Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 6
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
kennara, námsráðgjafa
og stjórnenda framhaldsskóla
Umsóknarfrestur til 2. október
Námsorlof
Rannís auglýsir eftir umsóknum um námsorlof á framhalds-
skólastigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsóknir þurfa að berast
eigi síðar en þriðjudaginn 2. október næstkomandi, kl. 16:00.
Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms-
og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig
geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara
viðkomandi skóla.
Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Svanur Jóhannsson,
jon.svanur.johannsson@rannis.is
sími 515 5820.
Þann 13. september gefur Íslandspóstur út ný frímerki.
Efni frímerkjanna er tileinkað lífríki hafsbotnsins við
Ísland, Háskólanum að Bifröst/Samvinnuskólanum
100 ára og upphafi dráttar vélaaldar á Íslandi. Einnig
koma út Norðurlanda- og Sepac-frímerki.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum lis taverkum
gæði... ending… ánægja.
skoðaðu úrvalið á Weber.is
DÓMSMÁL „Ég fer fram á að skjól-
stæðingur minn verði ekki aðeins
sýknaður heldur verði hann lýstur
saklaus í forsendum dómsins,“
segir Ragnar Aðalsteinsson, verj-
andi Guðjóns Skarphéðinssonar í
Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Munnlegur málflutningur fer fram
í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar
sem bæði ákæruvaldið og ákærðu
gera sýknukröfur í málinu er vand-
séð að Hæstiréttur geti sakfellt á
ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það
skipti miklu máli hvernig forsendur
sýknudóms verði orðaðar. Málflutn-
ingurinn í dag og á morgun snúist
því um meira en sekt eða sýknu.
„Sýkna þýðir auðvitað ekkert
annað en að ekki hafi tekist að
sanna sektina,“ segir Ragnar. Í
dómi þyrfti líka að gagnrýna máls-
meðferðina alla, á rannsóknarstigi,
fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir
Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu
máli og senda boð til framtíðarinn-
ar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann
segir að í málflutningi í dag verði
fjallað um óheiðarlega og ómálefna-
lega málsmeðferð og sönnunarmat;
hvernig frásagnir voru fengnar fram
og hvernig þær voru síðar metnar af
dómstólunum.
Oddgeir Einarsson, verjandi Sæv-
ars Marinós Ciesielski, tekur undir
með Ragnari. Hann segir dómþola
og aðstandendur þeirra eiga rétt á
því að horfst verði í augu við stað-
reyndir. „Það er algjörlega augljóst
að það sem byggt var á á sínum
tíma gerðist aldrei og það á að koma
skýrt fram í forsendum dóms.“
Davíð Þór Björgvinsson, settur
saksóknari í málinu, fer fram á
sýknu á grundvelli sönnunarskorts.
Hann segir að þrátt fyrir að aðilar
máls séu sammála um sýknukröfur
hafi menn ólík sjónarmið um hvaða
rök séu mikilvægust í því sambandi
og hvernig þau verði sett fram. Búast
megi við að málflutningurinn snúist
um þessi atriði.
Enn er ekki útilokað að Hæsti-
réttur vísi málinu frá á þeim grund-
velli að úrskurður endurupptöku-
nefndar sé ólögmætur. Verjendur
telja þó ekki miklar líkur á frávísun
enda hafi ekkert komið upp í undir-
búningi málsins sem bendi til þess.
Ragnar bendir þó á að rétturinn
skammti málinu afar stuttan tíma
í málflutningi og spyr sig hverju
það sæti. „Það er óskiljanlegt að
Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa
klukkutíma í viðbót í þessu máli
sem er skandall í sögu réttarins og
reynt að rétta það við og ávinna sér
traust meðal almennings.“
Þeir Oddgeir eru sammála um að
málið hefði þarfnast mun ítarlegri
umfjöllunar. Þannig hafði Odd-
geir til dæmis óskað eftir 5 klukku-
stundum til að gera grein fyrir máli
Sævars, en aðeins fengið einn og
hálfan tíma.
adalheidur@frettabladid.is
Sýkna dugar ekki til að
mati verjenda málsins
Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti
í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir
ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. Frávísun málsins er enn ekki útilokuð.
Sævar Marinó Ciesielski gefur vitnisburð við aðalmeðferð í Hæstarétti árið 1980. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Það þarf að loka
þessu máli og senda
boð til framtíðarinnar svo
þetta gerist síður aftur.
Ragnar Aðalsteinsson,
verjandi Guðjóns
Skarphéðinssonar
Fá mál hafa fengið eins mikla athygli í
íslenskra fjölmiðla fyrr og síðar.
EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópuþingið
samþykkti í gær, með 448 atkvæð-
um gegn 197, að beita Ungverja for-
dæmalausum refsiaðgerðum vegna
meintra brota ríkisstjórnar Vikt-
ors Orbán forsætisráðherra gegn
grunngildum Evrópusambandsins.
Orbán-stjórnin var sögð hafa ráðist
gegn fjölmiðlum, minnihlutahóp-
um og lögum og reglu en þessum
ásökunum hafnaði Orbán.
Tvo þriðju hluta greiddra
atkvæða þurfti til að virkja sjöundu
grein Evrópusáttmálans, sem felur
í sér að svipta aðildarríki ákveðn-
um réttindum. Það tókst og munu
þjóðarleiðtogar nú þurfa að fara
yfir málið. Þá kemur í ljós hvort eða
hvaða refsiaðgerðum verður beitt
en þetta er í fyrsta skipti sem Evr-
ópuþingið samþykkir aðgerðir sem
þessar gegn aðildarríki.
Ákvörðun gærdagsins var tekin
eftir harða gagnrýni undanfarinna
missera á stefnu Orbáns í innflytj-
endamálum. Ríkisstjórn hans
hefur fylgt harðlínustefnu
í málaflokknum, einkum
gagnvart flóttamönnum.
Meðal annars hefur verið
gripið til þess að gera „aðstoð
við ólöglega innflytjendur“
refsiverða. Þá hefur Orbán-
stjórnin einnig bolað í burtu
óháðum félagasam-
t ö k u m s e m
leggja áherslu á
að hjálpa flótta-
mönnum.
O r b á n
hélt sjálfur
ræðu fyrir
Evrópu-
þinginu
á þriðjudaginn. „Skýrslan sem þið
hafið fyrir framan ykkur er móðgun
við Ungverjaland og við heiður
ungversku þjóðarinnar,“ sagði
Orbán þá og bætti því við að
aðförin gegn Ungverjum
væri ósanngjörn. Ríkið
hefði fullan rétt til þess að
byggja stefnu sína á „kristi-
legum fjölskyldugildum“.
– þea
Fordæmalausar aðgerðir gegn Ungverjum
Viktor
Orbán,
forsætis-
ráðherra
Ungverja-
lands.
1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-5
8
5
C
2
0
C
E
-5
7
2
0
2
0
C
E
-5
5
E
4
2
0
C
E
-5
4
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K