögg Benediktsdóttir sem hefur tekið þátt í námskeiðunum síðustu tvö ár. „Æfingarnar eru rosalega skemmtilegar, við erum með góða þjálfara sem hafa reynslu af því að þjálfa fólk á öllum getustigum og félagsskapurinn er alveg frábær enda hlæjum við mikið á æfing- unum.“ Skautafélag Reykjavíkur stendur fyrir skautanámskeiðunum sem haldin eru í Skautahöllinni í Laugardal. Þau eru ætluð bæði konum og körlum á öllum aldri. „Ástæðan fyrir því að farið var af stað með þessi námskeið var ein- lægur áhugi hjá fólki sem sóttist eftir því að fá að læra á skauta. Þeirra á meðal voru foreldrar barna sem eru að æfa skauta en þetta er frábær leið fyrir þá að kynna sér betur út á hvað íþrótt barnanna gengur. Þá er líka frá- bært að foreldrar geti notið þess að skauta með börnunum sínum,“ segir Eva Dögg. En hvernig eru námskeiðin upp- byggð? „Við byrjum á að hita upp fyrir utan ísinn. Förum svo í skautana og hitum upp inni á ísnum áður en við gerum æfingar. Byrjað er á að kenna okkur að skauta áfram, detta og standa upp. Í hópnum er fólk á mismunandi getustigum og þeir lengra komnu gera bara aðeins flóknari æfingar.“ Til að iðkendur hafi að einhverju að stefna eru tekin stigspróf líkt og í skautaskóla barnanna. „Maður lærir grunninn og svo er byggt ofan á. Oftast er það þannig að maður heldur að maður geti ekki lært meira en svo bara kemur það. Við erum farin að fara fram og aftur á bak, krossa, hoppa og gera snúninga. Ef þú hefðir sagt mér fyrir tveimur árum að ég væri að gera þetta hefði ég ekki trúað þér,“ segir Eva Dögg og hlær. Hægt er að velja milli þess að æfa einu sinni eða tvisvar í viku, á sunnudögum og miðvikudögum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af búnaði því skauta og slíkt má fá lánað á staðnum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja hafa gaman,“ segir Eva Dögg. Nánari upplýsingar má nálgast á skautafelag.is eða gegnum list@ skautafelag.is. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442 Undanfarin ár hafa 9. og 10. flokkar kvenna og karla í körfuboltanum í Grindavík skipst á að fara í körfuboltabúðir erlendis. Í flestum tilfellum hafa hóparnir farið til Bandaríkjanna en einnig hefur Spánn orðið fyrir valinu. Síðasta sumar var komið að stelpunum að fara og hélt hópur 24 stelpna á aldrinum 14-15 ára til Philadelphiu í Pennsylvaníu- ríki í Bandaríkjunum þar sem þær sóttu æfingabúðir hjá Philadelphia 76ers sem leikur í NBA-deildinni. Með í för voru einn þjálfari, tveir fararstjórar og tvennir for- eldrar. Kristjana Jónsdóttir, annar fararstjóranna, segir ferðina hafa heppnast afar vel og að stelpurnar hafi lært mikið af dvölinni ytra. „Þetta eru rótgrónar körfubolta- búðir sem 76ers hafa haldið síðan 1985 og ætlaðar krökkum á aldr- inum 5-17 ára. Stelpurnar stóðu sig mjög vel og unnu leikmenn frá okkur m.a. nokkur einstaklings- verðlaun. Það sem stóð þó líklegast upp úr hjá þeim var að læra ýmsar nýjar æfingar og að kynnast síðan stelpum frá öðrum löndum en á búðunum í sumar voru m.a. stelpur frá Spáni og Portúgal.“ Þétt dagskrá Dagskráin var þéttskipuð alla daga en búðirnar sjálfar stóðu yfir í fimm daga, frá sunnudegi til föstu- dags. „Dagurinn hófst snemma hjá stelpunum en þær fóru á fætur kl. 7 og byrjuðu daginn á morgunmat. Klukkan níu var allur hópurinn mættur inn í íþróttahús þar sem stelpurnar hittu þjálfarana sína og farið var yfir dagskrá dagsins.“ Milli kl. 9 og 11.30 tóku stelp- urnar yfirleitt þátt í fjölbreyttum stöðvaræfingum. Að þeim loknum var hádegismatur tekinn á milli kl. 11.30 og 12.45. „Dagskráin eftir hádegi, frá kl. 13 til 16, samanstóð af ýmsum æfingum og svo var skipt í lið og þær spiluðu nokkra leiki. Þá tók við frjáls tími fram að kvöldmat sem þær nýttu til að fara í sund eða í afþreyingarsalinn þar sem hægt var að gera sér ýmis- legt til skemmtunar. Eftir kvöld- mat hélt dagskráin áfram og voru ýmist spilaðir leikir eða farið í ýmsar keppnir eins og vítakeppni, 4 á 4 og skotkeppnir. Dagskránni lauk loks kl. 22 en þá var farið að undirbúa sig undir svefninn. Stelpunum var skipt upp í fimm hópa strax á fyrsta degi og þann- ig blönduðust þær saman með stelpum frá öðrum löndum. Þessir hópar kepptu sem lið í æfinga- búðunum og síðasta daginn var úrslitaleikur þar sem við áttum m.a. margar stelpur.“ Langur undirbúningur Undirbúningur og fjáröflun fyrir ferðina stóð yfir í tvö ár að sögn Kristjönu. „Bæði foreldrar og stelpurnar komu að fjáröfluninni á þessu tímabili sem gekk nokkuð vel. Hópurinn tók að sér ýmis verkefni þessi tvö ár, t.d. að sjá um sjoppuna á leikjum og í fjöl- liðamótum, við bárum út blöð, héldum kökubasara og seldum ýmsan varning til vina, vanda- manna og bæjarbúa.“ Mikill hiti var í Philadelphiu á þessum tíma og fór hitinn mest í 33 stig á Celsíus. „Þar sem æfing- arnar fóru að mestu fram utandyra var þetta ansi heitt fyrir stelpurnar og þurftu þær að vera duglegar að bera á sig sólarvörn og drekka vatn. Engu að síður var þetta lærdóms- ríkur og skemmtilegur tími sem þær munu lifa á um ókomin ár.“ Eva Dögg Benediktsdóttir (t.v.) hefur æft skauta í tvö ár og kemur sjálfri sér stöðugt á óvart. Með henni á myndinni er Alida Ósk Smáradóttir. MYND/EYÞÓR Skautanámskeið fyrir fullorðið fólk Skautafélag Reykjavíkur stendur fyrir skautanámskeiðum fyrir fullorðna í Skautahöllinni í Laugardal í vetur. Nám- skeiðin eru ætluð konum og körlum á öllum aldri. Hitinn fór mest í 33 gráður á Celsíus sem gat verið erfitt því flestar æfingar voru utandyra hjá stelpunum. Við erum farin að fara fram og aftur á bak, krossa, hoppa og gera snúninga. Ef þú hefðir sagt mér fyrir tveimur árum að ég væri að gera þetta hefði ég ekki trúað þér. Framhald af forsíðu ➛ Alþjóðlegir skólar, góð aðstaða og hagnýt þjálfun. Námskeiðin hefjast vikulega og hægt er að velja um almennt nám, eða sérhæft, málfræði og ritun, auðgun orðaforða, betra sjálfs- traust og samskiptahæfni. Samstarfskólar Lingó eru þekktir fyrir fagmennsku og byggja á áratuga þekkingu og reynslu. Tungumál & háskólanám erlendis Tungumálanám erlendis er lykill að skilningi og samskiptum 2 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RNÁMSKEIÐ 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 6 -F F 2 C 2 0 C 6 -F D F 0 2 0 C 6 -F C B 4 2 0 C 6 -F B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.