Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 6
FISKELDI Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinn- um eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýra- lækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lús- ugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrir- tækið telji „… miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Meira til skiptanna Gögn frá Matvælastofnun um lúsasmit í laxi í íslensku sjókvíaeldi. Dæmi um sáramyndun og slæm áhrif á velferð vegna lúsar Laxeldisfyrirtæki hafa í fjórum tilvikum notað lúsaeitur, bæði til að baða laxfiska sem og að gefa þeim lyfja- fóður, frá árinu 2017. Dæmi eru um mjög lúsugan fisk og hefur lúsin haft neikvæðar afleiðingar á velferð dýranna. Sár farin að myndast á sumum þeirra. Nýsmit þýða að lýs hafa náð að fjölga sér og smita út frá sér. Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Úr bréfi eftirlitsdýralæknis MAST eftir heimsókn í Arctic Sea Farm Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér. Úr eftirlitsskýrslu eftirlitsdýralæknis MAST eftir heimsókn til Arnarlax HEILBRIGÐISMÁL Svan dís Svavars- dóttir heil brigðis ráð herra hefur á- kveðið að veita 25 milljóna króna fram lag til að hrinda í fram kvæmd verk efnum sem lögð eru til í að- gerða á ætlun til að fækka sjálfs- vígum á Ís landi. Svan dís til kynnti um ákvörðun sína á mál þingi sem haldið var í til efni Al þjóða dags sjálfs vígs for varna í gær. Vísaði ráð herra til ný út gefinnar skýrslu Em bættis land læknis sem fjallað var um í síðasta helgar blaði Frétta blaðsins. Þar koma fram slá- andi tölur. Meðal annars að um níu prósent ung menna á Ís landi hafa gert til raun til sjálfs vígs. Svan dís fjallaði um fram kvæmd geð heil brigðis á ætlunar til ársins 2020 og um mikil vægi þess að þjón- ustan sneri að ein stak lingunum, væri sam felld og að gengi leg, bæði í skóla kerfinu og í heilsu- gæslunni, þar sem auka megi á herslu á þver fag lega sam- vinnu og aukna þjónustu sál fræðinga. „Bú seta má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér geð- heil brigðis þjónustu og efna hagur má heldur ekki vera hindrun. Geð heil brigðis málin mega ekki mæta af gangi og eru gríðar lega mikil vægur þáttur í góðu sam- fé lagi,“ sagði Svan dís meðal annars. Þá kvað hún mikil- vægt að gera sál fræði- þ j ó n u st u st æ r r i hluta af opin bera heil brigðis- k e r f i n u með fjölg- u n s á l - f r æ ð i n g a innan heilsu gæslunnar. Þá ræddi hún fjölgun geð heilsu teyma við heilsu gæslu stöðvarnar í sam starfi við sveitar fé lögin og á kvörðun um að setja slík teymi á fót í þeim lands- hlutum þar sem þau eru ekki fyrir hendi. Í áætlun starfshóps embættisins eru lagðar til yfir 50 aðgerðir sem ná meðal annars til almennra sam- félagslegra aðgerða eins og að efla uppeldisskilyrði barna, auka geð- rækt í skólastarfi og sinna áfengis- og vímuefnaforvörnum, en einnig eru þar lagðar til sértækar aðgerðir sem beinast að tilteknum áhættuhópum. „Ég mun beita mér fyrir því að aðgerðaáætlun starfshópsins verði hrint í framkvæmd. Í því skyni hef ég tekið sérstaka ákvörðun um að 25 milljónir muni renna strax í það mikilvæga verkefni,“ sagði Svandís í ávarpi sínu. – ósk Svandís ráðstafar 25 milljónum í aðgerðir gegn sjálfsvígum Svandís Svavars- dóttir, heil- brigðisráð- herra Árið 2016 sögðust 350 drengir og 613 stúlkur hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tíma á ævinni. Úr nýrri skýrslu Landlæknis um sjálfs- vígshugsanir og -tilraunir íslenskra ungmenna Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýra- læknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mót- stöðuafl gegn sýkingum líkt og fiski- lúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiski- lús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sára- myndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sára- myndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafn- vægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“ sveinn@frettabladid.is MINNISBLAÐ: Um afgreiðslu Fisksjúkdómanefndar á umsókn Arnarlax hf um Alpha Max meðhöndlun, vorið 2017 Málsnúmer. : 1705215Málsaðili  : LyfjastofnunSkráð dags  : 6.9.2018Höfundur  : Sigríður Gísladóttir Fisksjúkdómanefnd fékk allar upplýsingar og gögn með tölvupóstum og komst að niðurstöðu í málinu með samskiptum um tölvupóst. Fyrirspurn barst til Matvælastofnunar frá Bernharð Laxdal, f.h. Arnarlax með tölvupósti þann 21. apríl 2017 en á fundi nefndarinnar 26. apríl var málið ekki tekið fyrir þar sem erindið hafði ekki komið fyrir augu formanns í tæka tíð. Nefndarmönnum voru því veittar upplýsingar með tölvupóstum og tók nefndin ákvörðun um að kanna þyrfti til hlítar og sannreyna lúsatölur sem Arnarlax hafði sent inn með eftirliti af hendi Matvælastofnunar. Niðurstaða úr því eftirliti er í minnisblaði dags. 16. maí 2017. Í framhaldi af því var það niðurstaða nefndarinnar að samþykkja þessa meðhöndlun. Page 1 of 1 6.9.2018 https://one.mast.is/onecrm/viewcontrol/getItem.aspx?itemid=066367184469199258871... Austurvegi 64  800 Selfossi  Sími 530 4800  Fax 530 4801  www.mast.is  mast@mast.is Fisksjúkdómanefnd Matvælastofnun Austurvegur 64 800 Selfoss Ísafirði 20. júní 2018 Tilvísun: MAST18051224 Efni: Skýrsla um eftirlit hjá Arnarlaxi Undirrituð fór í eftirlit 19. júní 2018 í eldisstöðinni Laugardal, Tálknafirði sem er í eigu Arnarlax hf. Tilgangur eftirlitsins var að kanna ástand laxins sem er þar í kvíum og sannreyna lúsatalningar vegna umsóknar Arnarlax hf. um að fá að meðhöndla stöðina með Alpha Max vet. vegna lúsasmits. Að auki var á meðan eftirlitinu stóð óskað eftir frekari greinargerð og röksemdum fyrir umbeðinni lúsameðhöndlun á eldisstöðinni Steinanesi í Arnarfirði. Sjá nánar í öðrum gögnum málsins. Í Laugardal, Tálknafirði eru nú 4 kvíar með samtals um 260 þúsund fiskum. Meðalþyngd er um 3,5 kg. Afföll hafa verið mjög lítil undanfarið (0,05% á dag), en í vetur voru þau mikil eftir áföll vegna veðurs og flutnings milli kvía vegna skemmda sem urðu á einni kví í óveðri. Þessi hópur fékk nýrnaveikigreiningu á seiðastigi en að öllum líkindum hefur klínískur sjúkdómur ekki komið upp, nema þá í kjölfarið á fyrrnefndum áföllum. Hitastig sjávar er um 6°C í Tálknafirði. Viðstaddir talningu voru Gaute Hilling, framkvæmdastjóri sjódeildar Arnarlax og Jónas Snæbjörnsson, stöðvarstjóri í Tálknafirði. Framkvæmd var lúsatalning í öllum kvíum. Notað er sérstakt talningakar og fiskurinn svæfður í einu hólfi með Finquel vet. svefnlyfi í viðeigandi styrk. Eftir talningu er fiskurinn færður í annað hólf með gegnumstreymi af ferskum sjó þar sem hann er látinn vakna. Eftir vöknun er honum svo hleypt gegnum breiðan barka aftur ofan í kvína. Niðurstöður talningar má sjá í meðfylgjandi töflu, aftar í skýrslunni. Vakin er athygli á því að undirrituð taldi einnig svokölluð föst stig lúsarinnar (Chalimus), en það er fyrsta lirfustig lúsarinnar eftir að hún hefur fest sig á fiskinn sem sviflægt stig (Copepodit). Þegar slík lirfustig eru sjáanleg eru þau merki um að nýsmit hafi átt sér stað. Sjá mynd af lúsalífsstigum. Mynd: Kari Sivertsen, NINA 48 49 50 51 52 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Mature femal 5,01 10,64 7,01 5,98 6,17 Fish lice 4,24 0,07 0,07 0,09 0,12 TEMP 2016 6,3 6,1 5,9 5,4 4,9 3,5 3,2 2,7 2,6 2,6 1,4 1,2 1,1 1,2 1,3 1,5 1,6 2 2,3 2,4 2,9 3 3,1 3,2 TEMP 2017 5,0 4,6 4,1 3,6 3,3 3,3 3,3 3,1 2,7 2,7 2,7 2,8 2,8 3,0 3,2 3,3 3,3 3,7 4,2 5,01 10,64 7,01 5,98 6,17 0 1 2 3 4 5 6 7 0 2 4 6 8 10 12 LI CE LE VE L Hringsdalur 2016G We did not get temperatures below 2 degrees this winter. This, we think, is the main reason why we see high lucrative figures during the summer. If these lucid levels are allowed to evolve, we will have an irreversible lice situation. Page 1 of 2BoggaBrefIslensku.docx 7.9.2018https://one.mast.is/onecrm/addons/onedocumentviewer/documentviewer.aspx?id=22636... Page 1 of 2 Fyrirhuguð höfnu n á umsókn um l eyfi til notkunar á lúsalyfi í Tálkn afirði og Arnarfi rði. 7.9.2018 https://one.mast. is/onecrm/addon s/onedocumentvi ewer/documentv iewer.aspx?id=05 636... 1 Sigríðu r Gísla dóttir From: Gísli Jó nsson Sent: þriðjud agur, 9 . maí 2 017 11 :51 To: Bernha rd Laxd al; Sigu rborg D aðadót tir Cc: Kristian Matth iasson; Sigríðu r Gíslad óttir; G aute H illing Subjec t: RE: Arn arlax - lúsalyfi ð Alpha Max Thanks Benni. The Fis h disea se com mittee will ta ke thes e infor mation into co nsidera tions. We hav e also d iscusse d that it woul d be ra ther us eful wi th a vis it to Hr ingsda lur to t ake a „ judge o n the s pot“. W e will be in con tact so on abo ut that . Með kv eðju, / Best re gards; Gísli Jón sson Dýralæ knir fis ksjúkdó ma / Ve terinar y Office r for Fi sh Dise ases Heilbri gði og velferð dýra / Office o f Anima l Healt h and W elfare ______ ______ ______ ______ ______ ______ ______ ______ ______ Matvæ lastofnu n / Icel andic F ood and Veteri nary A uthority Austurv egur 64 800 Se lfoss Iceland Sími/te l.: (+35 4) 530 4800 - Fax : (+ 354) 53 0 4801 - www .mast.i s GSM: ( +354) 8 21 838 3 ______ ______ ______ ______ ______ ______ ______ ______ _____ From: Bernha rd Laxd al [mai lto:ber nhard. laxdal@ fishvet group. com] Sent: 9 . maí 2 017 09 :46 To: Gís li Jónss on <gis li.jonss on@m ast.is>; Sigurb org Da ðadótt ir <sigu rborg.d adadot tir@ma st.is> Cc: Kris tian M atthias son <k ristian@ arnarla x.is>; S igríður Gíslad óttir <s igridur .gislado ttir@m ast.is>; Gaute Hilling <gaute @arna rlax.is> Subjec t: Re: A rnarlax - lúsaly fið Alph a Max Hi Gisli . I hope answer ing you in Eng lish is O K. Referri ng to y our en closed e-mail where you ex press F isksjúk dóman efnd’s (Fish H ealth A uthorit y’s) vie ws and mome ntary r ejectio n of th e appli cation of use of Alph a Max vet (De ltamet rin) sea lice m edicine in Hrin gsdalur -site in Arna rfjörðu r. On the basis o f high s ea lice numbe rs on c urrent farmin g locat ions in Arnarf jörður, Tjalda neseyr ar (G15 ) and Hringsd alur (G 16), th e decis ion wa s taken to em pty the Tjalda neseyr ar-site sooner than p lanned as wel l as to addres s the si tuation in Hrin gsdalur in a w ay that the en d resul ts wou ld lead to min imum s ea lice infectio n load in Arnarfj örður p rior to putting G17 to the re spectiv e locat ions at Steina nes an d Haga nes. 1 Sigríður Gísladóttir From: Sigríður Gísladóttir Sent: föstudagur, 13. október 2017 16:45 To: Yfirdýralæknir MAST; Gísli Jónsson; Sigurborg Daðadóttir Cc: 'Bernhard Laxdal' Subject: Vegna fiskilúsar í Dýrafirði Attachments: file1.jpeg; file3.jpeg; IMG_0283.mp4; file4.jpeg; file2.jpeg; file5.jpeg; file.jpeg Importance: High Sæl, ég fór í morgun og skoðaði ástand laxaseiða sem sett voru í sjó í í Gemlufalli, Dýrafirði hjá Arctic Fish fyrir um 6 vikum. Undanfarnar viku hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar (Caligus spp.) sem veldur seiðunum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsasmiti. Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin, sem enn eru á viðkvæmu smoltunarstigi (mikið hreisturlos var sjáanlegt) þola því illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi. Fyrir um viku bárust upplýsingar frá fyrirtækinu og þjónustudýralækni þeirra um ástand mála, ástandinu var lýst með tölum og óskað eindregið eftir því að fá að nota lyfjafóðrið Slice (emamectine benzoate) sem meðhöndlun gegn þessari lús, að undangenginni skoðun dýralækna fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun. Einnig hafa fengist þær upplýsingar að í Færeyjum sé fiskilús búin að valda usla og þar hafi Slice verið notað með ágætum árangri. Þau rök sem hníga með því að nota lyfið eru að mínu mati eftirfarandi: - Um er að ræða viðkvæman hóp dýra sem er með veikt mótstöðuafl og þolir illa sníkjudýraálag og neikvæðra áhrifa er farið að gæta. - Fiskurinn er með góða lyst þessa dagana og því full ástæða til að telja að lyfjafóðrun geti virkað vel. - Hitastig sjávar er enn mjög hátt (um 10 gráður) og því er átgeta með mesta móti núna og eflaust næstu vikur, m.v veðurspár. - Áhrif þessa lyfs geta líka verið jákvæð með tilliti til laxalúsar, en notkun þess núna dregur úr því smitálagi sem gæti fylgt fisknum inn í veturinn, og í ljósi reynslunnar frá síðasta vetri frá Arnarfirði er gott að þessi hópur geti farið lúsalaus inn í veturinn. Að þessu sögðu mæli ég eindregið með því að fisksjúkdómanefnd verði kölluð saman hið fyrsta, þetta mat lagt fyrir auk umsókna um lyfjaundanþágu vegna Slice. Meðfylgjandi eru myndir af fiskum í kví 7, Gemlufalli, Dýrafirði. Með kveðju / Best regards, Sigríður Gísladóttir Dýralæknir loðdýrasjúkdóma / Veterinary Officer of Fur Animal Health and Welfare Eftirlitsdýralæknir fisksjúkdóma / Deputy Veterinary Officer of Fish Health and Welfare Dýraheilsa / Office of Animal Health and Welfare _____________________________________________________ Matvælastofnun / Icelandic Food And Veterinary Authority Page 1 of 3 MEMO Licetreatment Laugardalur AMX 270518.docx 6.9.2018 https://one.mast.is/onecrm/addons/onedocumentviewer/documentviewer.aspx?id=29636... Page 1 of 4MEMO Licetreatment Steinanes AMX 280518.docx 6.9.2018https://one.mast.is/onecrm/addons/onedocumentviewer/documentviewer.aspx?id=29636... P ge 1 of 1 Andmæli Ar narlax vegna fyrirhugaðr ar synjunar u m leyfi til lú saböðunar - 13.6. 2018... . 7.9.2018 https://one.m ast.is/onecrm /addons/one documentvie wer/docume ntviewer.asp x?id=05636 ... HEILBRIGÐISMÁL Fyrirhugað sam- eiginlegt lyfjaútboð Danmerkur, Íslands og Noregs verður kynnt í Kaupmannahöfn þann 28. septem- ber. Um tilraunaverkefni er að ræða en málið hefur verið til umræðu um árabil. Frá þessu er sagt á vef Stjórnarráðsins. Þjóðirnar vonast til þess að með stærri markaði muni skapast sam- legðaráhrif. Þau muni síðan leiða til þess að hagkvæmni aukist, lyfjaverð lækki og að framboð lyfja í lönd- unum verði tryggt. – jóe Lyfjaútboð verður kynnt í Danmörku VIÐSKIPTI Jack Ma hyggst hætta sem stjórnarformaður Alibaba Group, félagsins sem rekur netverslanirnar Alibaba.com og AliExpress.com, í september 2019. Framkvæmda- stjórinn Daniel Zhang mun taka við starfinu en Ma mun sitja í stjórn til 2020. Ma er sagður ætla að einbeita sér að mannúðarstörfum. Í tilkynn- ingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær sagði hann að Zhang væri stór- kostlegur leiðtogi og að undir hans stjórn hefði Alibaba vaxið síðustu þrettán ársfjórðunga samfleytt. Fyrirtækið stofnaði Ma árið 1999 og hefur ör vöxtur þess leitt til þess að Ma varð einn ríkasti maður í heimi. – þea Ma yfirgefur Alibaba Group Jack Ma, stofnandi Alibaba Group. 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 6 -F A 3 C 2 0 C 6 -F 9 0 0 2 0 C 6 -F 7 C 4 2 0 C 6 -F 6 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.