Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 26
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fátt hefur betri áhrif á heilsuna en regluleg hreyfing. Hreyfingin ætti að vera þannig að hjartasláttur og öndun verði heldur hraðari en venjulega en þó hægt að halda uppi samræðum. Fullorðnir ættu að hreyfa sig í hálftíma daglega og ef ekki vinnst tími til þess er hægt að skipta tímanum niður í nokkur skipti í senn, t.d. 10-15 mínútur í hvert skipti. Börn og unglingar þurfa meiri hreyfingu en þeir sem eldri eru, eða einn klukkutíma á dag. Þau geta einnig skipt tímanum niður yfir daginn. Fólk sem komið er á efri ár þarf líka að hreyfa sig, helst í hálf- tíma á dag. Best er að hreyfingin sé fjölbreytt og skemmtileg þannig að hún verði hluti af daglega lífinu. Hlaup eru dæmi um hreyfingu sem flestir geta stundað sér til ánægju og yndisauka en rannsóknir hafa sýnt fram á að þau hafa heilsu- bætandi áhrif á marga vegu. Hlaup geta t.d. minnkað hættuna á að fá sykursýki tvö, hjartasjúkdóma og of háan blóðþrýsting. Þau hafa einnig áhrif á ofþyngd og hafa jákvæð áhrif á andlega líðan. Hlaup er hægt að stunda hvar sem er og þurfa ekki að Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Flestir geta stundað hlaup sér til heilsu- bótar. NORDICPHOTOS/ GETTY Holl hreyfing eykur lífsgæði Regluleg hreyfing er góð fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hún eykur vellíðan og lífsgæði, sama á hvaða aldri fólk er. Flestir geta stundað hlaup, hvort sem eru styttri eða lengri vegalengdir. kosta mikið. Það eina sem raun- verulega þarf að fjárfesta í eru góðir hlaupaskór. Hlaup má líka stunda í hvaða veðri sem er. Hlaup auka hamingjuna Flestir sem æfa hlaup finna fljótt að hreyfingin hefur áhrif til hins betra fyrir andlegu hliðina. Í rannsókn frá árinu 2006 sem birt var í tímaritinu Medicine & Science in Sports & Exercise kom fram að hlaup og rösk- leg ganga í hálftíma daglega hafði góð áhrif á andlega líðan og dró úr þunglyndi og kvíða þeirra sem tóku þátt í rannsókninni. Önnur rannsókn frá 2012 sýndi að þeir sem hlupu í hálftíma í senn, þrjá daga vikunnar, sváfu betur, voru almennt í betra skapi og áttu auðveldara með að einbeita sér yfir daginn en þeir sem ekki hreyfðu sig. Hlaup auka einnig brennsluna og eru þannig góð leið bæði til að halda sér í kjörþyngd eða koma sér í kjörþyngd. Eftir hlaupin heldur líkaminn áfram að brenna hitaein- ingum í nokkurn tíma. Hlaup styrkja bein Lengi hefur verið vitað að göngur og hlaup styrkja beinin. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa til að styrkja beinin enn frekar en gott jafnvægi og sterkir fætur vinna gegn byltum á efri árum og geta þannig komið í veg fyrir beinbrot. Hlaup fyrir allan aldur Það hefur margsannað sig að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og það á líka við um hlaup. Hreyfing á borð við hlaup þykir hafa góð áhrif á skerpu og minni. Þá er talið að hreyfing bæti nokkrum árum við lífið. Jafnvel þótt hreyfingin sé ekki meiri en þrjátíu mínútur fimm daga vikunnar er líklegt að hún lengi lífið um allt að fjögur ár. Hægt er að skrá sig á hlaupanámskeið hjá mörgum íþróttafélögum til að koma sér af stað og læra réttu tæknina. Á vefsíðunni hlaup.is er hægt að finna æfingaáætlun fyrir byrjendur í hlaupi sem vilja ná að hlaupa fimm kílómetra samfleytt og fá auk þess góð ráð varðandi hlaup. Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur val: 1. Morgunnámskeið, kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12 2. Síðdegisnámskeið, kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 552 609 Viltu stofna fyrirtæki? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, útgáfu reikninga, ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur val: 1. Morgunnámskeið, kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12 2. Síðdegisnámskeið, kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30 Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið). Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 552 609 Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 18. og 25. september og 2. október kl. 16:10 – 19. Námskeiðsstaður er Háskóli Íslands – Oddi, stofa 206, Sturlugötu 3, 101 Reykjavík. Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður, LL.M Nánari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.is Námskeiðsgjald er 45.000 kr. og greiðist við skráningu. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 6 -F F 2 C 2 0 C 6 -F D F 0 2 0 C 6 -F C B 4 2 0 C 6 -F B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.