Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 11
Ég vil þakka tvær svar-greinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenn-ingu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttar- bræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móður- bróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreind- um gerendum í kynferðisbrota- málum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þol- enda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í ára- raðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viður- kenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipu- lagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála ger- endur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kyn- ferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisof- beldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpa- málum með opinberri og endan- legri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæð- inu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrir- gefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafn- framt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og Samtal um kynferðisofbeldi Bjarni Karlsson prestur GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is KOLEOS Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og sparneytinn. Renault Koleos, verð frá: 5.590.000 kr. Staðalbúnaður í Koleos er m.a.: Virkur neyðarhemlunarbúnaður, Akreinavari, umferðarskiltaskynjun með viðvörun, aðalljós sem beygja um leið og beygt er, LED stöðuljós með „Follow Me Home“ búnaði, leiðsögukerfi með Íslandskorti, R-Link margmiðlunarkerfi, Apple CarPlay™ og Android Auto™. Verið velkomin í reynsluakstur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 0 R e n a u lt K o le o s c ro s s o v e r 5 x 2 0 á g ú s t Þín eigin skrifborðskæling! Kæli-, raka- og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart mál- inu eða að hann sé búinn að fyrir- gefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóð- kirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ást- vinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 6 -D 7 A C 2 0 C 6 -D 6 7 0 2 0 C 6 -D 5 3 4 2 0 C 6 -D 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.