Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 25
Flestir hafa heyrt um eplaedik og ýmsa kosti þess að nota sér það til heilsubótar. Síðan 1970 hefur það verið kynnt og selt sem heilsubætandi „elexír“ þó svo að ekki liggi klínískar rannsóknir þar að baki, frekar en á ýmsum öðrum matvælum sem eru þó klárlega vel til þess fallin að auka hreysti og vellíðan. Sagt er að epla­ edikið geti hjálpað til við þyngdar­ tap, jafni blóðsykurinn og að sýran geti einnig drepið og komið í veg fyrir að bakteríur í líkamanum nái að fjölga sér. Melting og matarlyst Neysla eplaediks hefur afar jákvæð áhrif á meltinguna og hjálpar það til við að örva framleiðslu á maga­ sýrum sem er mikilvægt fyrir góða meltingu. Einnig er talað um að það hafi áhrif á matarlyst en þar sem ávallt skal drekka vel af vatni með því, gæti það hugsanlega haft áhrif. Það er þó vel þekkt að edikssýra í t.d. salatsósum hafi jákvæð áhrif á meltinguna og hugsanlega á matar­ lystina líka, segir á Vísindavef HÍ. Brjóstsviði og bjúgur Þrátt fyrir að eplaedikið sé súrt á bragðið veldur það ekki því að t.d. brjóstsviði aukist. Það virkar akkúrat öfugt og getur því verið þjóðráð að taka eplaedik (eða sítrónusafa) í vatni fyrst á morgn­ ana og fyrir mat og draga þannig úr líkum á – eða jafnvel losna við brjóstsviða. Regluleg inntaka á eplaediki er góð fyrir sýrustig líkamans og getur dregið úr bjúg­ söfnun. Margir hafa of hátt sýrustig í líkamanum sem getur verið til­ komið vegna lifnaðarhátta (streita og mataræði) og veldur það ýmiss konar kvillum. Ójafnvægi verður í þarmaflórunni sem getur valdið húðvandamálum og ónæmis­ kerfið okkar sem einnig er staðsett í þörmum og beintengt þarma­ flórunni verður fyrir röskun. Að lokum skal nefna að eplaedikið, þessi „lífsins elexír“, getur dregið verulega úr slímmyndun og styrkt virkni líffæra eins og þvagblöðru, lifrar og nýrna. Allra meina bót? Eins og áður kom fram, þá hefur eplaedik verið notað til heilsu­ bótar í aldaraðir og margt hljómar örlítið eins og þetta sé allra meina bót fyrir alla. Það er þó ekki alveg þannig en það virkar klárlega fyrir suma. Í grein sem birt var í Medscape General Medicine 2006 er talað um að neysla á því geti hjálpað til við að lækka blóðþrýst­ ing og blóðsykur og einnig að þrátt fyrir sýruna, geri það líkamann ekki súrari. Þó eru ákveðnir þættir sem þarf að varast og alltaf best að skoða málin vel og jafnvel ráð­ færa sig við lækni áður en regluleg neysla hefst. Þeir sem ætla að taka eplaedik inn í vökvaformi alla daga þurfa líka að huga vel að tönnunum því það er ekki gott að mikil sýra sé í munninum lengi. Eplaedik í töfluformi Mörgum líkar ekki við bragðið af eplaedikinu og sleppa því þess vegna. Apple Cider töflurnar frá New Nordic eru því kærkomnar fyrir marga en þær eru öflugar og auk 1000 mg af eplaediksdufti, innihalda þær önnur jurtaefni sem hjálpa til við niðurbrot á fitu og styðja við lifrarstarfsemi. Þessi efni eru: l Ætiþistill – eflir meltingu, styður lifrarstarfsemi og eðlilegt niður- brot á fitu. l Túnfífill – eflir meltingu, styður lifrarstarfsemi og eðlilegt niður- brot á fitu. l Kólín – eflir meltingu, styður lifrarstarfsemi og eðlilegt niður- brot á fitu ásamt því að ýta undir fitubrennslu. Svo innhalda þær króm sem hjálpar til við blóðsykursjafnvægi og slær þannig á sykurlöngun. Inntaka á eplaedikstöflunum er ekki bara góðar fréttir fyrir þá sem eiga erfitt með að taka það inn í vökvaformi vegna bragðs, heldur líka fyrir tennurnar. Ekkert bragð og engin sýra sem liggur á tönn­ unum og veldur skaða. Fæst í flestum apótekum, heilsu- húsum, Iceland, Hagkaup og Fræinu, Fjarðarkaupum. Eplaedik er heilsubætandi „elexír“ í töfluformi Regluleg inntaka á eplaediki er góð fyrir sýru- stig líkamans og getur dregið úr bjúgsöfnun. Neysla á epla- ediki er gamalt húsráð sem flestir kannast við. Töflurnar eru góðar fréttir fyrir þá sem finnst súra ediksbragðið vont. Inntaka á epla­ ediks töflunum er ekki bara góðar fréttir fyrir þá sem eiga erfitt með að taka það á vökva­ formi vegna bragðs, heldur líka fyrir tenn­ urnar. Hrönn Hjálmarsdóttir, næringar- og heilsumarkþjálfi Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna lækn- andi eiginleika. Nú er það komið í töfluformi sem eru góðar fréttir, sérstaklega fyrir tennurnar. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 7 -0 4 1 C 2 0 C 7 -0 2 E 0 2 0 C 7 -0 1 A 4 2 0 C 7 -0 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.