Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 14
Dularfullar mannaferðir Hvarf Geirfinns var strax í upp- hafi rannsakað sem sakamál vegna þeirra mannaferða sem virtust vera kringum hvarf hans. Á fyrstu dögum eftir hvarfið kom í ljós að maður hefði fengið að nota síma í Hafnarbúðinni um sama leyti og hringt var til Geir- finns. Allt kapp var lagt á að finna manninn sem hringdi. Höfuð hans var mótað í leir og var leirstyttan sýnd í kvöldfréttum sjónvarps fimm dögum eftir að hvarf Geirfinns var til- kynnt. Næstu daga rigndi ábending- um inn til lögreglu. Einn þeirra sem komust á Leirfinnslistann var Magnús Leópoldsson, þá framkvæmdastjóri Klúbbsins, enda þótti styttan afar lík honum. Gekk á með klögumálum þessum fram á vorið en eftir rúmra sex mánaða rannsókn var formlegri rannsókn Geirfinnsmálsins hætt í byrjun júní 1975 og var þá kyrrt um hríð. Afplánunarfangi benti á Sævar Það var ekki fyrr en lögreglu barst ábending frá fanga á Litla-Hrauni í desember 1975 um að Sævar kynni að vera viðriðinn hvarf Guðmundar að hjólin fóru að snúast tæpum tveimur árum eftir hvarfið. Erla og Sævar höfðu verið í gæsluvarðhaldi í rúma viku vegna póstsvika og fíkni- efnamála. Gæsluvarðhaldið var Erlu erfitt enda áttu þau Sævar 11 vikna dóttur sem hún þráði að komast til. Það þurfti því ekki mikið til að fá hana til að tjá sig þegar hún var spurð um Guðmund og hvort hún gæti hafa orðið vitni að einhverju hræði- legu á heimili sínu að Hamarsbraut í Hafnar firði tveimur árum áður. Sævar þráaðist aðeins við en benti svo á fleiri menn og á Þorláksmessu voru Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Albert Klahn færðir til skýrslu- töku. Þeir játuðu allir aðild að mál- inu á næstu dögum. Tryggvi Rúnar þráaðist lengst við. Hann vildi ekki kannast við að hafa komið að Ham- arsbraut og því síður að hafa þar lent í átökum við ókunnan mann, orðið honum að bana og ekið svo með lík hans inn í Hafnarfjarðarhraun ásamt þeim félögum sínum. Síðar átti eftir að koma í ljós að ekki stóð steinn yfir steini í framburðum sakborninga af atburðum næturinn- ar. Sími sem gegndi lykilhlutverki í atburðarásinni reyndist hafa verið lokaður umrætt kvöld. Þá var úti- lokað að Albert hefði getað komið á gulri Toyotu á vettvang til að flytja lík út í hraun þar sem faðir hans festi ekki kaup á umræddri bifreið fyrr en nokkru síðar. Þetta var hvimleitt því mikið púður hafði farið í að lýsa Toyotunni og hvernig líki var komið fyrir í skotti hennar. Það fauk út í veður og vind þegar VW-bjalla kom í staðinn enda ekki hægt að koma líki fyrir í skotti hennar. Sævari, sem var alveg hætt að standa á sama um hversu samhljóma framburðir sakborninga, sem áttu að heita í einangrun, virtust vera, sann- færðist um að lögreglan bæri vitnis- burði sakborninga á milli þeirra með beinum eða óbeinum hætti. Hann gerði tilraun til að sannreyna þessa tilgátu og bætti fimmta manninum við á Hamarsbraut. Og viti menn, skömmu síðar mundu hinir sak- borningarnir einmitt eftir því að umræddur maður hefði verið við- staddur. Hann var sóttur til Spánar og látinn bera vitni um atburði sem hann hafði aldrei orðið vitni að. Tengsl málanna viðruð Daginn eftir að síðasta vígið féll í Síðumúla og Tryggvi játaði aðild að Guðmundarmáli birtist frétt í Alþýðublaðinu þar sem mögulegum tengslum Guðmundar- og Geirfinns- mála er í fyrsta skipti velt upp. Ekki var annarra heimilda getið en kjafta- gangs og vangaveltna á götum úti en þó slegið á þráðinn til Keflavíkur. Haukur Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður sagði að lítið væri að frétta af Geirfinnsmálinu en þó yrði rannsakað gaumgæfilega hvort einhver tengsl kynnu að vera þarna á milli. Það yrði skoðað þegar þeim bærust upplýsingar frá borginni. Og það var eins og við mann- inn mælt, játningar í Geirfinnsmáli Skrítin tilviljun Til er lögregluskýrsla frá árinu 1975 af ferð manna í dráttarbrautina í Keflavík og sjóferð eftir smygli sem endaði með því að Geirfinnur drukknaði. Skýrslan er rituð mörgum mánuðum áður en ungmennin játuðu aðild að Geirfinns- málinu, en frásagnirnar eru svo líkar að ómögulegt er að um tilviljun sé að ræða. Sögumaðurinn var miðaldra maður sem játað hafði aðild sína að málinu fyrir nánustu ættingjum sínum og nefndi svokallaða Klúbbmenn sem samverka- menn. Ættingjarnir gerðu lögreglu viðvart sem tók manninn til yfirheyrslu þar sem hann vísaði sögunni á bug sem drykkjurugli. Úr dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar Herra vararíkissaksóknari og herra Schütz hafa í minni áheyrn slegið því föstu að fólk segi ekki ósatt eftir tólf mánaða gæsluvarðhald. Ef þetta er rétt og herra Sævar hefur gert sitt besta til að benda á þann stað þar sem hann kom margumræddu líki fyrir, en það samt ekki fundist, er aðeins hægt að draga af því þær ályktanir að a) aldrei hafi verið um neitt lík að ræða, b) líkinu hafi verið stolið af Sævari og hann hafi ekki hugmynd um hvar það sé. Það er náttúrulega ekki í mínum verka- hring að svara þessum spurn- ingum. En báðar vekja þær ýmsar óþægilegar grunsemdir um aðild aðilja að þessu máli, sem aldrei eiga að koma fram í dagsljósið. hrönnuðust upp í Síðumúlafangelsi. Eins og áður var herjað fyrst á Erlu. Í þetta sinn nefndi Erla nýja menn til sögunnar. Einar Bollason bróður sinn, Magnús Leópoldsson, Jón Ragnarsson í Þórscafé og fleiri menn. Hún átti eftir að nefna fjölmarga síðar og í einni yfirheyrslunni útilokaði hún ekki að sjálfur dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefði verið í dráttar- brautinni umrætt kvöld. Saga af ferð til Keflavíkur, fjölda manns í dráttar- braut og sjóferð sem endaði illa fór að taka á sig mynd í Síðumúlafangelsi. Stöðugur ófriður í Síðumúla Örfáum dögum eftir að ungmennin tóku að játa á sig Keflavíkurferð voru Einar, Magnús og Valdemar Olsen handteknir og Sigurbjörn Eiríksson, eigandi Klúbbsins, skömmu síðar. Fram undan voru erfiðir tímar í Síðu- múla. Framburðir sakborninga voru mjög á reiki og játuðu menn ýmist og drógu til baka játningar sínar jafn- harðan eða sögðust ekkert kannast við Geirfinn og aldrei hafa komið til Keflavíkur. Steininn tók úr þegar Erla játaði að hafa skotið Geirfinn með riffli að skipun Sævars. Skömmu áður hafði Kristján líka gefist upp á báts- sögunni og uppástóð að Geirfinnur hefði fallið fram af klettum eftir átök þeirra á milli. Vandræðin í Síðumúla voru mikil þetta vor enda tókst ekki að láta Klúbbmenn meðganga. Við það bættist að þeir virtust flestir hafa fjar vistar sannanir og ekkert gekk að koma þeim inn í málin þrátt fyrir framburði ungmennana. Lögreglan neyddist til að láta þá lausa í maí. Nú þurfti að breyta atburðarásinni í öllum aðalatriðum enda helmingur vígamanna úr sögunni. Það var kærkominn liðsauki fyrir rannsóknarteymið þegar hinn þýski Karl Schutz kom til aðstoðar sendur af yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi eftir hjálparbeiðni dómsmálaráð- herra sem stóð veikt vegna málsins. Geirfinnsmálið var orðið ramm- pólitískt. Voru hendur látnar standa fram úr ermum næstu misserin. Skipta þurfti um bíla í sögunni, finna nýja bílstjóra og velja Geirfinni nýtt banamein. Ekki bætti úr skák þegar finna þurfti lausn á Kjarvalsstaðamálinu. Vitni gáfu sig fram og veittu Sævari og Erlu fjarvistarsönnun. Þau voru á Kjar- valsstöðum kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Allt var þó látið ganga upp að lokum. Guðjóni Skarphéðinssyni var kippt inn í málið, nýir menn settir undir stýri í ökuferð til Keflavíkur og tímatökur á akstri milli Kjarvals- staða og Keflavíkur látnar standast þrátt fyrir flókið leiðakerfi umrætt kvöld. Magnúsi var skipt út fyrir Kristján Viðar sem hringjandanum í Hafnarbúðinni, gegn eindregnum andmælum sjónarvottarins Guð- laugar í Hafnarbúðinni. Hún þekkti Kristján Viðar og uppástóð að ef um Kristján hefði verið að ræða hefði hún einfaldlega sagt lögreglunni það í upphafi og þá hefði ekki þurft að leggja í víðtæka leit með tilheyrandi leirstyttugerð. Sævar var einnig settur í hlutverk vinar Geirfinns sem sást ræða við hann í Klúbbnum, þrátt fyrir að sjónarvottar segðu þann mann bústinn í andliti með ljósskollitt hár. Berdreymnar konur veita aðstoð Er þá enn eftir að nefna vandræði lög- reglunnar í leit að líkum hinna myrtu manna. Alveg sama hversu mjög sak- borningar voru fúsir til að játa frekar flókna atburðarás með mörgum ger- endum í tveimur morðmálum, þá gekk þeim bölvanlega að rifja upp hvað þeir hefðu gert við mennina. Ómögulegt er að telja saman allar ökuferðirnar sem farnar voru með sakborninga til að hjálpa þeim að muna, út í Hafnarfjarðarhraun, á Álftanes, í Grafning, kirkjugarðinn í Fossvogi og kirkjugarðinn í Hafnar- firði, að Þingvallavatni, á íþróttavöll í Kópavogi, á Grettisgötu og víðar. Allt kom fyrir ekki. Þótt martröð væri létt af dóms- málaráðherra þegar rannsókninni loks lauk virtist löggan enn efins, jafnvel eftir að lífstíðardómur var kveðinn upp í undirrétti. Þrátt fyrir að Sakadómur teldi sannað að Geir- finnur hefði verið grafinn í Rauð- hólum, hóf lögreglan uppgröft í húsagarði í Reykjavík og ekið var með berdreymna konu til Keflavíkur þar sem hún fullyrti að hann héldi sig enn. En hvorki fannst tangur né tetur af Geirfinni. Svekkelsi að sjáandinn í Jórdaníu skyldi engin svör hafa gefið árið áður. Tvær grímur runnu á þjóðina Eftir að lokadómur Hæstaréttar féll í málinu virtist þjóðin fyrst um sinn sátt við málalyktir en á hana fóru þó að renna tvær grímur með árunum. Flest höfðu hin dómfelldu dregið játningar sínar til baka og hófu að segja frá vondri vist í Síðumúlafang- elsi meðan á rannsókn stóð. Bent var á mótsagnir í málinu og skort á sönnunargögnum. Engin áþreifanleg sönnunargögn voru lögð fyrir dóm og engin ummerki glæpanna fundust á glæpavettvöngunum. Engin lík hafa fundist. Engin vitni sem hald var í nema síður væri. Kerfið þráaðist samt við. Endur- upptökubeiðnum var hafnað einni af annarri í Hæstarétti. Ný gögn tóku að hrannast upp; nýir vitnisburðir, dag- bækur bæði fangelsisins í Síðumúla og þeirra sem voru þar í einangrun vegna málsins. Játningarnar sem málin byggjast á hafa verið dæmdar úr leik af réttarsálfræðingum sem falskar eða óáreiðanlegar. Þá er eftir að telja fjarvistarsannanir, Íslandsmet í einangrunarvist sem aldrei verður slegið, harðræði sem bæði fangaverð- ir, fangelsisprestur, verjendur og aðrir fangar hafa borið um, og svo mætti lengi telja og verður það væntanlega gert í Hæstarétti í dag. Sviðsetning atburða í dráttarbrautinni í Keflavík. Leirfinnur var í öndvegi á blaðamannafundi við lausn Geirfinnsmálsins. Enginn veit hvers vegna. Frá málflutningi í Hæstarétti íslands. Víða var leitað að Geirfinni eftir ábendingum sakborninga 1976 og 1977. Saga Leirfinns Leirfinnur lék stórt hlutverk í rann- sókn Geirfinnsmálsins en sennilega meira til skaða en gagns. Styttan átti að sýna manninn sem fékk að hringja í Hafnarbúðinni og var birt í sjón- varpi fimm dögum eftir að hvarfið var tilkynnt. Á tveimur dögum voru komnir 74 menn á lista lögreglu sem þóttu líkir styttunni og höfðu margir hegðað sér undarlega síðustu daga. Lýst var eftir bíl mannsins, rauðum Fiat sem stefndi á Raufarhöfn. Í samtölum við fjölmiðla var lög- reglan vongóð um að finna manninn. Guðlaugu starfsstúlku í Hafnarbúð- inni sem lofað hafði hinum grun- samlega manni að hringja þótti hins vegar undarlegt að sjá leirstyttuna í sjónvarpinu, enda hafði henni aldrei verið sýnd styttan. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Fleiri myndir frá rannsókn og meðferð Geirfinnsmála á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS Margt var reynt til að hressa upp á minni unga fólksins. Erla og Kristján fengu sannleikssprautur og Albert var dáleiddur á sefjunarfundum hjá Geir Vilhjálmssyni sálfræðingi. 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C E -3 F A C 2 0 C E -3 E 7 0 2 0 C E -3 D 3 4 2 0 C E -3 B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.